Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins

Lilja Al­freðs­dótt­ir, nýr ut­an­rík­is­ráð­herra á veg­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Al­þingi að flokk­ur­inn hefði ekki lof­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um við­ræð­ur við Evr­ópu­sam­band­ið, þótt formað­ur flokks­ins hafi ít­rek­að boð­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins
Lilja Alfreðsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilnefndi hana sem ráðherra samkvæmt reglum flokksins, við brotthvarf sitt úr forsætisráðuneytinu. Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins til margra ára. Mynd: Pressphotos

Lilja Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, hélt því fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 

„Kosningar um þetta mál eru ekki ráðgerðar og ég sé ekki að það muni gefast tími til þess. Ég kannast heldur ekki við að sá flokkur sem ég er að representera hér hafi lofað slíkum kosningum,“ sagði Lilja.

Sigmundur ítrekaði vilja til þjóðaratkvæðis

Lilja tók við embætti eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr forsætisráðherrastóli, sem staðinn var að ósannindum í tengslum við aflandsfélag hans og eiginkonu hans og kröfur í þrotabú bankanna, en hann leiddi ákvarðanatöku og stefnumótum gagnvart kröfuhöfunum og þar með sjálfum sér og eiginkonu sinni, án þess að láta uppi um það.

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Sigmundur Davíð ítrekaði hins vegar margsinnis í kosningabaráttunni 2013 og eftir hana vilja sinn til að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigmundur var spurður á blaðamannafundi við myndun nýrrar ríkisstjórnar hvort hægt væri að treysta loforðinu.

Getum við treyst því að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður?

Sigmundur Davíð: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður.“

Sagði stefnuna skýra

Lilja sagði einnig á þingi að stefna stjórnarflokkanna hafi verið skýr. Flokkarnir höfðu ekki á stefnuskránni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en fulltrúar og leiðtogar beggja þeirra tóku ítrekað fram að þeir vildu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðunum yrði fylgt áfram eða ekki.

Söfnun myndbanda: Lára Hanna Einarsdóttir.

„Stefna stjórnarflokkanna var mjög skýr fyrir kosningar,“ sagði Lilja í gær.

„Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að þessi atkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Sigmundur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í apríl 2013.

„Ég hef margoft tekið fram að mér þætti mjög gott og æskilegt ef hægt væri að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins,“ sagði Bjarni Benediktsson, leiðtogi hins stjórnarflokksins í sömu kappræðum. „Í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla,“ sagði Bjarni einnig í viðtali við Stöð 2.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár