Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ég vil vinna á Íslandi en ég vil líka fá almennileg laun“

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar greiða at­kvæði um verk­fall. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur með tæp­lega 335 þús­und krón­ur á mán­uði íhug­ar að flytja til Nor­egs. Ófremd­ar­ástand hef­ur ver­ið á Land­spít­ala í fimm vik­ur vegna verk­falla.

„Ég vil vinna á Íslandi en ég vil líka fá almennileg laun“
Helga María Guðmundsdóttir

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal hjúkrunarfræðinga um verkfall en niðurstöðu er að vænta á mánudag. Verði það samþykkt munu hjúkrunarfræðingar fara í verkfall miðvikudaginn 27. maí náist ekki samningar fyrir þann tíma. Helga María Guðmundsdóttir hefur starfað í sjö ár á Landspítalanum. Grunnlaunin hennar eru 334.865 krónur. Hún er ein þeirra sem ætlar að greiða atkvæði með verkfalli. 

„Þetta er skref sem enginn hjúkrunarfræðingur vill taka. Við vitum alveg hversu mikil áhrif þetta mun hafa á spítalann og ég tala nú ekki um þegar fleiri stéttir eru í verkfalli á sama tíma. En það er líka þreytandi að standa í kjaraviðræðum þetta lengi og við sitjum alltaf á hakanum,“ segir hún í samtali við Stundina, en Helga María skrifaði einnig grein um málið í Fréttablaðið í dag

Alvarleg staða á Landspítala

Ófremdarástand hefur verið á vinnustað Helgu Maríu, Landspítalanum, á undanförnum vikum. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og ljósmæður hafa verið í verkfalli síðan 7. apríl og er fátt sem bendir til þess að deilan sé að leysast. Vegna verkfalla hefur þurft að fresta fjölda rannsókna og aðgerða. Ljóst er að verkfallið ógnar verulega öryggi sjúklinga en einungis bráðatilfellum er sinnt. 

Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk spítalans hafa því fundið fyrir auknu álagi síðustu vikur, fyrir utan þær afleiðingar sem verkfallið hefur þegar haft á sjúklinga og aðstandendur. Verkfallsaðgerðirnar hafa komið sérstaklega illa við bráðamóttöku Landspítalans og hafa sjúklingar meðal annars þurft að bíða klukkutímum saman eftir niðurstöðum úr röntgenmyndatöku. „Við erum eitt púsluspil. Ef það vantar eitt þá erum við ekki ein heild. Við þurfum öll að vinna saman,“ útskýrir Helga María. 

Í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatæki Landspítalans bilaði og því þurfti að flytja alla sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut til þess að komast í rannsóknir. „Þetta ástand stóð yfir í nokkra daga og þetta hefur komið fyrir áður. Það var töluverð umræða um þetta fyrir nokkrum árum, en þetta var ekkert í umræðunni núna. Fólk er kannski bara orðið vant þessu ástandi og þetta þykir ekki fréttnæmt lengur,“ segir Helga María.  

„Við viljum auðvitað fylgja fordæmi þeirra og vorum auðvitað mjög ánægð með að þeir skyldu fá leiðréttingu á launum sínum.“

Verkfallshrinan á Landspítalanum hófst með verkfalli lækna síðasta haust. Þeirri deilu lauk með kjarasamningi sem fól í sér um tuttugu prósenta launahækkun lækna. „Við viljum auðvitað fylgja fordæmi þeirra og vorum auðvitað mjög ánægð með að þeir skyldu fá leiðréttingu á launum sínum,“ segir Helga María. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár