Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna „helbers dónaskapar“ Bjarna Ben

Hild­ur Rún Björns­dótt­ir, rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur með 18 ára reynslu og 350 þús­und í mán­að­ar­laun, tel­ur lík­legt að hún muni leita sér nýrr­ar vinnu komi ekki til launa­hækk­ana.

Hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna „helbers dónaskapar“ Bjarna Ben

 „Ég á ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum lengur, ég er láglaunamaður,“ segir Hildur Rún Björnsdóttir, háskólamenntaður rannsóknarlögreglumaður með 18 ára reynslu, sem hefur sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna þeirrar vanvirðingar sem henni, og öðrum lögreglumönnum, finnst Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa sýnt í garð lögreglumanna þegar þeir mótmæltu við stjórnarráðið í seinustu viku.

Hún segir allar líkur á því að hún segi upp störfum komi ekki til launahækkunar hjá lögreglumönnum en þeir standa nú í kjarabaráttu. Hildur Rún segist vera hálaunamanneskja innan lögreglunnar með ríflega 350 þúsund krónur í grunnmánaðarlaun.

Hildur Rún segir að ólíkt öðrum þingmönnum þá hafi Bjarni farið undan í flæmingi frá lögreglumönnum er þeir mótmæltu við stjórnarráðið og ekki heilsað lögreglumönnum. „Það er hægt að komast langt á kurteisi. Við viljum að það sé hlustað á okkur og það er ekki einu sinni gert,“ segir Hildur Rún.

Auk þess hefur Lögreglufélag Reykjavíkur gagnrýnt Bjarna harðlega fyrir að sýna ekki samningsvilja við lögreglumenn. „Þessi skilaboð frá fjármálaráðherra verða ekki skilin á annan hátt en að ríkisvaldið telur að þessar stéttir eigi ekki að njóta sambærilegra launabreytinga og aðrar stéttir hjá hinu opinbera. Þetta er með öllu ólíðandi og lýsir þetta mikilli óvirðingu fjármálaráðherra við fyrrgreindar stéttir,“ segir í tilkynningu félagsins.

Lögreglumenn hafa verið samingslausir í um 160 daga en þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við aðrar stéttir. Sömuleiðis hafa verið upp kröfur um að lögreglumenn fái verkfallsréttindi.

„Ég ásamt félögum mínum var skjöldurinn fyrir þingmenn,ráðherra og þar á meðal Bjarna Benediktsson.“

Skildir þingmanna

Hildur Rún birti á Facebook-síðu sinni harðorða stöðufærslu þar sem hún tilkynnir úrsögn sína úr Sjálfstæðisflokknum:

Ég, Hildur Rún Björnsdóttir segi mig hér með úr Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan er vanvirðing Sjálfstæðisflokksins gagnvart lögreglumönnum í kjarabaráttu þeirra, önnur ástæða er að flokkurinn hefur ekki sýnt því áhuga að mæta á fund með Landssambandi lögreglumanna til viðræðna um að afnema bann við verkfallsrétti þeirra, meðan aðrir flokkar hafa gert það fyrir utan ríkisstjórnarflokkana.

„Ég ásamt félögum mínum var skjöldurinn fyrir þingmenn,ráðherra og þar á meðal Bjarna Benediktsson“

Síðast en ekki síst sá helberi dónaskapur sem formaður flokksins Bjarni Benediktsson sýndi lögreglumönnum fyrir utan Stjórnarráðið á föstudaginn síðastliðinn. Undirrituð er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með 18 ára starfsreynslu sem lögreglumaður, ég er einn af þeim lögreglumönnum sem varði Alþingi, Stjórnarráðið og þingmenn í Búsáhaldarbyltingunni svo kölluðu, á mig var hrækt, skvett yfir mig bensíni og grænni málningu, ég ásamt félögum mínum var skjöldurinn fyrir þingmenn,ráðherra og þar á meðal Bjarna Benediktsson. Guð blessi Ísland.“

Aldrei áður upplifað sig sem láglaunamann

Stundin ræddi við Hildi Rún og spurði hana nánar um inntak stöðufærslunnar. „Ég er búin að vera lögreglumaður lengi, það er komið á 19 ár, en ég hef aldrei áður upplifað mig svo. Þegar ég byrjaði í lögreglunni þá tvöfaldaði ég launin miðað við þá stétt sem ég var að koma úr. Í dag höfum við algjörlega setið eftir og þessi stétt sem ég var að vinna í áður er með mun hærri grunnlaun heldur en við lögreglumenn,“ segir Hildur Rún. Stéttin sem hún talar um er leikskólakennsla. Hún segist ákveðin í því að leita sér annarrar vinnu ef ekkert gerist í kjaramálum.

„Nóg er á okkur lagt til að við þurfum ekki í þokkabót að hafa áhyggjur af því hvort við náum endum saman.“

Hún segir það hafa verið mjög krefjandi tíma þegar hún, ásamt félögum sínum, varði Alþingishúsið í búsáhaldabyltingunni. „Ég stóð þarna þrjár langar vaktir, þessa sólarhringa sem þetta ástand varði. Ég var reyndar líka búin að taka þátt í aðgerðum þegar mótmælin voru á laugardögum. Ég held að ég hafi unnið hvern einasta laugardag þar til upp sauð,“ segir Hildur Rún. Þrátt fyrir að vera rannsóknarlögreglumaður þá tekur Hildur Rún enn svokallaðar bílvaktir um helgar til að hífa upp launin.

„Nóg er á okkur lagt til að við þurfum ekki í þokkabót að hafa áhyggjur af því hvort við náum endum saman. Þetta er náttúrlega skítadjobb og launin eru í engu samræmi við það,“ segir hún. 

Á dögunum birti einn lögreglumaður launaseðil sinn til að sýna hver staðan væri fyrir hinn almenna lögreglumann. Sá lögreglumaður fékk 280 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt. Hildur Rún segir þann launaseðil vera dæmigerðan. „Þetta eru launin sem við erum að fá. Þú sérð það að eftir öll þessi ár er ég með 350 þúsund í grunnlaun og ég myndi flokkast sem hálaunamanneskja innan lögreglunnar,“ segir Sigrún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár