Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

All­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar nema Pírat­ar sátu hjá þeg­ar kos­ið var um af­brigði frá dag­skrá Al­þing­is á föstu­dag.

Jón Þór: Kannski skárra að hleypa málinu á dagskrá

Breið samstaða var um það meðal stjórnarandstöðuþingmanna á föstudag að standa ekki í vegi fyrir því að veitt yrðu afbrigði frá dagskrá Alþingis til að unnt væri að ræða frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga um helgina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar taldi Bandalag háskólamanna ekki þjóna hagsmunum sínum að málið yrði tafið. Höfðu starfsmenn félagsins komið þessu á framfæri við þingmenn. 

Uppfært kl. 14:22: Þegar atkvæðagreiðslan um afbrigðin fór fram var ekki ljóst hver afstaða Félags hjúkrunarfræðinga var. Stjórnarandstaðan fundaði snemma á föstudag, en þeir þingmenn sem Stundin hefur rætt við leggja ekki að öllu leyti sama skilning í hvað þar kom fram. Að kvöldi dags átti Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, frumkvæði að því að stjórnarandstöðuþingmenn funduðu með fulltrúum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga. Þá fyrst kom afstaða beggja félaganna skýrt fram.

Þegar afbrigði um dagskrármál voru rædd á Alþingi á föstudag hvatti Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, þingmenn stjórnarandstöðunnar til að standa í vegi fyrir því að afbrigðið yrði veitt. „Ég vil brýna það fyrir þingmönnum að ef einn þriðji hluti segir: Nei, við skulum vísa þessu máli frá ríkisstjórninni aftur til ríkisstjórnarinnar þannig að hún geti setið með það í fanginu yfir helgina og hugsað sinn gang, þá getum við gert það. Við höfum dagskrárvaldið núna, minni hlutinn í þinginu, einn þriðji,“ sagði hann og hlaut lófatak af þingpöllum frá heilbrigðisstarfsmönnum sem fylgdust með umræðunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár