Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

All­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar nema Pírat­ar sátu hjá þeg­ar kos­ið var um af­brigði frá dag­skrá Al­þing­is á föstu­dag.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

Breið samstaða var um það meðal stjórnarandstöðuþingmanna á föstudag að standa ekki í vegi fyrir því að veitt yrðu afbrigði frá dagskrá Alþingis til að unnt væri að ræða frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga um helgina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar taldi Bandalag háskólamanna ekki þjóna hagsmunum sínum að málið yrði tafið. Höfðu starfsmenn félagsins komið þessu á framfæri við þingmenn. 

Uppfært kl. 14:22: Þegar atkvæðagreiðslan um afbrigðin fór fram var ekki ljóst hver afstaða Félags hjúkrunarfræðinga var. Stjórnarandstaðan fundaði snemma á föstudag, en þeir þingmenn sem Stundin hefur rætt við leggja ekki að öllu leyti sama skilning í hvað þar kom fram. Að kvöldi dags átti Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, frumkvæði að því að stjórnarandstöðuþingmenn funduðu með fulltrúum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga. Þá fyrst kom afstaða beggja félaganna skýrt fram.

Þegar afbrigði um dagskrármál voru rædd á Alþingi á föstudag hvatti Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, þingmenn stjórnarandstöðunnar til að standa í vegi fyrir því að afbrigðið yrði veitt. „Ég vil brýna það fyrir þingmönnum að ef einn þriðji hluti segir: Nei, við skulum vísa þessu máli frá ríkisstjórninni aftur til ríkisstjórnarinnar þannig að hún geti setið með það í fanginu yfir helgina og hugsað sinn gang, þá getum við gert það. Við höfum dagskrárvaldið núna, minni hlutinn í þinginu, einn þriðji,“ sagði hann og hlaut lófatak af þingpöllum frá heilbrigðisstarfsmönnum sem fylgdust með umræðunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár