Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Unn­ið er að lag­fær­ing­um á veg­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hvalár­virkj­un­ar.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir eru komnar á fullt í Ingólfsfirði vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar norður á Ströndum. Unnið er að lagfæringum á vegum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Ljósmyndari Stundarinnar er á staðnum.

Landeigendur að Seljanesi hafa kvartað til Vegagerðarinnar vegna afnota Vesturverks af vegi um Seljanesland. Haft er eftir Guðmundi Arngrímssyni, afkomanda landeiganda að Seljanesi, á Vísi.is að það sé „algjörlega galið  að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð“. 

Minjastofnun lét stöðva framkvæmdir Vesturverks á Ófeigsfjarðarvegi tímabundið í lok júní. Áður en til þess kom hafði Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson staðið í vegi fyrir framkvæmdunum í Ingólfsfirði með því að leggjast fyrir gröfuna. Í viðtali við Stundina kvaðst Elías hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ sagði hann.

Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast. Hafa þær klofið samfélagið á Ströndum. 

Hófust þær aftur af stað í gær eftir að endanlegri umsögn um framkvæmdirnar var skilað. Fréttablaðið hefur eftir landeigendum í Seljanesi að Vesturverk verði ekki leyft að fara vinnuvélar sínar inn á svæðið; gripið verði til „allra ráða“ til að hindra slíkt. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir á BB.is að dagurinn í dag fari í „undirbúning og aðdrætti“ en á morgun verði byrjað „af fullum krafti“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár