Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Unn­ið er að lag­fær­ing­um á veg­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hvalár­virkj­un­ar.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir eru komnar á fullt í Ingólfsfirði vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar norður á Ströndum. Unnið er að lagfæringum á vegum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Ljósmyndari Stundarinnar er á staðnum.

Landeigendur að Seljanesi hafa kvartað til Vegagerðarinnar vegna afnota Vesturverks af vegi um Seljanesland. Haft er eftir Guðmundi Arngrímssyni, afkomanda landeiganda að Seljanesi, á Vísi.is að það sé „algjörlega galið  að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð“. 

Minjastofnun lét stöðva framkvæmdir Vesturverks á Ófeigsfjarðarvegi tímabundið í lok júní. Áður en til þess kom hafði Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson staðið í vegi fyrir framkvæmdunum í Ingólfsfirði með því að leggjast fyrir gröfuna. Í viðtali við Stundina kvaðst Elías hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ sagði hann.

Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast. Hafa þær klofið samfélagið á Ströndum. 

Hófust þær aftur af stað í gær eftir að endanlegri umsögn um framkvæmdirnar var skilað. Fréttablaðið hefur eftir landeigendum í Seljanesi að Vesturverk verði ekki leyft að fara vinnuvélar sínar inn á svæðið; gripið verði til „allra ráða“ til að hindra slíkt. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir á BB.is að dagurinn í dag fari í „undirbúning og aðdrætti“ en á morgun verði byrjað „af fullum krafti“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár