Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“

Bret­ar eru á leið út úr Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir sögu­fræg­ar kosn­ing­ar í gær­kvöldi. Nig­el Fara­ge, leið­togi breska sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP, fagn­aði sigri með ræðu sem vald­ið hef­ur reiði út um all­an heim, en bresk þing­kona var skot­in til bana af sjálf­stæð­issinna á dög­un­um.

Farage fagnar sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af“
Umdeildur leiðtogi Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eða UKIP, hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval sitt í sigurræðunni í nótt. Mynd: UKIP.org

Leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP, Nigel Farage, sagði í sigurræðu sinni í nótt að baráttan fyrir útgöngu Breta úr ESB hafi skilað sigri „án þess að skoti hafi verið hleypt af.“ Ræðan er sögð smekklaus og í besta falli ónærgætin í ljósi þess að fyrir aðeins viku síðan var þingmaðurinn Jo Cox myrt í bænum Birstall í Bretlandi.

„Við höfum náð þessu. Við höfum náð þessu án þess að hafa þurft að berjast, án þess að skoti hafi verið hleypt af. Við höfum náð þessu með fjandi mikilli vinnusemi á götum úti,“ sagði Nigel meðal annars í ræðu sinni sem hann hélt í nótt við mikinn fögnuð viðstaddra.

Jo Cox var þingmaður breska verkamannaflokksins og studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu en hún hafði, sásamt fjölskyldu sinni  en morðingi hennar, Tommy Mair, er sagður hafa öskrað „Britain First“ áður en hann skaut og stakk Jo Cox til bana.

Myrt viku fyrir kosningar
Myrt viku fyrir kosningar Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, studdi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Hún var myrt fyrir viku síðan af manni sem öskraði „Britain First“ áður en hann stakk og skaut Jo Cox til bana.

Þekkt slagorð þjóðernissinna

Britain First er er nafn á hægrisinnuðum öfgasamtökum sem nýlega hvöttu opinberlega til „beinna aðgerða“ gegn kjörnum fulltrúum úr röðum múslima en samtökin, sem stefna á að verða virkur þátttakandi í breskri pólitík, hafa fordæmt morðið á Cox.

Þá er „Britain First“ einnig þekkt slagorð ýmis konar öfgahópa sem dvelja á hægri vængnum. Tommy Mair er sagður hafa verið á sama væng, hægrisinnaður og aðhylltist þjóðernishyggju og hugmyndafræði öfgahópa.

Nigel Farage hefur verið gagnrýndur víða um heim eftir að hann lét þessi orð falla og hefur meðal annars verið fjallað um málið í öllum helstu dagblöðum í Bretlandi. Þá hafa samskiptamiðlar logað vegna ummælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár