Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir að þingmenn hafi vitað af ákvörðun kjararáðs um launahækkun og enginn gert athugasemd

Sig­ríð­ur And­er­sen, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir for­sæt­is­nefnd hafa ver­ið upp­lýsta um launa­hækk­an­ir. Kristján Möller kem­ur af fjöll­um. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir verka­lýðs­leið­toga vera á of­ur­laun­um. Pírat­ar vilja af­nema hækk­un­ina.

Segir að þingmenn hafi vitað af ákvörðun kjararáðs um launahækkun og enginn gert athugasemd
Samráð Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að foreystumenn Alþingis hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir sem boðaðar hafa verið. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Rás 2 í morgun að kjararáð hefði haft samráð við Alþingi um þá launahækkun sem þingmönnum voru færðar strax eftir kosningar. Hún sagði að enginn hefði mótmælt hækkuninni en forsætisnefnd hefði talið að það ætti að dreifa henni.

„Það vissu allir stjórnmálaflokkar á þingi að þetta stæði til. Það var búið að kynna forsætisnefnd Alþingis þetta að það væri að skoða þetta,“ sagði Sigríður um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úthlutað þingmönnum og æðstu ráðamönnum. Hækkunin ein til þingmanna nemur 338 þúsund krónum á mánuði. Æðstu ráðamenn fá yfir hálfa milljón króna. Lægstu laun í landinu eru langt innan við 300 þúsund krónur.

Þingmenn hafa hækkað mun meira í launum en almenningur á síðustu árum og hafa þeir fengið 75% hækkun á kjörtímabilinu sem nú er að enda.

Verðskulduð hækkun
Verðskulduð hækkun Sigríður Andersen vill ekki afturkalla hækkun á launum þingmanna.

Sigríður var í morgunútvarpi Rásar 2 ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, sem vill afnema hækkunina. Sigríður gaf lítið fyrir þann málflutning og lýsti því að þingheimur allur hefði verið með í ráðum og mönnum hefði verið boðið að gera athugasemdir.

„Formenn allra flokka fengu tilkynningu um að þetta væri til skoðunar," sagði hún.

„Forsætisnefnd kom með þá einu athugasemd að óheppilegt væri að gera miklar hækkanir í stórum stökkum, heldur gera þetta jafnt og þétt,“ segir Sigríður sem taldi að þeim ábendingum hafi verið komið á framfæri við kjararáð allt kjörtímabilið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtist hins vegar tala gegn orðum Sigríðar Andersen á Bessastöðum rétt í þessu. „Nei, ég vissi ekki um það hvað kjararáð myndi ákveða,“ sagði hann, en kvaðst þó hafa fylgst með. „Þetta er mjög mikil hækkun,“ sagði Bjarni, sem þarfnast frekari útskýringa og það er ekki víst að hún gangi upp. 

„Verkalýðsleiðtogar á himinháum launum“

Jón Þór sagðist vera hlynntur því að Alþingi grípi inn í málið og breyti ákvörðuninni. Hann sagði að þarna væri kastað sprengju inn á vinnumarkaðinn. Sigríður er á annarri skoðun.

Henni blöskrar að verkalýðshreyfingin tali „voða digurbarkalega“ um hækkun á launum alþingismanna.

„Allir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar eru á himinháum launum. Sumir hverjir sem hafa tekið gríðarlegum launahækkunum, langt umfram alla launaþróun,” sagði Sigríður á Rás 2. Hún taldi þá gagnrýni sem fram er komin vera „til heimabrúks”. Aðalatriðið væri það hvort þingmenn ættu skilið að fá umrædd laun en ekki hver hækkunin væri. Varðandi ólgu á vinnumarkaði vegna málsins sagði Sigríður að óróleikinn væri hvort sem er alltaf til staðar. „Er ekki alltaf órói á vinnumarkaði hér?“ spurði Sigríður.

Sprengja
Sprengja Jón Þór Ólafsson vill að hækkunin verði afnumin.

Kristján Möller, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar og nefndarmaður í forsætisnefnd, kannaðist ekki við að kjararáð hefði haft samráð við nefndina. 

„Ég hef þá ekki setið þann fund,“ sagði Kristján.

Vesen með gleraugu

Sigríður lagði áherslu á það í viðtalinu við Rás 2 að hún væri ekki að verja ákvörðunina. Hún benti þó á að kjör þingmanna væri flókin og ekki einfalt að átta sig á styrkjum til gleraugnakaupa eða heilsuræktar. Þá væri flókið fyrirkomulag vegna utanbæjarþingmanna. 

„Nú er ég ekki að verja að verja þessa ákvörðun, alls ekki. Ekki heppilegt að gera þetta svona,“ sagði Sigríður í morgun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár