Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB

Ein um­deild­asta ákvörð­un ís­lenskra stjórn­mála á síð­ari ár­um, form­leg slit á við­ræð­um við ESB, er mik­ið hags­muna­mál fyr­ir Kaup­fé­lag Skag­firð­inga. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur sterk tengsl við kaup­fé­lag­ið. Skag­firð­ing­ar hafa lagt vax­andi áherslu á sam­skipti við Rúss­land og mark­aðs­setn­ingu lamba­kjöts þar í landi. Ný­lega var skip­að­ur ræð­is­mað­ur Rúss­lands í Skaga­firði, sem starfar í kjöt­af­urða­deild kaup­fé­lags­ins.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB
Ráðherrann sem réði Gunnar Bragi Sveinsson olli uppnámi þegar hann tók ákvörðun um að slíta viðræðum við ESB með bréfi, án þess að málið færi fyrir Alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og lofað hafði verið fyrir kosningar.

Heimildarmenn Stundarinnar í innsta hring stjórnkerfisins á Íslandi telja að ekki séu öll kurl til grafar komin hvað varðar ástæður slitabréfs Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins í mars síðastliðnum. Bréfið hefur reynst olía á eld áframhaldandi ófriðar innanlands um alþjóðastefnu Íslendinga. Orðalag bréfsins hefur þótt óskýrt og gagnrýnendur hafa kallað gjörðina gerræði á opinberum vettvangi, ekki síst þar sem málið fór ekki fyrir Alþingi eins og ákvörðunin um umsóknina sjálfa. 

Þáttur forseta Íslands hefur einnig verið mjög til skoðunar í þessu samhengi, ekki síst þau viðskipta- og vinabönd sem forsetinn hefur reynt að skapa í Rússlandi og sumpart er auðveldara að treysta fyrir Ísland án ESB. Sum viðskipti við Rússa eru útilokuð eða langsótt ef Ísland væri í hópi aðildarríkja að ESB og er rætt um iðnað, sjávarútveg og landbúnað. Það er tengingin við landbúnað, kindur og KS sem rætt hefur verið um innan íslenskra ráðuneyta síðustu vikur að kunni að hafa haft einhver áhrif á ákefð Gunnars Braga í snöggum slitum á viðræðum við Evrópusambandið. Áhersla á útflutning á kjötvöru og tækifæri í landbúnaði eru einnig sögð tengjast vináttu Guðna Ágústssonar við forseta Íslands en báðir eru í vinfengi við Gunnar Braga. Guðni er einn valdamesti maður landsins í landbúnaðarmálum og eru skoðanaleiðtogaáhrif Guðna hjá kjósendum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks talin hafa vegið þungt á lokasprettinum þegar Ólafur Ragnar vann stórsigur á Þóru Arnórsdóttur sem og öðrum frambjóðendum í síðustu forsetakosningum. Bréfleg slit Gunnars Braga við ESB liðka fyrir frekari sértækum viðskiptasamböndum landbúnaðargeirans hér á landi við Rússa. Með bréfi Gunnars Braga kann að skapast aukinn farvegur fyrir vöruskipti til Rússa og þar gæti skagfirskt lambakjöt mjög komið við sögu. Formlega getur utanríkisráðuneytið undir stjórn Gunnars Braga nú haldið því fram að Ísland sé ekki lengur aðildarríki að ESB. Það opnar á viðskiptavelvild Rússa. Sumir heimildarmenn Stundarinnar í stjórnkerfinu segja að Rússar hafi nefnt á óformlegum fundi að skilyrði fyrir auknum viðskiptum Íslendinga og Rússa væri að Ísland myndi yfirgefa Evrópusambandið sem umsóknarríki.

Vantar fleiri púsl

Pattstaða skapaðist um örlög Íslands sem umsóknarríkis um aðild að ESB á vorþinginu 2014 eftir að Gunnar Bragi lagði fram tillöguslit sem ekki náðust í gegn. Röð fjölmennra mótmæla og hörð viðbrögð minnihlutans á þingi unnu þá gegn fyrirætlan utanríkisráðherra. Slitabréf Gunnars Braga í mars síðastliðnum kom svo eins og köld vatnsgusa framan í stóran hluta þjóðarinnar. Hefur verið rætt um vendipunkt í þeim efnum þegar fylgi Pírata fór að stóraukast vegna and­úðar Íslendinga á embættis­færslum ríkisstjórnarinnar. Slitin eru í andstöðu við kosningaloforð sjálfstæðismanna og ýmis fyrri ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. „En það vantar enn einhver púsl í þetta allt saman ennþá. Hvers vegna fara menn svona fram?“ spyr einn þingmaður í minnihlutanum sem Stundin ræddi við.

„Follow the Money“ hefur oft verið svarið þegar upp koma spurningar sem ekki fela í sér augljóst svar. Frasinn er rakinn til þess þegar tveir blaðamenn Washington Post afhjúpuðu Watergate-hneyksli Nixons Bandaríkjaforseta fyrir mörgum árum. Eins og Stundin hefur greint frá kúventi Framsóknarflokkurinn á skömmum tíma frá því að vera jákvæður gagnvart aðild að ESB yfir í að loka og læsa. Þar eru hagsmunir sagðir ráða för. Það bakland sem utanríkisráðherra sprettur úr hefur hagsmuni sem tengjast málinu. Ýmsir heimildarmenn Stundarinnar telja að það geti haft áhrif á ákvörðunina. 

Vægi atkvæða á landsbyggðinni er meira en á höfuðborgarsvæðinu. Því þarf lýðræðislega minni stuðning bak við hvert þingsæti en ella ef umboð til trúnaðarstarfa er sótt til kjósenda úti á landi. Gunnar Bragi er oddviti framsóknarmanna í skagfirsku frumframleiðsluhéraði, byggð sem átt hefur undir högg að sækja. Fækkun íbúa á Norðvesturlandi er staðreynd svo nemur hundruðum íbúa á skömmum tíma. Mjög hefur verið talað um flutning ríkisstofnana á Krókinn en hörð andstaða virðist við slíkar fyrirætlanir. Skemmst er að minnast undanhalds Sigurðar Inga, samflokksráðherra Gunnars Braga, en flutningur Fiskistofu til Akureyrar virðist kominn í uppnám. Kaupfélag Skagfirðinga kynnir sig á heimasíðu félagsins sem „Bakhjarl í héraði“. Færa má gild rök fyrir því að KS sé bakhjarlinn, enda eiga flestir íbúa á Sauðárkróki sitt undir umsvifum kaupfélagsins. „Með auknum tækifærum KS sjá íbúar í Skagafirði, og þar með kjósendur Framsóknarflokksins í héraði, fram á bjarta tíma,“ segir íbúi í Skagafirði sem Stundin ræddi við.

Kjörræðismaður eða kjötræðismaður?

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru þeir flokkar sem helst hafa gætt hagsmuna gömlu atvinnuveganna hér á landi. Ef stefna skal að auknum útflutningi íslenskra landbúnaðarvara, svo sem lambakjöti, skiptir höfuðmáli hve opið flæði af vörum er í staðinn inn til Íslands. Til að gera langa sögu stutta miðast kerfið við að Ísland selji sem mest út af landbúnaðarvörum en fái sem minnsta samkeppni af 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár