Körfuboltamönnum af erlendu bergi brotnu er mismunað hér á landi á grundvelli þjóðernis. Þetta er mat Eftirlittsstofnunar EFTA, ESA, sem hefur sent íslenska utanríkisráðuneytinu tólf blaðsíðna bréf þar sem fram kemur að reglur Körfuknattleikssambands Íslands, KSÍ, um erlenda leikmenn brjóti reglur EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.
Um er að ræða hina svokölluðu 4+1 reglu sem kveður á um að lið megi einungis vera með einn erlendan leikmann inni á vellinum í einu. Viðmælendur Stundarinnar innan körfuknattleikshreyfingarinnar segja málið í heild sinni ákveðinn skell fyrir hreyfinguna alla.
Óhætt er að segja að í bréfi ESA felist ákveðinn áfellisdómur yfir Körfuknattleikssambandi Íslands og ekki síður íslenskum stjórnvöldum en með því að viðhalda slíkri reglu hafa grundvallarmannréttindi verið fótum troðin um árabil. Það var í ágúst í fyrra sem ESA barst kvörtun vegna ólöglegrar mismununar á grundvelli þjóðernis sem viðgengist á Íslandi.
Athugasemdir