Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Júlíus reyndi að nýta sér veikindi Guðjóns og ásakar hann svo

Mað­ur­inn sem blekk­ir al­var­lega veika með pend­úl seg­ir að formað­ur MND-fé­lags­ins hafi kom­ið með vill­andi spurn­ing­ar og reynt að láta hann líta illa út

Júlíus reyndi að nýta sér veikindi Guðjóns og ásakar hann svo
Júlíus ræðir meðferðina Hann taldi Guðjón þurfa sérstaklega mikla meðferð vegna ástand hans, en Guðjón er með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóminn MND. Mynd: RÚV

Júlíus Júlíusson, sölumaður óhefðbundinna lækningameðferða, sem birt var myndband af í Kastljósi RÚV í gærkvöldi, kvartar undan umfjölluninni og segist hafa reynt að hjálpa Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins, þegar hann reyndi að selja honum óhefðbundnar meðferðir við hinum ólæknanlega MND-sjúkdómi. 

Júlíus kvartar sérstaklega undan spurningum Guðjóns á myndbandsupptökunum og svo þeirri staðreynd að Guðjón tók upp samtalið. „Ég gaf þessum manni fría heilun í um samtals 5 klukkustundir og mætti til hans í alls um 9 skipti til að reyna að hjálpa honum til betri líðan,“ segir Júlíus á Facebook síðu sinni.

Bauð meðferð á hálfa milljón

Á upptöku Kastljóssins heyrist Júlíus lýsa fyrir Guðjóni meðferð sem bandaríski eðlisfræðingurinn Dan Nelson framleiðir. Í henni felst að leggja filmur ofan á diska, sem sagðir eru hafa heilandi áhrif og lækna jafnvel krabbamein. 

„Hver diskur kostar sirka 300 til 350 dollara, þannig að það er upp undir þúsund dollara bara diskarnir þrír.“

„Hver diskur kostar sirka 300 til 350 dollara, þannig að það er upp undir þúsund dollara bara diskarnir þrír. Síðan eru þrjátíu filmur og hver filma kostar 100 dollara. Þetta er sirka fjögur þúsund dollarar [um 500.000 kr.]. En ef maður kaupir allan pakkan í einu þá fær maður einhvern „discount“, sem er kannski þrjú og fimm eða eitthvað svoleiðis,“ útskýrir Júlíus. Hann tekur einnig greiðslu fyrir að beita meðferðinni. „Ég hef verið að taka fjögur þúsund kall á tímann í þessu. Venjuleg meðferð, bara prótókolinn sjálfur, hann er tveir og hálfur tími. Þegar það er ástand sem er alvarlegt, eins og til dæmis hjá þér, þá tekur það lengri tíma. Þá þarf að fá fleiri samsetningar en venjulegi prótókollinn. Þá tekur þetta alltaf meira en þrjá tíma, sko.“

Júlíus með pendúlinn
Júlíus með pendúlinn Á myndbandinu sést Júlíus greinilega sveifla pendúlnum, en vísar í hann sem svar við spurningu og sem nema fyrir heilandi orku.

Pendúllinn gaf „svakalegt já“

Júlíus kynnti fyrir Guðjóni sönnun fyrir orkuvirkni filmanna og diskanna. Sönnunin var hreyfing pendúls sem hékk í taumi úr hönd hans. Pendúllinn hreyfðist ekki fyrr en hann kom yfir filmurnar. 

„Ef ég set hann svo hérna, þá byrjar hann að snúast,“ segir Júlíus á myndbandinu, og hreyfir höndina þannig að pendúllinn sveiflast. „Sérðu hvað hann er öflugur? Þetta er alveg rosaleg orka sem kemur hérna út. Svona mun þetta vera það sem eftir er lífsins, sko. Þetta er orka sem filman sendir út. Svo setjum við filmu með þessu og breytum tíðni og setjum þetta á líkamann.“

„Hafa þeir prófað þetta á MND?“ spyr Guðjón.

„Á síðasta símafundi lagði ég fram fyrirspurn fyrir MND. Og þá gaf hann mér upp það, hvaða samsetning hentar best. Og ég þarf að koma sjö daga í röð. Það sem hann sagði er ákveðin samsetning. Eitt svona ballanseringarprógram eru svona þrjátíu samsetningar, þar sem er diskur settur á ákveðinn stað með ákveðnum filmum. Fólk í alls konar ástandi hefur fengið ótrúlegan bata.“

Í kjölfarið sagðist Júlíus ætla að „spyrja pendúlinn“ hvort hann þyrfti alla meðferðina. Á myndbandinu sést hann sveifla pendúl og heyrist segja: „Og þá kemur alveg svakalegt já, sko.“

Venjulegt vatn kemst ekki í frumur

Júlíus reyndi að selja Guðjóni jónað vatn sem myndi hreinsa líkama hans, þar sem venjulegt vatn kæmist ekki inn í frumur líkamans nema að litlu leyti, því sameindir vatnsins væru samanklesstar.

„Þegar við drekkum venjulegt vatn, þá er bara fimm prósent sem fer í frumurnar.“

„Það er vatn sem er búið að breyta mólekúlunum í þúsund sinnum minni mólekúl. Þegar við drekkum venjulegt vatn, þá er bara fimm prósent sem fer í frumurnar. Því það er svo „clusterað“ vatn. Það er búið að líma svo mörg mólekúl saman að það kemst ekki inn í frumurnar. En þetta fer allt inn í frumurnar. Og það detoxar líkamann af öllum eiturefnum. Fólk sem er að drekka þetta vatn getur helmingað lyfjaskammtinn.“

Júlíus hefur selt vatnið í apótek og heilsuvöruverslanir. Hann selur vatnið á þrjú þúsund krónur.

Guðjón Sigurðsson
Guðjón Sigurðsson Formaður MND-félagsins segir örvinglun við ólæknandi veikindi valda því að fólk sé ginnkeyptara fyrir óvísindalegum sögum af bata.

Aðferðin er að vísa í einstakar sögur af bata

Guðjón lýsir því í Kastljósinu hvernig sölumenn óhefðbundinna lækningameðferða nýta sér örvæntingu veikra.

„Þessi örvinglan serm sækir á þig þegar þú greinist með ólæknandi sjúkdóm, þá birtist svona fólk og vekur með þér falsvonir. Það býður þér einhverja meðferð, einhver efni, einhver tæki, sem að eiga ekki að lækna þig - eða þeir lofa engri lækningu, en áður en þeir segja það þá eru þessir karlar búnnir að segja dæmi um hundrað aðra sem læknuðust af hinu og þessu. En svo kemur í smáa letrinu: Við lofum engri lækningu. Sem er náttúrulega bara til að fría sig málsókn út af svindli og svínaríi.“

Guðjón spyr Júlíus á upptökunni: „En eru dæmi um MND-veika úti sem hafa fengið lækningu?“

Júlíus vísar í samtal sitt við eðlisfræðinginn Dan Nelson, sem þróaði meðferðina. „Nú spurði ég hann, þetta er eðlisfræðingur sem uppgötvaði þetta ... Til dæmis lagaðist blöðruhálskirtilskrabbamein af þessu á einni meðferð.“

Önnur vara frá Júlíusi
Önnur vara frá Júlíusi Júlíus Júlíusson reynir einnig að selja búnað sem hann segir að brjóti niður sameindir vatns með orku. „Vatnið er mýkra og mólekúlin eru mun minn og vökvar líkamann betur. Gefur meiri orku og vellíðan. Gott fyrir hár og húð, minni sjampó notkun.“

„Mig hefur alltaf langað að hjálpa fólki í vanda“

Júlíus reyndi að fá lögbann á birtingu þáttarins í gær. Niðurstaða Júlíusar eftir umfjöllun Kastljóss er að verið sé að reyna að láta hann líta illa út. „Kæru Face-bókar vinir nú finnst mér þurfa að segja nokkur orð vegna Kastljóss-þáttar sem var í kvöld. Ég er sá maður sem hefur alla mína tíð viljað fólki vel og gert allt í mínu valdi til að hjálpa fólki. Nú lét þessi maður Guðjón Sigurðsson setja upp falda myndavél og fór í einhvern leik með Kastljóssmönnum og koma með villandi spurningar og reyna að láta mig líta út fyrir að vera að reyna að hagnast á dauðvona fólki. Það merkilega við þennann málatilbúning er að þetta er eins langt frá sannleikanum um mig eins og mest getur verið,“ segir hann og vísar í persónueinkenni sín því til staðfestingar að hann hafi ekki reynt að hagnast á veikindum Guðjóns.

„Nú hef ég hjálpað fólki í all mörg ár og aðeins haft það að leiðarljósi að gera vel fyrir viðkomandi. Það hefur verið mitt áhugamál, svo skrýtið sem það hljómar að mig hefur alltaf langað til að hjálpa fólki í vanda. Það er svo gefandi fyrir sálina, finnst mér. Ég vona að ég sé ekki einn um að upplifa mig sem slíkan mann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár