Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“

Bret­ar eru á leið út úr Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir sögu­fræg­ar kosn­ing­ar í gær­kvöldi. Nig­el Fara­ge, leið­togi breska sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP, fagn­aði sigri með ræðu sem vald­ið hef­ur reiði út um all­an heim, en bresk þing­kona var skot­in til bana af sjálf­stæð­issinna á dög­un­um.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“
Umdeildur leiðtogi Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eða UKIP, hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval sitt í sigurræðunni í nótt. Mynd: UKIP.org

Leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP, Nigel Farage, sagði í sigurræðu sinni í nótt að baráttan fyrir útgöngu Breta úr ESB hafi skilað sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af.“ Ræðan er sögð smekklaus og í besta falli ónærgætin í ljósi þess að fyrir aðeins viku síðan var þingmaðurinn Jo Cox myrt í bænum Birstall í Bretlandi.

„Við höfum náð þessu. Við höfum náð þessu án þess að hafa þurft að berjast, án þess að skoti hafi verið hleypt af. Við höfum náð þessu með fjandi mikilli vinnusemi á götum úti,“ sagði Nigel meðal annars í ræðu sinni sem hann hélt í nótt við mikinn fögnuð viðstaddra.

Jo Cox var þingmaður breska verkamannaflokksins og studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu en hún hafði, sásamt fjölskyldu sinni  en morðingi hennar, Tommy Mair, er sagður hafa öskrað „Britain First“ áður en hann skaut og stakk Jo Cox til bana.

Myrt viku fyrir kosningar
Myrt viku fyrir kosningar Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Hún var myrt fyrir viku síðan af manni sem öskraði „Britain First“ áður en hann stakk og skaut Jo Cox til bana.

Þekkt slagorð þjóðernissinna

Britain First er er nafn á hægrisinnuðum öfgasamtökum sem nýlega hvöttu opinberlega til „beinna aðgerða“ gegn kjörnum fulltrúum úr röðum múslima en samtökin, sem stefna á að verða virkur þátttakandi í breskri pólitík, hafa fordæmt morðið á Cox.

Þá er „Britain First“ einnig þekkt slagorð ýmis konar öfgahópa sem dvelja á hægri vængnum. Tommy Mair er sagður hafa verið á sama væng, hægrisinnaður og aðhylltist þjóðernishyggju og hugmyndafræði öfgahópa.

Nigel Farage hefur verið gagnrýndur víða um heim eftir að hann lét þessi orð falla og hefur meðal annars verið fjallað um málið í öllum helstu dagblöðum í Bretlandi. Þá hafa samskiptamiðlar logað vegna ummælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár