Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Unn­ið er að lag­fær­ing­um á veg­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hvalár­virkj­un­ar.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir eru komnar á fullt í Ingólfsfirði vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar norður á Ströndum. Unnið er að lagfæringum á vegum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Ljósmyndari Stundarinnar er á staðnum.

Landeigendur að Seljanesi hafa kvartað til Vegagerðarinnar vegna afnota Vesturverks af vegi um Seljanesland. Haft er eftir Guðmundi Arngrímssyni, afkomanda landeiganda að Seljanesi, á Vísi.is að það sé „algjörlega galið  að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð“. 

Minjastofnun lét stöðva framkvæmdir Vesturverks á Ófeigsfjarðarvegi tímabundið í lok júní. Áður en til þess kom hafði Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson staðið í vegi fyrir framkvæmdunum í Ingólfsfirði með því að leggjast fyrir gröfuna. Í viðtali við Stundina kvaðst Elías hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ sagði hann.

Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast. Hafa þær klofið samfélagið á Ströndum. 

Hófust þær aftur af stað í gær eftir að endanlegri umsögn um framkvæmdirnar var skilað. Fréttablaðið hefur eftir landeigendum í Seljanesi að Vesturverk verði ekki leyft að fara vinnuvélar sínar inn á svæðið; gripið verði til „allra ráða“ til að hindra slíkt. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir á BB.is að dagurinn í dag fari í „undirbúning og aðdrætti“ en á morgun verði byrjað „af fullum krafti“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár