Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum

Flokks­þing flokks­ins verð­ur hald­ið um helg­ina og í drög­um að álykt­un­um er hvatt til af­náms heið­urslista­manna­launa og vinnu gegn of­beldi með­al inn­flytj­enda.

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum
Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á flokksþinginu um helgina. Mynd: Pressphotos

Í drögum að ályktunum á flokksþingi framsóknarmanna sem haldið verður um helgina kemur fram að flokkurinn fagni framlagi innflytjenda til samfélagsins, en að mikilvægt sé að vinna sérstaklega gegn ofbeldi á meðal þeirra. 

Á einum stað í drögunum er fagnað tækifærum vegna hlýnunar jarðar meðan á öðrum stað er tíunduð langvarandi virðing flokksins fyrir náttúrunni. Sjálfstjórnarréttur sveitafélaga er sagður hornsteinn skiplagsvalds meðan sá réttur er tekinn af Reykvíkingum í málefni flugvallarins.

Spennandi hlýnun

Í kafla um landbúnaðarmál er fátt sem kemur raunar á óvart; landbúnaður er sagður vera mikilvæga atvinnugrein og mikilvægi verndartolla er ítrekað. Framsóknarmenn er þó spenntir fyrir hlýnun jarðar og öllum þeim tækifærum sem því fylgir í landbúnaði. „Með hlýnandi loftslagi skapast ný og spennandi sóknarfæri. Aukin akuryrkja, nytjaskógrækt og fjölbreyttari innlend matvælaframleiðsla er hluti af því að efla íslenskan landbúnað,“ segir í kaflanum um landbúnaðarmál.

Talið er að hlýnun jarðar kosti hundruði þúsunda jarðarbúa lífið á hverju ári, eins og fjallað er um hér. Það eru helst fátækasta fólk jarðar sem stafar hætta af þróuninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu