Aðstandendur tónleikanna Höfundur óþekktur og afmælisnefnd 100 ára kosningaréttar kvenna hafa ákveðið að bjóða hjúkrunarfræðingum frítt á tónleikana næstkomandi föstudagskvöld. Alls verða fimm hundruð miðar gefnir og fær hver hjúkrunarfræðingur að hámarki tvo miða. „Í stað þess að bjóða ráðamönnum og embættisfólki, sem yfirleitt fá boðsmiða á svona viðburði, fannst okkur ákveðnir hópar í þjóðfélaginu eiga skilið boðsmiða,“ segir Diljá Ámundadóttir skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Stundina. „Í ljósi þess sem á undan hefur gengið á síðustu dögum fannst okkur þessi hópur sérstaklega vel til þess fallinn að fá boð.“
Diljá hafði samband við Ólaf G. Skúlason, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í morgun sem tók vel í framtakið. „Þau litu á þetta sem stuðningsyfirlýsingu og þóttist viss um að þetta myndi gleðja fólk á þessum erfiðu tímum,“ segir Diljá. Hjúkrunarfræðingar geta nálgast miðana í Hörpu gegn framvísun skírteina. Félagar eru hvattir til að mæta saman og eiga góða kvöldstund.
Ögra viðteknum venjum
Tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldunum á kvenréttindadaginn 19. júní næstkomandi. Í auglýsingu fyrir tónleikana segir að viðteknum venjum verði ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. „Hugmyndin
Athugasemdir