Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleika

Gefa fimm hundruð miða á tón­leik­ana Höf­und­ur óþekkt­ur í Hörpu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing til hjúkr­un­ar­fræð­inga í til­efni 100 ára kosn­inga­rétt­ar kvenna.

Bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleika
Stuðningsyfirlýsing Diljá segir framtakið stuðningsyfirlýsingu við hjúkrunarfræðinga og vona að það muni gleðja þá á erfiðum tímum. Mynd: Kristinn Magnússon

Aðstandendur tónleikanna Höfundur óþekktur og afmælisnefnd 100 ára kosningaréttar kvenna hafa ákveðið að bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleikana næstkomandi föstudagskvöld. Alls verða fimm hundruð miðar gefnir og fær hver hjúkrunarfræðingur að hámarki tvo miða. „Í stað þess að bjóða ráðamönnum og embættisfólki, sem yfirleitt fá boðsmiða á svona viðburði, fannst okkur ákveðnir hópar í þjóðfélaginu eiga skilið boðsmiða,“ segir Diljá Ámundadóttir skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Stundina. „Í ljósi þess sem á undan hefur gengið á síðustu dögum fannst okkur þessi hópur sérstaklega vel til þess fallinn að fá boð.“

Diljá hafði samband við Ólaf G. Skúlason, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í morgun sem tók vel í framtakið. „Þau litu á þetta sem stuðningsyfirlýsingu og þóttist viss um að þetta myndi gleðja fólk á þessum erfiðu tímum,“ segir Diljá. Hjúkrunarfræðingar geta nálgast miðana í Hörpu gegn framvísun skírteina. Félagar eru hvattir til að mæta saman og eiga góða kvöldstund. 

Ögra viðteknum venjum

Tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldunum á kvenréttindadaginn 19. júní næstkomandi. Í auglýsingu fyrir tónleikana segir að viðteknum venjum verði ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. „Hugmyndin 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu