Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
„Ég var hræðilega veik,“ segir kona sem birtir samskipti sín við Einar Hermannsson fráfarandi formann SÁÁ og lýsir því að hann hafi greitt fyrir afnot af líkama hennar á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn samtakanna.
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð
„Þetta er mín saga,“ segir Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, sem kallar eftir aðgerðum varðandi starfsemi SÁÁ. „Ég hef heyrt óteljandi aðrar, orðið vitni af enn öðru.“
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Fráfarandi formaður SÁÁ keypti vændisþjónustu af fíknisjúklingi
Einar Hermannsson, sem síðdegis sagði af sér formennsku í SÁÁ vegna vændismáls, keypti á árunum 2016 til 2018 vændisþjónustu af konu sem var í mikilli fíkniefnaneyslu og hafði verið og er núna skjólstæðingur SÁÁ. Stundin hefur undir höndum gögn sem staðfesta þetta.
Fréttir
Féll tíu metra og varð fíkill
Svanur Heiðar Hauksson hefur síðustu fjörutíu ár verið kvalinn hvern einasta dag eftir að hann féll fram af húsþaki. Flest sem gat brotnað í líkama hans brotnaði og við tók áralöng dvöl á sjúkrahúsum. Þegar hann komst á fætur leitaði hann á náðir áfengis til að milda kvalirnar en eftir áralanga drykkju tókst honum loks að losna undan áfengisbölinu. Hann veitir nú öldruðu fólki með vímuefnavanda aðstoð og segist ætla að sinna því meðan hann „heldur heilsu“.
ViðtalSpilafíkn á Íslandi
Þetta fer allt í kassana
Það er sorglegt að horfa upp á duglega menn vinna hörðum höndum fyrir góðum launum og vita svo til þess að þau fari meira eða minna í spilakassa. Þetta segir byggingaverktaki á höfuðborgarsvæðinu sem vill koma á fót úrræði fyrir útlendinga með spilavanda.
FréttirSpilafíkn á Íslandi
Virkilega sorglegt að horfa upp á fólk í þessum aðstæðum
„Þegar fólk kom og bað mig um að stoppa spilamennsku hjá fjölskyldumeðlimi eða vini var fátt sem ég gat gert. Þetta er lögleg starfsemi og það er ekki hægt að hindra fullorðið fólk í því sem það vill gera.“ Þetta segir fyrrverandi starfsmaður á spilakassastað. Framkvæmdastjóri Íslandsspila segir að allir starfsmenn fái fræðslu um spilafíkn og spilavanda.
ViðtalSpilafíkn á Íslandi
Spilin taka allt
Georg F. Ísaksson er óvirkur spilafíkill, en um áratuga skeið spilaði hann fjárhættuspil, stundaði veðmál og sótti spilakassastaði. Hann hefur barist við aðrar fíknir, en segir spilafíknina erfiðasta viðureignar.
Aðsent
Kristín I. Pálsdóttir
Óásættanleg meðferð á sjúkragögnum og lítilsvirðing við viðkvæman hóp
„Það er vægast sagt alvarlegt að ekki sé borin meiri virðing fyrir þeim viðkvæma hópi sem þarf að reiða sig á þjónustu SÁÁ.“
Pistill
Kári Stefánsson
Bréf til heilbrigðisráðherra Íslands
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ávarpar Svandísi Svavarsdóttur og gagnrýnir hana fyrir að taka þátt í að veitast að SÁÁ. Telur gagnrýnina markast af misskilningi á sósíalískri hugmyndafræði.
Fréttir
Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“
Maður á þrítugsaldri skráði sig út af Vogi og leitaði til fíknigeðdeildar sem var lokuð í sumar. Hann komst ekki strax aftur inn hjá SÁÁ og lést í ágúst. Móðir hans segir fordóma ríkja gagnvart fólki með lyfjafíkn.
Fréttir
Skortur á umhyggju og áhuga á þeim sem sprauta sig
Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir hærra götuverð á morfínskyldum lyfjum leiða til örvæntingar hjá þeim sem nota þau í æð. Átak til að minnka magn af lyfjunum í umferð hafi gert stöðu viðkvæmasta hópsins verri. Nauðsynlegt sé að koma á fót skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð að erlendri fyrirmynd.
FréttirHeilbrigðismál
Geta ekki tryggt öryggi ungmenna á Vogi og hætta að taka við þeim
SÁÁ hættir að taka við ungmennum undir 18 ára aldri á sjúkrahúsið Vog. Samtökin vilja axla ábyrgð á skaða sem börn hafa orðið fyrir í meðferð og segjast ekki geta tryggt öryggi þeirra. SÁÁ hefur áður afskrifað slíka gagnrýni.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.