Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir að þingmenn hafi vitað af ákvörðun kjararáðs um launahækkun og enginn gert athugasemd

Sig­ríð­ur And­er­sen, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir for­sæt­is­nefnd hafa ver­ið upp­lýsta um launa­hækk­an­ir. Kristján Möller kem­ur af fjöll­um. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir verka­lýðs­leið­toga vera á of­ur­laun­um. Pírat­ar vilja af­nema hækk­un­ina.

Segir að þingmenn hafi vitað af ákvörðun kjararáðs um launahækkun og enginn gert athugasemd
Samráð Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að foreystumenn Alþingis hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir sem boðaðar hafa verið. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Rás 2 í morgun að kjararáð hefði haft samráð við Alþingi um þá launahækkun sem þingmönnum voru færðar strax eftir kosningar. Hún sagði að enginn hefði mótmælt hækkuninni en forsætisnefnd hefði talið að það ætti að dreifa henni.

„Það vissu allir stjórnmálaflokkar á þingi að þetta stæði til. Það var búið að kynna forsætisnefnd Alþingis þetta að það væri að skoða þetta,“ sagði Sigríður um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úthlutað þingmönnum og æðstu ráðamönnum. Hækkunin ein til þingmanna nemur 338 þúsund krónum á mánuði. Æðstu ráðamenn fá yfir hálfa milljón króna. Lægstu laun í landinu eru langt innan við 300 þúsund krónur.

Þingmenn hafa hækkað mun meira í launum en almenningur á síðustu árum og hafa þeir fengið 75% hækkun á kjörtímabilinu sem nú er að enda.

Verðskulduð hækkun
Verðskulduð hækkun Sigríður Andersen vill ekki afturkalla hækkun á launum þingmanna.

Sigríður var í morgunútvarpi Rásar 2 ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, sem vill afnema hækkunina. Sigríður gaf lítið fyrir þann málflutning og lýsti því að þingheimur allur hefði verið með í ráðum og mönnum hefði verið boðið að gera athugasemdir.

„Formenn allra flokka fengu tilkynningu um að þetta væri til skoðunar," sagði hún.

„Forsætisnefnd kom með þá einu athugasemd að óheppilegt væri að gera miklar hækkanir í stórum stökkum, heldur gera þetta jafnt og þétt,“ segir Sigríður sem taldi að þeim ábendingum hafi verið komið á framfæri við kjararáð allt kjörtímabilið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtist hins vegar tala gegn orðum Sigríðar Andersen á Bessastöðum rétt í þessu. „Nei, ég vissi ekki um það hvað kjararáð myndi ákveða,“ sagði hann, en kvaðst þó hafa fylgst með. „Þetta er mjög mikil hækkun,“ sagði Bjarni, sem þarfnast frekari útskýringa og það er ekki víst að hún gangi upp. 

„Verkalýðsleiðtogar á himinháum launum“

Jón Þór sagðist vera hlynntur því að Alþingi grípi inn í málið og breyti ákvörðuninni. Hann sagði að þarna væri kastað sprengju inn á vinnumarkaðinn. Sigríður er á annarri skoðun.

Henni blöskrar að verkalýðshreyfingin tali „voða digurbarkalega“ um hækkun á launum alþingismanna.

„Allir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar eru á himinháum launum. Sumir hverjir sem hafa tekið gríðarlegum launahækkunum, langt umfram alla launaþróun,” sagði Sigríður á Rás 2. Hún taldi þá gagnrýni sem fram er komin vera „til heimabrúks”. Aðalatriðið væri það hvort þingmenn ættu skilið að fá umrædd laun en ekki hver hækkunin væri. Varðandi ólgu á vinnumarkaði vegna málsins sagði Sigríður að óróleikinn væri hvort sem er alltaf til staðar. „Er ekki alltaf órói á vinnumarkaði hér?“ spurði Sigríður.

Sprengja
Sprengja Jón Þór Ólafsson vill að hækkunin verði afnumin.

Kristján Möller, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar og nefndarmaður í forsætisnefnd, kannaðist ekki við að kjararáð hefði haft samráð við nefndina. 

„Ég hef þá ekki setið þann fund,“ sagði Kristján.

Vesen með gleraugu

Sigríður lagði áherslu á það í viðtalinu við Rás 2 að hún væri ekki að verja ákvörðunina. Hún benti þó á að kjör þingmanna væri flókin og ekki einfalt að átta sig á styrkjum til gleraugnakaupa eða heilsuræktar. Þá væri flókið fyrirkomulag vegna utanbæjarþingmanna. 

„Nú er ég ekki að verja að verja þessa ákvörðun, alls ekki. Ekki heppilegt að gera þetta svona,“ sagði Sigríður í morgun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár