Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir að það sé hlut­verk Seðla­banka Ís­lands að hugsa um al­manna­hags­muni í landi þar sem sér­hags­muna­hóp­ar hafa mik­il völd. Hann seg­ir að það megi aldrei ger­ast aft­ur að ,,mó­gúl­ar“ taki yf­ir stjórn fjár­mála­kerf­is­ins og lands­ins líkt og gerð­ist fyr­ir hrun­ið. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hann störf sín í Kaupþingi, at­lög­ur Sam­herja að starfs­mönn­um bank­ans, Covid-krepp­una, sam­ein­ingu FME og Seðla­bank­ans og hlut­verk bank­ans í því að auka vel­ferð á Ís­landi.

„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“

„Ég skil bara ekki hvern andskotann þessi lögreglustjóri þarf að rannsaka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég óttast það að mörgu leyti, í svona eftirlitsstofnun eins og Seðlabankinn er, að við lendum í því að við verðum hundelt persónulega eins og farið var á eftir þessu starfsfólki,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann  vísar til þess að útgerðarfélagið Samherji kærði fimm af starfsmönnum Seðlabanka Íslands til lögreglunnar vorið 2019. Samherji lagði kæruna fram vegna rannsóknar bankans á Seðlabankamáli Samherja sem hófst með húsleitum hjá félaginu árið 2012, vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál.

Starfsmennirnir sem voru kærðir voru fyrirrennari Ásgeirs í embætti seðlabankastjóra, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Sigríður Logadóttir og Rannveig Júníusdóttir.  Kæran liggur enn þá, tveimur árum eftir að hún var lögð fram, hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, Karls …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár