Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gríðarleg reiði meðal femínista vegna afstöðu Amnesty

Stjórn­mála­menn af vinstri­vængn­um gagn­rýna hug­mynd­ir um af­glæpa­væð­ingu vænd­is harð­lega og fjöldi fólks hef­ur hætt að styrkja Am­nesty In­ternati­onal. Skipt­ar skoð­an­ir eru um sænsku leið­ina, lög­leið­ingu vænd­is og hvernig lág­marka megi skað­ann af iðn­að­in­um.

Gríðarleg reiði meðal femínista vegna afstöðu Amnesty

Hneykslunaralda fór um netheima, bæði á Íslandi og erlendis, eftir að Amnesty International samþykkti tillögu um að beita sér fyrir afglæpavæðingu vændis á heimsþingi hreyfingarinnar í Dublin í gær. Einnig hefur þó fjöldi fólks og samtaka lýst yfir eindregnum stuðningi við afstöðu hreyfingarinnar og fagnað ákvörðun gærdagsins.

Hjá stjórn Amnesty tekur nú við vinna sem miðar að því að móta stefnu um að fólki í kynlífsiðnaði sé tryggð vernd gagnvart misnotkun, mansali og ofbeldi og að refsingum sé aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar.  

Skiptar skoðanir eru um hvernig löggjafinn skuli nálgast vændi. Árið 2009 samþykkti Alþingi Íslendinga lög um bann við kaupum, en ekki sölu, á vændi og fetaði þannig í fótspor Svía og Norðmanna. Í Danmörku er hvorki refsivert að stunda né kaupa vændisþjónustu og í Finnlandi eru kaup á vændi bönnuð að hluta til. Alls staðar á Norðurlöndum liggur bann við því að þriðji aðili hagnist á vændi, en í Danmörku er bannið þó ekki jafn víðtækt og á hinum Norðurlöndunum.

„Skýr skilaboð“ og valdaójafnvægið

Þau rök sem oftast eru færð fyrir sænsku leiðinni eru þrenns konar. Í fyrsta lagi er því haldið fram að vændi sé birtingarmynd kynferðisofbeldis og eigi að vera bannað eins og annað ofbeldi. Í öðru lagi er hvatt til þess að löggjafinn sendi skýr skilaboð um að vændi sé ekki atvinnugrein heldur siðferðilega óréttmætur gjörningur

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu