Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

34 vændiskaupamál í ár

Sex slík mál höfðu kom­ið upp á sama tíma og í fyrra. Fá mál­anna leiða til refs­ing­ar.

34 vændiskaupamál í ár

34 mál hafa komið upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári þar sem grunur er um kaup á vændi. Á sama tíma í fyrra höfðu komið upp sex sambærileg mál. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Miðað er við dagsetningu brots í þessum málum, en oft koma þau til afgreiðslu löngu eftir að brot var framið. Á árinu 2017 komu upp 29 mál þar sem grunur var um kaup á vændi á starfssvæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2018 voru þau aðeins níu, sé miðað við dagsetningu brota.

Árið 2017 voru greiddar sektir í níu málum. Ekkert málanna fór í ákærumeðferð, en þrjú þeirra eru enn til rannsóknar. Af þeim sem komu upp árið 2018 voru greiddar sektir í tveimur málum, eitt fór til ákærumeðferðar og þrjú mál eru enn til rannsóknar. Í svari lögreglunnar kom einnig fram að á árunum 2010 til 2018 hefðu 96% sakborninga í málunum verið með íslenskt ríkisfang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár