Verðbólga og vaxtahækkanir: „Það er bara fátæka fólkið sem tekur verðtryggðu lánin“
Hagfræðingar segja að þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir og auknar afborganir af óverðtryggðum lánum þá sé enn þá skiljanlegt að lántakendur haldi tryggð við slík lán. Hækkanir afborgana af óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum hafa aukist um tæp 50 prósent á rúmu ári með síðustu vaxtahækkunum bankanna. Lántakendur ræða um stöðu sína í þessu ljósi og finna verðtryggðum lánum flest til foráttu.
Fréttir
3
Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu
Líklegt er að greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilega vexti hækki strax um tugi þúsunda á mánuði eftir að Seðlabankinn hækkaði meginvexti.
FréttirSamherjamálið
Kæra Samherja gegn seðlabankafólki lá hjá lögreglu í tvö ár vegna gagnaöflunar
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Karl Ingi Vilbergsson, segir að gagnaöflun í kærumáli Samherja gegn starfsmönnum Seðlabanka Íslands hafi dregið það á langinn. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að málinu yrði vísað frá.
Fréttir
Verðbólgan bíður eftir túrismanum: Ásgeir segir vaxtahækkanir eitt mögulegt svar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri rakti það í viðtali við Stundina hvernig íslenska hagkerfið bíður eftir túrismanum í kjölfar COVID. Ásgeir sagði túrismann geta hækkað gengi krónunnar og minnkað verðbólgu. Annars þyrfti kannski að grípa til vaxtahækkana. Verðbólga mælist nú í hæstu hæðum, 4.6, og hefur ekki mælst hærri síðan í febrúar 2013.
Fréttir
Ásgeir Seðlabankastjóri: „Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eitt af hlutverkum Seðlabanka Íslands sé að fá markaðsaðila eins og banka og lífeyrissjóði til að hugsa um heildarhagsmuni. Hann segir að ekki sé hægt að setja lög og reglur um allt og að bankinn þurfi að geta komið með tilmæli til markaðsaðila sem snúast um siðlega hegðun.
Viðtal
„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að það sé hlutverk Seðlabanka Íslands að hugsa um almannahagsmuni í landi þar sem sérhagsmunahópar hafa mikil völd. Hann segir að það megi aldrei gerast aftur að ,,mógúlar“ taki yfir stjórn fjármálakerfisins og landsins líkt og gerðist fyrir hrunið. Í viðtali við Stundina ræðir hann störf sín í Kaupþingi, atlögur Samherja að starfsmönnum bankans, Covid-kreppuna, sameiningu FME og Seðlabankans og hlutverk bankans í því að auka velferð á Íslandi.
Fréttir
Seðlabankastjóri gagnrýnir Samherja fyrir árásir á starfsmenn bankans: „Ég er mjög ósáttur”
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er ósáttur við hvernig útgerðarfélagið Samherji hefur ráðist að starfsfólki bankans með meðal annars kærum til lögreglu. Hann kallar eftir því að Alþingi setji lög til að koma í fyrir veg slíkar atlögur að opinberum starfsmönnum.
Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna svarar seðlabankastjóra, sem hefur sent bréf á lífeyrissjóði og hafið formlega könnun á útboði Icelandair. Formaður sjóðsins segir Icelandair hafa fallið í greiningu erlendra fagaðila, meðal annars á stjórnarháttum, samkeppni og verðmati.
Fréttir
„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“
Seðlabankastjóri segir að færa megi rök fyrir því að „enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán“.
Fréttir
Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að könnun væri hafin á útboði Icelandair. Sent hefur verið bréf á lífeyrissjóði og farið fram á að þeir tryggi sjálfstæði stjórnarmanna. Ásgeir segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar. Stjórn lífeyrissjóð verzlunarmanna ákvað að taka ekki þátt í útboði Icelandair.
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum
Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að Covid-kreppan verði ekki eins alvarleg fyrir Ísland og kreppan sem fylgdi hruninu 2008. *Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er hins vegar á öðru máli og talar um að þessi kreppa verði kannski sú dýpsta síðastliðina öld.
Fréttir
Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms
„Ekki sérstaklega góð hugmynd“ að frysta verðtrygginguna vegna COVID-19, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.