Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

All­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar nema Pírat­ar sátu hjá þeg­ar kos­ið var um af­brigði frá dag­skrá Al­þing­is á föstu­dag.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

Breið samstaða var um það meðal stjórnarandstöðuþingmanna á föstudag að standa ekki í vegi fyrir því að veitt yrðu afbrigði frá dagskrá Alþingis til að unnt væri að ræða frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga um helgina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar taldi Bandalag háskólamanna ekki þjóna hagsmunum sínum að málið yrði tafið. Höfðu starfsmenn félagsins komið þessu á framfæri við þingmenn. 

Uppfært kl. 14:22: Þegar atkvæðagreiðslan um afbrigðin fór fram var ekki ljóst hver afstaða Félags hjúkrunarfræðinga var. Stjórnarandstaðan fundaði snemma á föstudag, en þeir þingmenn sem Stundin hefur rætt við leggja ekki að öllu leyti sama skilning í hvað þar kom fram. Að kvöldi dags átti Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, frumkvæði að því að stjórnarandstöðuþingmenn funduðu með fulltrúum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga. Þá fyrst kom afstaða beggja félaganna skýrt fram.

Þegar afbrigði um dagskrármál voru rædd á Alþingi á föstudag hvatti Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, þingmenn stjórnarandstöðunnar til að standa í vegi fyrir því að afbrigðið yrði veitt. „Ég vil brýna það fyrir þingmönnum að ef einn þriðji hluti segir: Nei, við skulum vísa þessu máli frá ríkisstjórninni aftur til ríkisstjórnarinnar þannig að hún geti setið með það í fanginu yfir helgina og hugsað sinn gang, þá getum við gert það. Við höfum dagskrárvaldið núna, minni hlutinn í þinginu, einn þriðji,“ sagði hann og hlaut lófatak af þingpöllum frá heilbrigðisstarfsmönnum sem fylgdust með umræðunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár