Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár

Formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness reyndi ít­rek­að að fá kjara­samn­ing Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við flug­menn. Við­auki gerð­ur með leynd­ar­á­kvæði. Sam­tök­in sögðu ekki svig­rúm fyr­ir nema 3-4 pró­senta launa­hækk­un jafn­vel þó þau væru bú­in að gera leyn­i­samn­ing­inn við flug­menn með mun meiri hækk­un.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár
Erfið staða Björgólfur Jóhannsson er bæði forstjóri Icelandair og formaður Samtaka atvinnulífsins. Opinberun leynisamningsins við flugmenn Icelandair hefði getað haft mikil áhrif á kjarabaráttu annarra stétta og komið sér illa fjárhagslega fyrir atvinnurekendur og samtök þeirra.

„Þetta þýðir að þetta megi ekki koma fyrir augu almennings,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um kjarasamning Íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna flugmanna Icelandair. Samningurinn var gerður í desember síðastliðnum og felur í sér launahækkun upp á rúmlega 300 þúsund til þriggja ára. Launahækkunin hjá flugstjórunum nemur 23,5 prósentum að sögn Vilhjálms sem birti samninginn á heimasíðu verkalýðsfélagsins á þriðjudaginn. 

Vilhjálmur er spurður út í orðalagið „Geymist hjá aðilum“ sem er að finna á tveimur síðustu blaðsíðum samningsins á sérstökum viðauka og svarar hann því til að hann túlki þessi orð sem svo að halda ætti samningnum leyndum. „Geymist hjá aðilum þýðir bara að það mátti engin vita af þessu nema aðilar málsins.“ Samningurinn hefur nú þegar haft nokkur áhrif á kjaraumræðu síðustu daga og kann að hafa skapað hærra launaviðmið fyrir kjarabaráttu annarra stétta en flugmanna. Viðauki samningsins var eingöngu undirritaður af fulltrúum félags íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúum Icelandair en ekki neinum fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins.  

Icelandair er að stærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða og þar með sjóðsfélaga þeirra. Eignarhald flugfélagsins skiptir máli í umræðunni um leynisamninginn þar sem fyrirtækið er á endanum að stærstu leyti í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóðina. Þarna er því um að ræða að fyrirtæki sem er í opinberri eigu í gegnum lífeyrissjóði launþega hefur leynt kjarasamningi sem getur haft mótandi áhrif á kjarabaráttu annarra stétta í landinu og þar af leiðandi komið sér illa fyrir Samtök atvinnulífsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár