Hneykslunaralda fór um netheima, bæði á Íslandi og erlendis, eftir að Amnesty International samþykkti tillögu um að beita sér fyrir afglæpavæðingu vændis á heimsþingi hreyfingarinnar í Dublin í gær. Einnig hefur þó fjöldi fólks og samtaka lýst yfir eindregnum stuðningi við afstöðu hreyfingarinnar og fagnað ákvörðun gærdagsins.
Hjá stjórn Amnesty tekur nú við vinna sem miðar að því að móta stefnu um að fólki í kynlífsiðnaði sé tryggð vernd gagnvart misnotkun, mansali og ofbeldi og að refsingum sé aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar.
Skiptar skoðanir eru um hvernig löggjafinn skuli nálgast vændi. Árið 2009 samþykkti Alþingi Íslendinga lög um bann við kaupum, en ekki sölu, á vændi og fetaði þannig í fótspor Svía og Norðmanna. Í Danmörku er hvorki refsivert að stunda né kaupa vændisþjónustu og í Finnlandi eru kaup á vændi bönnuð að hluta til. Alls staðar á Norðurlöndum liggur bann við því að þriðji aðili hagnist á vændi, en í Danmörku er bannið þó ekki jafn víðtækt og á hinum Norðurlöndunum.
„Skýr skilaboð“ og valdaójafnvægið
Þau rök sem oftast eru færð fyrir sænsku leiðinni eru þrenns konar. Í fyrsta lagi er því haldið fram að vændi sé birtingarmynd kynferðisofbeldis og eigi að vera bannað eins og annað ofbeldi. Í öðru lagi er hvatt til þess að löggjafinn sendi skýr skilaboð um að vændi sé ekki atvinnugrein heldur siðferðilega óréttmætur gjörningur
Athugasemdir