Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ríkið kaupir Geysissvæðið

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra und­ir­rit­aði í dag samn­ing um kaup rík­is­ins á Geys­is­svæð­inu. Land­ið læt­ur mjög á sjá eft­ir sumar­ið og er á rauð­um lista Um­hverf­is­stofn­un­ar yf­ir svæði sem eru í veru­legri hættu á að glata vernd­ar­gildi sínu. Kaup­verð er enn óljóst en land­eig­end­ur hafa met­ið svæð­ið á þrjá millj­arða króna.

Ríkið kaupir Geysissvæðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf., undirrituðu í dag samning um kaup ríkisins á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Frá þessu er greint á vef fjármálaráðuneytisins í dag. Sem kunnugt er hafa miklar deilur hafa staðið um Geysissvæðið undanfarin ár eftir að meirihluti landeigenda, sem mynda Landeigendafélag Geysis, ákvað að hefja þar gjaldtöku árið 2014. Ríkið, sem á um þriðjungshlut í svæðinu, lét leggja lögbann á félagið vegna innheimtunnar og fór málið alla leið í Hæstarétt, þar sem lögbannið var staðfest. Í kjölfarið gerði félagið íslenska ríkinu tilboð í þess hlut í svæðinu, en tilboðinu var hafnað. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í apríl síðastliðnum hljóðaði tilboðið upp á um milljarð króna. Landeigendur mátu því svæðið allt á um þrjá milljarða króna.

Kaupsamningur undirritaður
Kaupsamningur undirritaður Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undirrita samninginn.

Tilboði landeigenda var hafnað á þeim forsendum að ríkið væri ekki til viðtals um að selja eignarhlut sinn, heldur vildi ríkið ganga til viðræðna við Landeigendafélag Geysis um að kaupa hlut landeigenda. Þeir vilja hins vegar ekki selja.

Óvíst er hvað ríkið mun greiða landeigendafélaginu fyrir svæðið en samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 

Svæðið legið undir skemmdum

Fyrir liggur deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúruvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi. En á meðan óvissa er uppi um hver beri ábyrgð á svæðinu í heild sinni hefur reynst erfitt að hrinda af stað markvissum framkvæmdum. Geysir er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í verulegri hættu á að glata verndargildi sínu. 

Alls hefur 115 milljónum verið úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna Geysis, til Umhverfisstofnunar og Bláskógabyggðar. „Samningurinn markar tímamót því hann auðveldar heildstæða uppbyggingu á svæðinu í samræmi við niðurstöðu í hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið sem haldin var fyrir nokkrum misserum,“ segir í frétt fjármálaráðuneytisins.

Stundin ræddi við Garðar Eiríksson, sem hefur talað fyrir hönd landeigenda, í haust. Hann sagði þá að það þurfi sex til átta hundruð milljónir króna í uppbyggingu á svæðinu og að það þurfi að manna svæðið, nánast allan sólarhringinn. Hann sagði stöðuna afar slæma á Geysi eftir sumarið. „Þetta verður bara rauðara og rauðara. Álagið verður bara meira og meira og ríkið beitir því ofbeldi sem það hefur beitt aðra landeigendur og heldur þessu í gíslingu.“ 

Landeigendur hafa ekki haft áhuga á að friðlýsa svæðið, en við friðlýsingu bæri ríkið lagalega skyldu til að vernda svæðið. „Það er ekki nokkur ástæða til að friðlýsa hluti sem hægt er að semja um umgjörð á. Við höfum ekki talið neina þörf á því,“ sagði Garðar. „Af hverju á að stofnanavæða allt Ísland?“ spurði hann. „Er ekki betra að búa til einhverja umgjörð og semja við einkaaðila sem geta þá hugsanlega gert þessa hluti fljótar og með betri hætti en ríkisbatteríið? Ég er einfaldlega á móti því að ríkisvæða allt. Það verður þá hálfgert kommúnistafyrirkomulag á þessu.“ 

Ekki kemur fram í frétt fjármálaráðuneytisins hvort ríkið hyggist nú friðlýsa svæðið, en Umhverfisstofnun hefur mælt með að það verði gert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár