Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins

Lilja Al­freðs­dótt­ir, nýr ut­an­rík­is­ráð­herra á veg­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Al­þingi að flokk­ur­inn hefði ekki lof­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um við­ræð­ur við Evr­ópu­sam­band­ið, þótt formað­ur flokks­ins hafi ít­rek­að boð­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins
Lilja Alfreðsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilnefndi hana sem ráðherra samkvæmt reglum flokksins, við brotthvarf sitt úr forsætisráðuneytinu. Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins til margra ára. Mynd: Pressphotos

Lilja Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, hélt því fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 

„Kosningar um þetta mál eru ekki ráðgerðar og ég sé ekki að það muni gefast tími til þess. Ég kannast heldur ekki við að sá flokkur sem ég er að representera hér hafi lofað slíkum kosningum,“ sagði Lilja.

Sigmundur ítrekaði vilja til þjóðaratkvæðis

Lilja tók við embætti eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr forsætisráðherrastóli, sem staðinn var að ósannindum í tengslum við aflandsfélag hans og eiginkonu hans og kröfur í þrotabú bankanna, en hann leiddi ákvarðanatöku og stefnumótum gagnvart kröfuhöfunum og þar með sjálfum sér og eiginkonu sinni, án þess að láta uppi um það.

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Sigmundur Davíð ítrekaði hins vegar margsinnis í kosningabaráttunni 2013 og eftir hana vilja sinn til að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigmundur var spurður á blaðamannafundi við myndun nýrrar ríkisstjórnar hvort hægt væri að treysta loforðinu.

Getum við treyst því að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður?

Sigmundur Davíð: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður.“

Sagði stefnuna skýra

Lilja sagði einnig á þingi að stefna stjórnarflokkanna hafi verið skýr. Flokkarnir höfðu ekki á stefnuskránni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en fulltrúar og leiðtogar beggja þeirra tóku ítrekað fram að þeir vildu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðunum yrði fylgt áfram eða ekki.

Söfnun myndbanda: Lára Hanna Einarsdóttir.

„Stefna stjórnarflokkanna var mjög skýr fyrir kosningar,“ sagði Lilja í gær.

„Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að þessi atkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Sigmundur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í apríl 2013.

„Ég hef margoft tekið fram að mér þætti mjög gott og æskilegt ef hægt væri að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins,“ sagði Bjarni Benediktsson, leiðtogi hins stjórnarflokksins í sömu kappræðum. „Í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla,“ sagði Bjarni einnig í viðtali við Stöð 2.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár