Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur tvívegis lagt leið sína á Kvíabryggju og átt fundi með fyrrverandi stjórnendum og eigendum Kaupþings sem þar afplána. Hæstiréttur Íslands dæmdi þá Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Ólaf Ólafsson og Magnús Guðmundsson í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða í febrúar en Jón Ásgeir er á meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli. Eins og frægt er orðið var sýknudómur í Aurum-málinu ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis meðdómanda, Sverris Ólafssonar, sem er bróðir Ólafs.
Fangar sem Stundin hefur rætt við staðfesta að Jón Ásgeir hafi komið ásamt einkabílstjóra sínum og fundað með Kaupþingsmönnum á Kvíabryggju. Hlaupið hafi urgur í aðra vistmenn, enda sé föngum oft meinað um að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms. Vistmenn á Kvíabryggju upplifðu heimsókn Jóns Ásgeirs sem mismunun og var Afstöðu, félagi fanga, gert viðvart um málið.
Allir sitji við sama borð
„Ég get alveg staðfest það. Við ræddum þetta bæði við fangelsismálastjóra og forstöðumann Kvíabryggju og undirstrikuðum þá afstöðu okkar að allir yrðu að sitja við sama borð og engin mismunun mætti eiga sér stað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Stundina. „Við
Athugasemdir