Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð: Minnast barna sem drukknuðu á flótta

Sig­ríð­ur Víð­is lá „hálflas­in uppi í rúmi, reið út í heim­inn, reið út í þetta rugl­aða Sýr­lands­stríð,“ þeg­ar hún ákvað að sýna með tákn­ræn­um hætti all­an þann fjölda barna sem hafa lát­ist á síð­ustu mán­uð­um. Í dag, þeg­ar fimm ár eru lið­in frá því að stríð­ið hófst, mun UNICEF raða böngs­um með­fram Sæ­braut­inni í minn­ingu þess­ara barna.

Reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð: Minnast barna sem drukknuðu á flótta

Um daginn kom sjokkerandi tölfræði inn á borð til mín í vinnunni: Að meðaltali hafa tvö börn drukknað á dag í Miðjarðarhafinu síðan Evrópa grét yfir myndinni af Aylan litla Kurdi. Aylan var 3 ára drengurinn frá Sýrlandi sem fannst látinn á grúfu á tyrkneskri baðströnd í haust. Nú höfðu 340 börn farið sömu leið og hann, segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF sem stendur fyrir táknrænum viðburði í dag vegna stríðsins í Sýrlandi, í minningu Aylans Kurdi og allra annarra barna sem hafa farist á flóttanum frá Tyrklandi yfir til Evrópu.

Alyan Kurdi var frá Kobani í Sýrlandi. Hann fannst þann 2. september, þar sem myndin af honum þar sem hann lá á grúfu í rauðum stuttermabol, bláum stuttbuxum og strigaskóm á ströndinni í Tyrklandi, líflaus í flæðarmálinu, hafði drukknað á flóttanum yfir hafið, varð táknmynd umræðunnar um flóttamannavandann.  

Fjölskylda Aylan var á flótta frá borginni Kobane þar sem ISIS-liðar réðu ríkjum en á leið til grísku eyjarinnar Kos hvolfdi bátnum með þeim afleiðingum að Aylan, bróðir hans Galip Kurdi, fimm ára, og móðir þeirra drukknuðu öll.

En hörmungarnar héldu áfram. Síðan í september hafa rúmlega fjögur hundruð börn fylgt Aylan litla Kurdi í vota gröf, að meðaltali tvö börn á dag samkvæmt UNICEF. 

Reið út í heiminn

Sigríður segir að hún hafi verið heima með ungan son sinn lasinn þegar hún áframsendi þessar upplýsingar á valda fjölmiðla. „Það var að koma helgi, einhver önnur erlend stórfrétt var aðalmálið, ég lagðist sjálf í rúmið og ekkert birtist um drukknuðu börnin.

Á mánudeginum lá ég hálfrugluð af lasleika í rúminu, reið út í heiminn, reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð. Hugsaði samanbitin með mér að mig langaði að sýna myndrænt hversu mörg börn hafa drukknað þarna í leit að öryggi, bara á seinustu vikum og mánuðum. Sýna hversu ótrúlega, ótrúlega mörg þau eru.

 „Fjögur hundruð því talan hefur hækkað skuggalega síðan pósturinn barst um daginn.

Hvernig var best að gera það? Með vettlingum, fötum, skóm? Með dóti? Nei, auðvitað með böngsum.

Dásemdarsamstarfsfólk mitt stakk upp á að við myndum raða böngsunum upp meðfram strandlengjunni við Sæbrautina. Þannig myndu þeir horfa út á hafið. 400 stykki. Fjögur hundruð því talan hefur hækkað skuggalega síðan pósturinn barst um daginn.

Við ákváðum að gera þetta daginn sem fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst.

Það er í dag. 

Börn á flótta
Börn á flótta

#segjumSTOPP myndband 2

„ ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks á flótta frá Sýrlandi og þau þurfa okkar hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið STOPP í 1900 (1.900 kr.). #segjumSTOPP

Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, March 14, 2016

Sjö ára barnahermenn  

Í dag eru fimm ár liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst, með skelfilegum afleiðingum. Í nýrri skýrslu frá UNICEF, Enginn staður fyrir börn, kemur fram að á þeim tíma hafa alls 3,7 milljónir barna fæðst í stríðsástandi, í Sýrlandi eða á flótta þaðan. Fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hefur tífaldast frá árinu 2012 og helmingur flóttamannanna eru börn.

Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag.

„Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri,“ er haft eftir Peter Salama, svæðisstjóra UNICEF í Mið-Austurlöndum. 

Í skýrslu UNICEF kemur jafnframt fram að stríðandi aðilar sæki í auknum mæli í að gera yngri börn að hermönnum. Fyrstu ár stríðsins voru flestir barnahermenn drengir á aldrinum 15 til 17 ára, en á síðasta ári var hins vegar helmingur þeirra barnahermanna sem UNICEF komst í tæri við undir 15 ára aldri – og þeir yngstu aðeins sjö ára.

Fæddust í stríði
Fæddust í stríði

Bangsar í minningu barnanna  

UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. 

Í dag mun UNICEF á Íslandi síðan standa fyrir þessum táknræna viðburði kl. 16.30. Viðburðurinn fer fram meðfram Sæbrautinni, þar sem til stendur að raða böngsum meðfram strandlengjunni frá Sólfarinu í átt að Hörpu, einum bangsa fyrir hvert barn sem hefur drukknað frá því að Aylan lést. Fólki er velkomið að taka þátt en bangsar verða á staðnum.

Í tilkynningu UNICEF segir að það sé óásættanlegt að börn drukkni í hrönnum í lekum bátum að leit að öryggi. Það sé rangt að fjölskyldur hrekist á milli staða án þess að vita hvað bíði að morgni. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár