Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Engillinn sem villtist af leið

Of­beld­is­menn­irn­ir brutu sér leið inn í lík­ama Krist­ín­ar Gerð­ar Guð­munds­dótt­ur þar sem þeir sátu eft­ir og héldu áfram að meiða hana þar til hún gafst upp og svipti sig lífi. Fram að því hafði hún bar­ist bar­áttu hinna sterku, með hug­sjón æsk­unn­ar að vopni, um að of­beld­ið myndi ekki sigra og hún yrði sterk­ari en allt það ljót­asta sem fyr­ir hana kom. Berg­lind Ósk Guð­munds­dótt­ir seg­ir sögu syst­ur sinn­ar, sem verð­ur alltaf henn­ar Súperm­an.

Engillinn sem villtist af leið

„Ein nótt enn. 20. apríl.

Skrýtið hversu margt fer í gegnum huga manns og hjarta dagana fyrir dauðann. En það er ekki hægt að skrifa um það. Um það eru ekki til orð.”

 

Aðfaranótt 20. apríl arkar Kristín Gerður Guðmundsdóttir um gólf í íbúðinni þar sem hún býr á Óðinsgötu, í gömlu múrklæddu timburhúsi, falið í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur. Það er myrkur úti en hún getur ekki sofið, er full angistar og ótta, skelfingu lostin yfir því sem koma skal.

Í sex ár hefur hún verið í bata frá fíkniefnaneyslu og barist við að skapa sér betra líf. En sama hversu mikið hún reynir, hversu harða baráttu hún heyir, er hún alltaf dregin aftur niður í myrkrið. Djöflar fortíðarinnar sleppa tökunum ekki svo auðveldlega. Hún er orðin veik og úrkula vonar.

Kristín Gerður reynir að róa taugarnar með því að skrifa hugsanir sínar niður í dagbók. Í huga hennar eru aðeins þrír valkostir í þessari stöðu og enginn þeirra góður; að lifa með geðveiki, falla aftur í fíkniefnaneyslu eða deyja. Hún hefur ákveðið að deyja.

Hún ákallar guð og englana, ef þeir eru til, biður þá um að vera hjá sér og passa upp á að hún rati til þeirra, að þeir leyfi henni að fá frið – ást og bros á vör. Hún útskýrir að hún hafi ekki val, hún verði að deyja og biður þá um að hjálpa sér. Henni finnst erfitt að deyja ein, helst hefði hún viljað hafa sína nánustu hjá sér, að þeir gætu haldið í hönd hennar og veitt henni styrk. En hún getur ekki beðið um það, þess í stað hefur hún forðast samskipti við þá síðustu daga. Það er of erfitt að halda andlitinu gagnvart þeim og tala við þá þegar henni líður svona, þegar hún ein veit hvað er í vændum. Með sínum hætti hefur hún þó reynt að kveðja.

 

20. apríl rennur upp, klukkan er orðin eitt. „Nú þarf ég að sýna meiri styrk og hugrekki en ég hef nokkru sinni þurft að gera. Það er nótt.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár