Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri til­kynnti að könn­un væri haf­in á út­boði Icelanda­ir. Sent hef­ur ver­ið bréf á líf­eyr­is­sjóði og far­ið fram á að þeir tryggi sjálf­stæði stjórn­ar­manna. Ás­geir seg­ir óeðli­legt að hags­muna­að­il­ar sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða og taki ákvarð­an­ir um fjár­fest­ing­ar. Stjórn líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna ákvað að taka ekki þátt í út­boði Icelanda­ir.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í morgun.

„Við erum með stjórnir lífeyrissjóðunum sem skipaðar eru hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingar, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, heldur en af þessum aðilum,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun.

Ásgeir, sem samhliða því að vera seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans, í kjölfar sameiningar Fjármálaeftirlitsins við bankann í ársbyrjun, tilkynnti að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði hafið formlega könnun á útboði Icelandair Group.

„Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framkvæmd þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kemur að einstökum fjárfesingum lífeyrissjóðanna,“ sagði hann.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur „fylgst náið með“ útboði Icelandair Group og hefur nú hafið formlega könnun á framkvæmdinni. „Könnunin nær til beggja aðila,“ sagði Ásgeir og vísaði þar til fjárfesta sem og Icelandair. „Eftirlitið hefur kallað eftir gögnum, eftir atvikum og er nú að kanna framkvæmd þess. Að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt fleira um þessa könnun, annað en að hún er farin af stað. Og ég get heldur ekki tjáð mig um einstaka sjóði, eða eitthvað álíka, bara að þessi könnun er farin af stað. Þannig að ekki koma með einhverjar spurningar um það hér á eftir.“

Könnunin er á forræði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Í byrjun árs sameinaðist Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum og er nú hluti af honum.  Ásgeir segir að Fjármálaeftirlitið hafi einnig í fyrra lýst áhyggjum af samþykktum lífeyrissjóðanna og ákvarðanatöku þeirra, með tilliti til sjálfstæðis stjórnarmanna.

„Sumarið 2019 hafði eftirlitið áhyggjur af því að samþykktir sjóðanna uppfylltu ekki nægilega ströng skilyrði til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna og sendi meðal annars bréf þess efnis. Þetta bréf hefur verið ítrekað núna. Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Mín skoðun er sú hins vegar að það þurfi að skoða allt ferlið upp á nýtt,“ sagði Ásgeir og vísar til þess að hagsmunaaðilar í stjórnum taki ákvarðanir um fjárfestingar.

„Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi“

Ásgeir vill að lagaumhverfi lífeyrissjóðanna verði breytt. „Þetta kerfi var byggt upp í ákveðinni sátt á milli aðila vinnumarkaðarins. Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi. Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má aðeins velta fyrir sér hvort það þurfi ekki að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstaka fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum, en það verður þá að koma fram með almennum hætti, ekki í ákvörðunum um einstaka fjárfestingakosti.“

Athygli vakti að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti hluthafi Icelandair, kaus að taka ekki þátt í útboði Icelandair í síðustu viku, á þeim forsendum að það væri ekki áhættunnar virði. Tekin var ákvörðun á stjórnarfundi Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að fjárfesta ekki í Icelandair.

Áður hafði stjórn VR tilkynnt að hlutafjárútboð Icelandair ætti að vera sniðgengið af sjóðnum, eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og flugfreyjum í tilraun til að styrkja samningsstöðu sína gegn starfsmönnum. 

„Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúaráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, bein­ir þeim til­mæl­um til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skip­ar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að sniðganga eða greiða at­kvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjárút­boði Icelanda­ir.“ Þá sagði í tilkynningunni að VR geti ekki sætt sig við að „eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu notaðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækj­um sem hvetja til fé­lags­legra und­ir­boða. Það stríðir gegn öll­um þeim gild­um sem verka­lýðshreyf­ing­in stend­ur fyr­ir“.

Stjórn lífeyrissjóðsins er skipuð átta stjórnarmönnum og eru fjórir þeirra tilnefndir af stjórn VR, en fjórir af samtökum atvinnurekendum sem standa einnig að sjóðnum. Stjórnarmönnum VR í stjórn sjóðsins var skipt út í fyrra í kjölfar „trúnaðarbrests“ eftir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna ákvað að  hækka vexti á húsnæðislánum þvert á fyrri viðmiðunarreglu. Fjármálaeftirlitið sagði ákvörðun VR vega að sjálfstæði stjórnarmanna sjóðsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lagt til að félagsmenn kjósi stjórnarmenn lífeyrissjóðanna beint.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir faglegu ferli innan sjóðsins við að greina Icelandair sem fjárfestingarkost. Hann segir greininguna hafa leitt í ljós að ekki væri áhættunnar og ávöxtunarinnar virði að fjárfesta í Icelandair.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
8
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
9
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár