Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár

Formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness reyndi ít­rek­að að fá kjara­samn­ing Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við flug­menn. Við­auki gerð­ur með leynd­ar­á­kvæði. Sam­tök­in sögðu ekki svig­rúm fyr­ir nema 3-4 pró­senta launa­hækk­un jafn­vel þó þau væru bú­in að gera leyn­i­samn­ing­inn við flug­menn með mun meiri hækk­un.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár
Erfið staða Björgólfur Jóhannsson er bæði forstjóri Icelandair og formaður Samtaka atvinnulífsins. Opinberun leynisamningsins við flugmenn Icelandair hefði getað haft mikil áhrif á kjarabaráttu annarra stétta og komið sér illa fjárhagslega fyrir atvinnurekendur og samtök þeirra.

„Þetta þýðir að þetta megi ekki koma fyrir augu almennings,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um kjarasamning Íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna flugmanna Icelandair. Samningurinn var gerður í desember síðastliðnum og felur í sér launahækkun upp á rúmlega 300 þúsund til þriggja ára. Launahækkunin hjá flugstjórunum nemur 23,5 prósentum að sögn Vilhjálms sem birti samninginn á heimasíðu verkalýðsfélagsins á þriðjudaginn. 

Vilhjálmur er spurður út í orðalagið „Geymist hjá aðilum“ sem er að finna á tveimur síðustu blaðsíðum samningsins á sérstökum viðauka og svarar hann því til að hann túlki þessi orð sem svo að halda ætti samningnum leyndum. „Geymist hjá aðilum þýðir bara að það mátti engin vita af þessu nema aðilar málsins.“ Samningurinn hefur nú þegar haft nokkur áhrif á kjaraumræðu síðustu daga og kann að hafa skapað hærra launaviðmið fyrir kjarabaráttu annarra stétta en flugmanna. Viðauki samningsins var eingöngu undirritaður af fulltrúum félags íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúum Icelandair en ekki neinum fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins.  

Icelandair er að stærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða og þar með sjóðsfélaga þeirra. Eignarhald flugfélagsins skiptir máli í umræðunni um leynisamninginn þar sem fyrirtækið er á endanum að stærstu leyti í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóðina. Þarna er því um að ræða að fyrirtæki sem er í opinberri eigu í gegnum lífeyrissjóði launþega hefur leynt kjarasamningi sem getur haft mótandi áhrif á kjarabaráttu annarra stétta í landinu og þar af leiðandi komið sér illa fyrir Samtök atvinnulífsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár