Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áfellisdómur ESA: Á Íslandi viðgengst mismunun á grundvelli þjóðernis

Regla um að ein­ung­is einn er­lend­ur körfu­bolta­mað­ur megi vera inni á vell­in­um í einu brýt­ur í bága EES samn­ing­inn. Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur sent form­legt er­indi til ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Áfellisdómur ESA: Á Íslandi viðgengst mismunun á grundvelli þjóðernis
Fengu erindið í gær Utanríkisráðuneytinu hefur borist formlegt bréf frá eftirlitsstofnun EFTA þar sem það er meðal annars rakið hvernig erlendum körfuknattleiksmönnum er mismunað á grundvelli þjóðernis hér á landi. Mynd: Af vef utanríkisráðuneytisins

Körfuboltamönnum af erlendu bergi brotnu er mismunað hér á landi á grundvelli þjóðernis. Þetta er mat Eftirlittsstofnunar EFTA, ESA, sem hefur sent íslenska utanríkisráðuneytinu tólf blaðsíðna bréf þar sem fram kemur að reglur Körfuknattleikssambands Íslands, KSÍ, um erlenda leikmenn brjóti reglur EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.

Um er að ræða hina svokölluðu 4+1 reglu sem kveður á um að lið megi einungis vera með einn erlendan leikmann inni á vellinum í einu. Viðmælendur Stundarinnar innan körfuknattleikshreyfingarinnar segja málið í heild sinni ákveðinn skell fyrir hreyfinguna alla.

 

Óhætt er að segja að í bréfi ESA felist ákveðinn áfellisdómur yfir Körfuknattleikssambandi Íslands og ekki síður íslenskum stjórnvöldum en með því að viðhalda slíkri reglu hafa grundvallarmannréttindi verið fótum troðin um árabil. Það var í ágúst í fyrra sem ESA barst kvörtun vegna ólöglegrar mismununar á grundvelli þjóðernis sem viðgengist á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
4
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu