Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Örlög íslenska drengsins útskýrð í fréttaskýringaþætti

Ástr­alski frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Datel­ine fjall­aði um norsku barna­vernd­ina að­eins tveim­ur dög­um áð­ur en Helena Brynj­ólfs­dótt­ir steig fyrst fram í við­tali við Stund­ina. Hún flúði Nor­eg með fimm ára gam­alt barna­barn sitt. Sjáðu þátt­inn hér.

Örlög íslenska drengsins útskýrð í fréttaskýringaþætti
Mótmæla barnavernd í Noregi Aðferðir stofnunarinnar eru mjög umdeildar en þeim hefur verið mótmælt af tugum þúsunda víða um heim.

Umfjöllun ástralska fréttaskýringaþáttarins Dateline um norsku barnaverndina útskýrir yfirvofandi örlög fimm ára gamals íslensks drengs sem Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti að senda ætti úr landi í morgun.

Héraðsdómur féllst þannig á kröfu norsku barnaverndarinnar, sem vill fá drenginn sendan til Noregs svo taka megi hann úr höndum móður hans og ömmu og setja í fóstur hjá ókunnugum, norskum fósturforeldrum.

Amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, fær ekki að sjá hann í þrettán ár, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms.

Í þætti sínum um norsku barnaverndina birtir Dateline átakanleg myndskeið úr földum myndavélum á heimili foreldra sem fengu börnin sín í heimsókn undir eftirliti norsku barnaverndarinnar. Þeir foreldrar sem missa forsjá yfir börnum sínum til norsku barnaverndarnnar fá aðeins að hitta þau tvisvar sinnum á ári í tvo klukkutíma í senn.

Í þættinum er fjallað um þann gríðarlega fjölda barna sem tekin eru frá foreldrum sínum og færð í fóstur hjá ókunnugu fólki til átján ára aldurs.

Norways stolen children? Fréttaskýringaþátturinn Dateline um norsku barnaverndina. 

Mótmælt út um allan heim

Umdeildar aðferðir norsku barnaverndarinnar hafa verið fordæmdar út um allan heim, meðal annars á Íslandi. Nú stendur til að afhenda norsku barnaverndinni fimm ára gamlan íslenskan dreng sem Stundin hefur fylgst náið með frá því amma hans, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með hann til Íslands fyrr á þessu ári.

Helena og drengurinnSamkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun þá ber Helenu að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn innan sextíu daga.

Norskur dómstóll hafði dæmt forsjá drengsins af móðurinni, dóttur Helenu, og til norsku barnaverndarinnar. Þar hafði verið ákveðið að vista drenginn hjá ókunugu fólki til átján ára aldurs eða í rúm þrettán ár. Því gat Helena ekki lifað með og flúði Noreg ásamt dóttur sinni og litla drengnum.

Helena fór yfir atburðarrásina í opinskáu og einlægu viðtali í Stundinni þann 28. júlí en tveimur dögum áður fór fréttaskýringaþátturinn um þessar umdeildu aðferðir norsku barnaverndarinnar í loftið.

Helenu ber að skila barninu í hendur norsku barnaverndarinnar og hefur til þess tvo mánuði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem lesinn var upp fyrir lögfræðing hennar í dag.

Þetta þýðir að Helena fær ekki að sjá barnabarnið sitt, fimm ára gamlan dreng, í 13 ár þar sem reglur barnaverndar í Noregi heimila aðeins heimsóknir foreldra barnanna. Dóttir Helenu, sem missti forsjá yfir drengnum í Noregi, fær að hitta son sinn tvisvar á ári, tvo klukkutíma í senn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár