Íslendingar eiga í dag heimsmet í að minnsta kosti einu: Fjárfestingum lífeyrissjóða á innanlandsmarkaði. Þá er átt við fjárfestingaeignir lífeyrissjóða á íslandi sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Íslenska lífeyrissjóðakerfið er það næst stærsta í heimi þegar litið er til eigna þess sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu, samkvæmt tölum frá OECD.
Eignirnar nema rúmlega 140 prósentum af þjóðarframleiðslu Íslands en þar af er um 115 prósent eignanna á Íslandi. Einungis Holland er með stærra kerfi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eða rúmlega 155 prósent en í því landi er um helmingur eignanna erlendis. Ekkert annað lífeyrissjóðakerfi er með 100 prósent eða meira af eignum sínum bundnar innanlands.
Athugasemdir