Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

All­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar nema Pírat­ar sátu hjá þeg­ar kos­ið var um af­brigði frá dag­skrá Al­þing­is á föstu­dag.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

Breið samstaða var um það meðal stjórnarandstöðuþingmanna á föstudag að standa ekki í vegi fyrir því að veitt yrðu afbrigði frá dagskrá Alþingis til að unnt væri að ræða frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga um helgina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar taldi Bandalag háskólamanna ekki þjóna hagsmunum sínum að málið yrði tafið. Höfðu starfsmenn félagsins komið þessu á framfæri við þingmenn. 

Uppfært kl. 14:22: Þegar atkvæðagreiðslan um afbrigðin fór fram var ekki ljóst hver afstaða Félags hjúkrunarfræðinga var. Stjórnarandstaðan fundaði snemma á föstudag, en þeir þingmenn sem Stundin hefur rætt við leggja ekki að öllu leyti sama skilning í hvað þar kom fram. Að kvöldi dags átti Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, frumkvæði að því að stjórnarandstöðuþingmenn funduðu með fulltrúum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga. Þá fyrst kom afstaða beggja félaganna skýrt fram.

Þegar afbrigði um dagskrármál voru rædd á Alþingi á föstudag hvatti Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, þingmenn stjórnarandstöðunnar til að standa í vegi fyrir því að afbrigðið yrði veitt. „Ég vil brýna það fyrir þingmönnum að ef einn þriðji hluti segir: Nei, við skulum vísa þessu máli frá ríkisstjórninni aftur til ríkisstjórnarinnar þannig að hún geti setið með það í fanginu yfir helgina og hugsað sinn gang, þá getum við gert það. Við höfum dagskrárvaldið núna, minni hlutinn í þinginu, einn þriðji,“ sagði hann og hlaut lófatak af þingpöllum frá heilbrigðisstarfsmönnum sem fylgdust með umræðunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár