Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum

Flokks­þing flokks­ins verð­ur hald­ið um helg­ina og í drög­um að álykt­un­um er hvatt til af­náms heið­urslista­manna­launa og vinnu gegn of­beldi með­al inn­flytj­enda.

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum
Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á flokksþinginu um helgina. Mynd: Pressphotos

Í drögum að ályktunum á flokksþingi framsóknarmanna sem haldið verður um helgina kemur fram að flokkurinn fagni framlagi innflytjenda til samfélagsins, en að mikilvægt sé að vinna sérstaklega gegn ofbeldi á meðal þeirra. 

Á einum stað í drögunum er fagnað tækifærum vegna hlýnunar jarðar meðan á öðrum stað er tíunduð langvarandi virðing flokksins fyrir náttúrunni. Sjálfstjórnarréttur sveitafélaga er sagður hornsteinn skiplagsvalds meðan sá réttur er tekinn af Reykvíkingum í málefni flugvallarins.

Spennandi hlýnun

Í kafla um landbúnaðarmál er fátt sem kemur raunar á óvart; landbúnaður er sagður vera mikilvæga atvinnugrein og mikilvægi verndartolla er ítrekað. Framsóknarmenn er þó spenntir fyrir hlýnun jarðar og öllum þeim tækifærum sem því fylgir í landbúnaði. „Með hlýnandi loftslagi skapast ný og spennandi sóknarfæri. Aukin akuryrkja, nytjaskógrækt og fjölbreyttari innlend matvælaframleiðsla er hluti af því að efla íslenskan landbúnað,“ segir í kaflanum um landbúnaðarmál.

Talið er að hlýnun jarðar kosti hundruði þúsunda jarðarbúa lífið á hverju ári, eins og fjallað er um hér. Það eru helst fátækasta fólk jarðar sem stafar hætta af þróuninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár