Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“

Vest­ur­verk hóf í gær fram­kvæmd­ir við veglagn­ingu í Ing­ólfs­firði á Strönd­um, sem fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda sem munu hafa veru­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins. Elías Svavar Krist­ins­son, sem ólst upp á svæð­inu, stefn­ir að frið­lýs­ingu lands síns og berst gegn fram­kvæmd­um vegna virkj­un­ar.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“
Elías Svavar Kristinsson Tók sér stöðu gegn gröfu á veginum við Ingólfsfjörð, þar sem framkvæmdir eru hafnar til að gera veginn færan fyrir stórvirkar vinnuvélar. Mynd: Facebook / Elín Hanna

„Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ segir Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson, sem ákvað í gær að standa í vegi fyrir vegaframkvæmdum í Ingólfsfirði á Ströndum á vegum verktakafyrirtækisins Vesturverks. Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast.

Elías segist hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég náttúrulega sagði honum að hætta þessu. Ég sagði: Ég fer ekkert undan skóflunni. Þú mátt alveg ráða því hvað það tekur langan tíma.“

Hann harmar þó að viðmótsþýður vegagerðarmaður hafi orðið fyrir. „Hann tók þessu af ótrúlega mikilli ró. Hann sagði: Ég ætla mér ekkert að vinna í nótt. Þannig að ég er að hætta og þá er kannski best að ég hætti bara. Hann var nú kurteis karlgreyið, en ég var kannski aðeins æstari.“

Forsenda virkjanaframkvæmda

Fyrirtækið Vesturverk rær öllum árum að því að hefja virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, kenndar við Hvalá. Til þess hlaut félagið framkvæmdaleyfi vegna vegavinnu, í samvinnu við Vegagerðina. „Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára,“ sagði í tilkynningu félagsins 20. júní síðastliðinn.

Eftir að landeigendur í Drangavík, norðan við virkjunarsvæðið, kærðu deiliskipulag og framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar í vikubyrjun á þeim forsendum að þeir væru í reynd eigendur hluta virkjanasvæðisins, hóf Vesturverk engu að síður framkvæmdir við veginn í aðdraganda undirbúnings fyrir rannsóknarboranir og tilheyrandi þungaumferð um svæðið.

Vill vernda víðernin

Ástæðan fyrir því að Elías leggst gegn framkvæmdunum með svo áþreifanlegum hætti er að hann telur að óafturkræfur skaði verði af þeim fyrir ósnortin víðerni og landslag sem hafi gildi fyrir almenning til framtíðar. Þær áhyggjur eru að hluta undirbyggðar í mati Skipulagsstofnunar, sem segir framkvæmdirnar hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif, en sveitarstjórn Árneshrepps styður framkvæmdirnar og fengu virkjanasinnar nauma kosningu í sveitarstjórnarkosningum í fyrra.

Elías segir að nýhafnar vegaframkvæmdir muni gerbreyta Ingólfsfirði og Ófeigsfirði.

„Hann verður ristur á hol.“

„Hann verður ristur á hol. Hann verður skorinn í sundur, bæði sunnan megin og yfir eyrarnar, og á ská niður,“ segir hann um Ingólfsfjörð. „Þar verður allt sprengt í tætlur. Þetta eru hryðjuverk. Þetta ætla þeir að gera fyrir rannsóknarvinnu. Þeir ætla sér að eyðileggja eins mikið og þeir geta til þess að segja: „Það er búið að skemma þetta.“ Það verður bara að koma í veg fyrir þetta. Ég veit ekki hvernig á að gera það, en það verður að gera það.“

Núverandi vegur er í reynd slóði sem liggur með landslaginu og að hluta rétt ofan við flæðarmálið í fjörunni, en hann var lagður á áttunda áratugnum.

„Hann er barn síns tíma. Það má alveg slétta veginn, en við viljum ekki vera að breikka hann fyrir búkollur og svoleiðis.“

Víðernin á virkjanasvæðinuEin stærstu ósnortnu víðerni Íslands má finna á svæðinu, en framkvæmdirnar munu skerða þau.

Lofað bættum innviðum

Elías ólst upp á Dröngum, en foreldrar hans fluttu þangað frá Seljanesi, milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar, árið 1953. Foreldra hans brugðu síðar búi á sjöunda áratugnum, en alla tíð síðan hefur Elías komið heim, milli þess sem hann hefur vetursetu sunnar, undanfarið á Akranesi, en senn í Garðabæ. Á sumrin rær hann til fiskjar á smábát og gistir í bátnum við Norðurfjörð, milli þess sem hann dvelur á uppeldisstað sínum Dröngum, rétt norðan við Drangaskörð.

Framkvæmdir við Hvalárvrkjun munu valda því að eitt stærsta ósnortna víðerni Íslands og Evrópu skerðist verulega. Samhliða því munu nokkrir fossar rýrna verulega. Sveitarfélagið er klofið í afstöðu sinni til framkvæmdanna, en sveitarstjórinn styður þær og telur að Árneshreppur muni hagnast töluvert á framkvæmdum og fasteignagjöldum í kjölfarið. Auk þess hefur verktakafyrirtækið Vesturverk boðað fjárframlög til framkvæmda við skólahúsnæði og kynnt að líklegur hluti afleiðinga virkjanaframkvæmdanna verði lagning ljósleiðara, hitaveitu og þriggja fasa rafmagns í sveitina.

Framkvæmdirnar í gærElías Svavar tók sér stöðu andspænis gröfunni.

Tekist á um almannahagsmuni

Elías telur að fáir á svæðinu muni hagnast á virkjanaframkvæmdunum, auk þess sem almenningur muni þurfa að borga fyrir tengivirki og lagningu raflína. Tekjur sveitarfélagsins af fasteignagjöldum vegna stöðvarhússins muni leiða til þess að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga minnki á móti. Og störfin verði fá, það verði fyrst og fremst erlendir starfsmenn starfsmannaleigu að vinna við framkvæmdirnar á heiðinni.

Sjálfur hefði hann geta fengið bita af kökunni. „Okkur var boðið í þetta partý. Við sögðum bara nei, takk. Þeir vildu fá vatn á svæðinu hjá okkur líka. Vesturverk bað um viðræður við okkur. Við bara önsuðum ekki. Við stefnum að því að friða Drangana. Þú gerir ekki allt fyrir peninga,“ segir Elías, sem telur almannahagsmunum best borgið með því að vernda víðernin fyrir framkvæmdum, jafnvel þótt vegir haldist frumstæðir.

„Þetta er sjarminn,“ segir hann, fljótandi á trillu úti fyrir Trékyllisvík með rúmlega 700 kíló af afla dagsins innanborðs.

Samkvæmt heimildir Stundarinnar er í kvöld verið að flytja stærri gröfu norður eftir Strandavegi í átt að Ingólfsfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár