Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleika

Gefa fimm hundruð miða á tón­leik­ana Höf­und­ur óþekkt­ur í Hörpu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing til hjúkr­un­ar­fræð­inga í til­efni 100 ára kosn­inga­rétt­ar kvenna.

Bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleika
Stuðningsyfirlýsing Diljá segir framtakið stuðningsyfirlýsingu við hjúkrunarfræðinga og vona að það muni gleðja þá á erfiðum tímum. Mynd: Kristinn Magnússon

Aðstandendur tónleikanna Höfundur óþekktur og afmælisnefnd 100 ára kosningaréttar kvenna hafa ákveðið að bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleikana næstkomandi föstudagskvöld. Alls verða fimm hundruð miðar gefnir og fær hver hjúkrunarfræðingur að hámarki tvo miða. „Í stað þess að bjóða ráðamönnum og embættisfólki, sem yfirleitt fá boðsmiða á svona viðburði, fannst okkur ákveðnir hópar í þjóðfélaginu eiga skilið boðsmiða,“ segir Diljá Ámundadóttir skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Stundina. „Í ljósi þess sem á undan hefur gengið á síðustu dögum fannst okkur þessi hópur sérstaklega vel til þess fallinn að fá boð.“

Diljá hafði samband við Ólaf G. Skúlason, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í morgun sem tók vel í framtakið. „Þau litu á þetta sem stuðningsyfirlýsingu og þóttist viss um að þetta myndi gleðja fólk á þessum erfiðu tímum,“ segir Diljá. Hjúkrunarfræðingar geta nálgast miðana í Hörpu gegn framvísun skírteina. Félagar eru hvattir til að mæta saman og eiga góða kvöldstund. 

Ögra viðteknum venjum

Tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldunum á kvenréttindadaginn 19. júní næstkomandi. Í auglýsingu fyrir tónleikana segir að viðteknum venjum verði ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. „Hugmyndin 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár