Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð: Minnast barna sem drukknuðu á flótta

Sig­ríð­ur Víð­is lá „hálflas­in uppi í rúmi, reið út í heim­inn, reið út í þetta rugl­aða Sýr­lands­stríð,“ þeg­ar hún ákvað að sýna með tákn­ræn­um hætti all­an þann fjölda barna sem hafa lát­ist á síð­ustu mán­uð­um. Í dag, þeg­ar fimm ár eru lið­in frá því að stríð­ið hófst, mun UNICEF raða böngs­um með­fram Sæ­braut­inni í minn­ingu þess­ara barna.

Reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð: Minnast barna sem drukknuðu á flótta

Um daginn kom sjokkerandi tölfræði inn á borð til mín í vinnunni: Að meðaltali hafa tvö börn drukknað á dag í Miðjarðarhafinu síðan Evrópa grét yfir myndinni af Aylan litla Kurdi. Aylan var 3 ára drengurinn frá Sýrlandi sem fannst látinn á grúfu á tyrkneskri baðströnd í haust. Nú höfðu 340 börn farið sömu leið og hann, segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF sem stendur fyrir táknrænum viðburði í dag vegna stríðsins í Sýrlandi, í minningu Aylans Kurdi og allra annarra barna sem hafa farist á flóttanum frá Tyrklandi yfir til Evrópu.

Alyan Kurdi var frá Kobani í Sýrlandi. Hann fannst þann 2. september, þar sem myndin af honum þar sem hann lá á grúfu í rauðum stuttermabol, bláum stuttbuxum og strigaskóm á ströndinni í Tyrklandi, líflaus í flæðarmálinu, hafði drukknað á flóttanum yfir hafið, varð táknmynd umræðunnar um flóttamannavandann.  

Fjölskylda Aylan var á flótta frá borginni Kobane þar sem ISIS-liðar réðu ríkjum en á leið til grísku eyjarinnar Kos hvolfdi bátnum með þeim afleiðingum að Aylan, bróðir hans Galip Kurdi, fimm ára, og móðir þeirra drukknuðu öll.

En hörmungarnar héldu áfram. Síðan í september hafa rúmlega fjögur hundruð börn fylgt Aylan litla Kurdi í vota gröf, að meðaltali tvö börn á dag samkvæmt UNICEF. 

Reið út í heiminn

Sigríður segir að hún hafi verið heima með ungan son sinn lasinn þegar hún áframsendi þessar upplýsingar á valda fjölmiðla. „Það var að koma helgi, einhver önnur erlend stórfrétt var aðalmálið, ég lagðist sjálf í rúmið og ekkert birtist um drukknuðu börnin.

Á mánudeginum lá ég hálfrugluð af lasleika í rúminu, reið út í heiminn, reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð. Hugsaði samanbitin með mér að mig langaði að sýna myndrænt hversu mörg börn hafa drukknað þarna í leit að öryggi, bara á seinustu vikum og mánuðum. Sýna hversu ótrúlega, ótrúlega mörg þau eru.

 „Fjögur hundruð því talan hefur hækkað skuggalega síðan pósturinn barst um daginn.

Hvernig var best að gera það? Með vettlingum, fötum, skóm? Með dóti? Nei, auðvitað með böngsum.

Dásemdarsamstarfsfólk mitt stakk upp á að við myndum raða böngsunum upp meðfram strandlengjunni við Sæbrautina. Þannig myndu þeir horfa út á hafið. 400 stykki. Fjögur hundruð því talan hefur hækkað skuggalega síðan pósturinn barst um daginn.

Við ákváðum að gera þetta daginn sem fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst.

Það er í dag. 

Börn á flótta
Börn á flótta

#segjumSTOPP myndband 2

„ ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks á flótta frá Sýrlandi og þau þurfa okkar hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið STOPP í 1900 (1.900 kr.). #segjumSTOPP

Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, March 14, 2016

Sjö ára barnahermenn  

Í dag eru fimm ár liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst, með skelfilegum afleiðingum. Í nýrri skýrslu frá UNICEF, Enginn staður fyrir börn, kemur fram að á þeim tíma hafa alls 3,7 milljónir barna fæðst í stríðsástandi, í Sýrlandi eða á flótta þaðan. Fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hefur tífaldast frá árinu 2012 og helmingur flóttamannanna eru börn.

Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag.

„Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri,“ er haft eftir Peter Salama, svæðisstjóra UNICEF í Mið-Austurlöndum. 

Í skýrslu UNICEF kemur jafnframt fram að stríðandi aðilar sæki í auknum mæli í að gera yngri börn að hermönnum. Fyrstu ár stríðsins voru flestir barnahermenn drengir á aldrinum 15 til 17 ára, en á síðasta ári var hins vegar helmingur þeirra barnahermanna sem UNICEF komst í tæri við undir 15 ára aldri – og þeir yngstu aðeins sjö ára.

Fæddust í stríði
Fæddust í stríði

Bangsar í minningu barnanna  

UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. 

Í dag mun UNICEF á Íslandi síðan standa fyrir þessum táknræna viðburði kl. 16.30. Viðburðurinn fer fram meðfram Sæbrautinni, þar sem til stendur að raða böngsum meðfram strandlengjunni frá Sólfarinu í átt að Hörpu, einum bangsa fyrir hvert barn sem hefur drukknað frá því að Aylan lést. Fólki er velkomið að taka þátt en bangsar verða á staðnum.

Í tilkynningu UNICEF segir að það sé óásættanlegt að börn drukkni í hrönnum í lekum bátum að leit að öryggi. Það sé rangt að fjölskyldur hrekist á milli staða án þess að vita hvað bíði að morgni. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár