Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in ÓFEIG fengu vís­inda­menn frá há­skól­an­um í Leeds til að meta áhrif virkj­un­ar.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming
Framkvæmdir Vinna hófst við undirbúning Hvalárvirkjunar í sumar. Mynd: Elías Svavar Kristinsson

Mannvirki Hvalárvirkjunar myndu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um 45 til 48,5 prósent, að mati vísindamanna við háskólann í Leeds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum ÓFEIG, sem barist hafa gegn virkjuninni.

Samtökin fengu rannsóknarsetrið Wildland Research Institute (WRi) við háskólann í Leeds til að kortleggja víðernin síðastliðið sumar. Að sögn þeirra notar setrið nákvæmar stafrænar aðferðir til að kortleggja og skilgreina víðerndi.

„Niðurstaða greiningarinnar tekur af öll tvímæli um að áform um Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fram kemur að skerðingin fælist í aðkomuvegum fyrir þungavinnuvélar, öðrum nýjum vegum, stíflum, yfirföllum, lónstæðum, skurðum, raflínum og stöðvarhúsi. Þá kæmi einnig til minnkandi rennsli í Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará ásamt samsvarandi áhrifum á fossa á svæðinu. Áhrifin á fossana eru hins vegar ekki tekin með í mælingum WRi. 

„Þeir dr. Stephen Carver og Oliver Kenyon hjá WRi kynntu niðurstöðu rannsóknarinnar á fundi ÓFEIGAR náttúruverndar í dag,“ segir í tilkynningunni. „Í máli þeirra kom fram að kortlagning víðernanna byggist á greiningu á stafrænum þrívíðum landupplýsingagögnum, landnotkun, fjarlægð frá mannvirkjum og aðgangsstöðum vélknúinna farartækja. Gögnin eru notuð til að greina með mikilli nákvæmni sýnileika mannvirkja sem geta haft áhrif á víðernaupplifun. WRi hefur þróað forrit til þessarar greiningar sem byggir á svipuðum aðferðum og forrit tölvuleikja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár