Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins

Lilja Al­freðs­dótt­ir, nýr ut­an­rík­is­ráð­herra á veg­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Al­þingi að flokk­ur­inn hefði ekki lof­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um við­ræð­ur við Evr­ópu­sam­band­ið, þótt formað­ur flokks­ins hafi ít­rek­að boð­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins
Lilja Alfreðsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilnefndi hana sem ráðherra samkvæmt reglum flokksins, við brotthvarf sitt úr forsætisráðuneytinu. Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins til margra ára. Mynd: Pressphotos

Lilja Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, hélt því fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 

„Kosningar um þetta mál eru ekki ráðgerðar og ég sé ekki að það muni gefast tími til þess. Ég kannast heldur ekki við að sá flokkur sem ég er að representera hér hafi lofað slíkum kosningum,“ sagði Lilja.

Sigmundur ítrekaði vilja til þjóðaratkvæðis

Lilja tók við embætti eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr forsætisráðherrastóli, sem staðinn var að ósannindum í tengslum við aflandsfélag hans og eiginkonu hans og kröfur í þrotabú bankanna, en hann leiddi ákvarðanatöku og stefnumótum gagnvart kröfuhöfunum og þar með sjálfum sér og eiginkonu sinni, án þess að láta uppi um það.

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Sigmundur Davíð ítrekaði hins vegar margsinnis í kosningabaráttunni 2013 og eftir hana vilja sinn til að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigmundur var spurður á blaðamannafundi við myndun nýrrar ríkisstjórnar hvort hægt væri að treysta loforðinu.

Getum við treyst því að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður?

Sigmundur Davíð: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður.“

Sagði stefnuna skýra

Lilja sagði einnig á þingi að stefna stjórnarflokkanna hafi verið skýr. Flokkarnir höfðu ekki á stefnuskránni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en fulltrúar og leiðtogar beggja þeirra tóku ítrekað fram að þeir vildu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðunum yrði fylgt áfram eða ekki.

Söfnun myndbanda: Lára Hanna Einarsdóttir.

„Stefna stjórnarflokkanna var mjög skýr fyrir kosningar,“ sagði Lilja í gær.

„Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að þessi atkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Sigmundur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í apríl 2013.

„Ég hef margoft tekið fram að mér þætti mjög gott og æskilegt ef hægt væri að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins,“ sagði Bjarni Benediktsson, leiðtogi hins stjórnarflokksins í sömu kappræðum. „Í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla,“ sagði Bjarni einnig í viðtali við Stöð 2.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár