Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins

Lilja Al­freðs­dótt­ir, nýr ut­an­rík­is­ráð­herra á veg­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Al­þingi að flokk­ur­inn hefði ekki lof­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um við­ræð­ur við Evr­ópu­sam­band­ið, þótt formað­ur flokks­ins hafi ít­rek­að boð­að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Nýr utanríkisráðherra kannast ekki við kosningaloforð Framsóknarflokksins
Lilja Alfreðsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilnefndi hana sem ráðherra samkvæmt reglum flokksins, við brotthvarf sitt úr forsætisráðuneytinu. Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins til margra ára. Mynd: Pressphotos

Lilja Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, hélt því fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 

„Kosningar um þetta mál eru ekki ráðgerðar og ég sé ekki að það muni gefast tími til þess. Ég kannast heldur ekki við að sá flokkur sem ég er að representera hér hafi lofað slíkum kosningum,“ sagði Lilja.

Sigmundur ítrekaði vilja til þjóðaratkvæðis

Lilja tók við embætti eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr forsætisráðherrastóli, sem staðinn var að ósannindum í tengslum við aflandsfélag hans og eiginkonu hans og kröfur í þrotabú bankanna, en hann leiddi ákvarðanatöku og stefnumótum gagnvart kröfuhöfunum og þar með sjálfum sér og eiginkonu sinni, án þess að láta uppi um það.

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Sigmundur Davíð ítrekaði hins vegar margsinnis í kosningabaráttunni 2013 og eftir hana vilja sinn til að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigmundur var spurður á blaðamannafundi við myndun nýrrar ríkisstjórnar hvort hægt væri að treysta loforðinu.

Getum við treyst því að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður?

Sigmundur Davíð: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður.“

Sagði stefnuna skýra

Lilja sagði einnig á þingi að stefna stjórnarflokkanna hafi verið skýr. Flokkarnir höfðu ekki á stefnuskránni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en fulltrúar og leiðtogar beggja þeirra tóku ítrekað fram að þeir vildu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðunum yrði fylgt áfram eða ekki.

Söfnun myndbanda: Lára Hanna Einarsdóttir.

„Stefna stjórnarflokkanna var mjög skýr fyrir kosningar,“ sagði Lilja í gær.

„Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að þessi atkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Sigmundur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í apríl 2013.

„Ég hef margoft tekið fram að mér þætti mjög gott og æskilegt ef hægt væri að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins,“ sagði Bjarni Benediktsson, leiðtogi hins stjórnarflokksins í sömu kappræðum. „Í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla,“ sagði Bjarni einnig í viðtali við Stöð 2.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár