Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum til þess að ná árangri í samningaviðræðum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Helgarútgáfunni á Rás 2 í gærmorgun.
„Þessar uppsagnir eru að sjálfsögðu hluti af kjaradeilunni. Þetta eru uppsagnir sem eru hugsaðar til þess að ná fram svipuðum áhrifum og verkfallið, það er að segja ná fram árangri í samningaviðræðum,“ sagði ráðherrann. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður þáttarins spurði: „Er það víst?“ og fékk svarið: „Já, það liggur bara fyrir að menn vonast til þess samhliða uppsögnum að það verði samið.“
Athugasemdir