Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Verðbólga og vaxtahækkanir: „Það er bara fátæka fólkið sem tekur verðtryggðu lánin“

Hag­fræð­ing­ar segja að þrátt fyr­ir skarp­ar vaxta­hækk­an­ir og aukn­ar af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um þá sé enn þá skilj­an­legt að lán­tak­end­ur haldi tryggð við slík lán. Hækk­an­ir af­borg­ana af óverð­tryggð­um lán­um með breyti­leg­um vöxt­um hafa auk­ist um tæp 50 pró­sent á rúmu ári með síð­ustu vaxta­hækk­un­um bank­anna. Lán­tak­end­ur ræða um stöðu sína í þessu ljósi og finna verð­tryggð­um lán­um flest til foráttu.

<span>Verðbólga og vaxtahækkanir:</span> „Það er bara fátæka fólkið sem tekur verðtryggðu lánin“
Átta vaxtahækkanir Seðlabanki Íslands, sem Ásgeir Jónsson stýrir, hefur hækkað stýrivexti átta sinum á rúmu ári til að bregðast við verðbólgu og hafa þær hækkanir leitt til þess að fjármálastofnanir hafa hækkað vexti á íbúðalánum. Afborganir fólks með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hafa hækkað um tugi prósentaf fyrir vikið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Enn sem komið er: Já. Fólk virðist líka í auknum mæli vera að draga úr neyslu, miðað við nýlegan samdrátt á varanlegum neysluvörum: Fólk er að velja að forgangsraða í átt að því að eiga þak yfir höfuðið frekar en að kaupa nýja þvottavél,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur þegar hann er spurður að því hvort tölur um samsetningu húsnæðislána íslensku þjóðarinnar séu ekki jákvæðar þar sem svo margir velji enn að vera með óverðtryggð lán þrátt fyrir endurteknar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands. Að mati Ólafs dregur aukin notkun á verðtryggðum lánum úr því að vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands virki á samfélagið þar sem aukning verðtryggðra lána auki frekar þörfina á frekari vaxtahækkunum. 

Vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, og í kjölfarið vaxtahækkanir lánafyrirtækja á húsnæðislánum, eru búnar að vera mikið í umræðunni og eru byrjaðar að valda almenningi áhyggjum eins og kemur fram …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    F+ólk skilur sjaldnast verðtryggingu. Hvers vegna er verðtr. ekki útskýrð fyrir lántakendum og þessvegna einnig fyrir greinarhöfundum, sem skrifa af vanþekkingu. Oft ber fólk saman krónu-upphæð í dag við það sem var áratugum áður. Auðvitað er ekki um jafngildar krónur að ræða.
    Ef ég þarf að taka lán ætla ég að reyna að fá það með verðtr. og lágum vöxtum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár