Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“

Bret­ar eru á leið út úr Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir sögu­fræg­ar kosn­ing­ar í gær­kvöldi. Nig­el Fara­ge, leið­togi breska sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP, fagn­aði sigri með ræðu sem vald­ið hef­ur reiði út um all­an heim, en bresk þing­kona var skot­in til bana af sjálf­stæð­issinna á dög­un­um.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“
Umdeildur leiðtogi Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eða UKIP, hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval sitt í sigurræðunni í nótt. Mynd: UKIP.org

Leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP, Nigel Farage, sagði í sigurræðu sinni í nótt að baráttan fyrir útgöngu Breta úr ESB hafi skilað sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af.“ Ræðan er sögð smekklaus og í besta falli ónærgætin í ljósi þess að fyrir aðeins viku síðan var þingmaðurinn Jo Cox myrt í bænum Birstall í Bretlandi.

„Við höfum náð þessu. Við höfum náð þessu án þess að hafa þurft að berjast, án þess að skoti hafi verið hleypt af. Við höfum náð þessu með fjandi mikilli vinnusemi á götum úti,“ sagði Nigel meðal annars í ræðu sinni sem hann hélt í nótt við mikinn fögnuð viðstaddra.

Jo Cox var þingmaður breska verkamannaflokksins og studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu en hún hafði, sásamt fjölskyldu sinni  en morðingi hennar, Tommy Mair, er sagður hafa öskrað „Britain First“ áður en hann skaut og stakk Jo Cox til bana.

Myrt viku fyrir kosningar
Myrt viku fyrir kosningar Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Hún var myrt fyrir viku síðan af manni sem öskraði „Britain First“ áður en hann stakk og skaut Jo Cox til bana.

Þekkt slagorð þjóðernissinna

Britain First er er nafn á hægrisinnuðum öfgasamtökum sem nýlega hvöttu opinberlega til „beinna aðgerða“ gegn kjörnum fulltrúum úr röðum múslima en samtökin, sem stefna á að verða virkur þátttakandi í breskri pólitík, hafa fordæmt morðið á Cox.

Þá er „Britain First“ einnig þekkt slagorð ýmis konar öfgahópa sem dvelja á hægri vængnum. Tommy Mair er sagður hafa verið á sama væng, hægrisinnaður og aðhylltist þjóðernishyggju og hugmyndafræði öfgahópa.

Nigel Farage hefur verið gagnrýndur víða um heim eftir að hann lét þessi orð falla og hefur meðal annars verið fjallað um málið í öllum helstu dagblöðum í Bretlandi. Þá hafa samskiptamiðlar logað vegna ummælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár