Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórn Jónshúss sendir forsætisnefnd erindi um notkun Samherja á húsinu

Eig­in­mað­ur for­stöðu­manns Jóns­húss, Hrann­ar Hólm, skráði dótt­ur­fé­lag Kýp­ur­fé­lags Sam­herja til heim­il­is í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn. Sam­herji stund­ar fisk­veið­ar í Afr­íku og not­ar Kýp­ur sem milli­lið í við­skipt­un­um vegna skatta­hag­ræð­is. Hrann­ar hef­ur beð­ið stjórn Jóns­húss af­sök­un­ar á gerð­um sín­um.

Stjórn Jónshúss sendir forsætisnefnd erindi um notkun Samherja á húsinu
Stjórnin útskýrir málið Stjórn Jónshúss hefur sent forsætisnefnd Alþingis, sem Steingrímur J. Sigfússon fer fyrir sem formaður, erindi um af hverju útgerðarrisinn Samherji var með eignarhaldsfélag í eigu félags síns á lágskattasvæðinu Kýpur skráð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Stjórn Jónshúss í Kaupmannahöfn hefur sent forsætisnefnd Alþingis útskýringar á því af hverju þessi eign íslenska ríkisins var notuð til að hýsa eignarhaldsfélag sem er í eigu Kýpurfélags Samherja, Esju Shipping, á árunum 2017 og 2018.  Erindi stjórnarinnar barst til forsætisnefndar á föstudaginn og er það skrifað af Þorsteini Magnússyni, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis og formanni stjórnar Jónshúss. Félagið heitir Tindholmur Dk Aps. 

Stundin sagði í síðustu viku frá notkuninni á Jónshúsi, sem var heimili Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu hans, þegar þau bjuggu í Kaupmannahöfn á nítjándu öld. 

Ekki liggur hins vegar ennþá fyrir af hverju Samherji vildi stofna félag í Danmörku og notaði til þess heimilisfang Jónshúss í gegnum Hrannar Hólm, viðskiptaráðgjafa og körfuboltaþjálfara sem jafnframt er eiginmaður forstöðumanns Jónshúss.

Þetta er ekki útskýrt í bréfi stjórnar Jónshúss til forsætisnefndar enda virðist Hrannar ekki hafa vitað þetta sjálfur. „Ég vil svo sem ekki vera að tjá mig um þetta,“ sagði hann við Stundina. „Það er ekki mitt að gera það, finnst mér. Ég var bara að aðstoða þarna. En það gerðist aldrei neitt með þetta félag. Ég gæti bara sagt eitthvað rangt því ég veit það ekki almennilega og var bara ráðinn til að stofna þetta. Ég vil bara segja sem minnst af því ég man þetta ekki alveg. Það er svo mikið um alls konar svona hluti, verið að gera og græja, og ég man þetta bara ekki.“

AfsökunarbeiðniHrannar Hólm hefur beðið afsökunar á að hafa selt Samherja afnot af heimilisfang Jónshúss.

Baðst afsökunar

Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Hrannar hafi beðist afsökunar á því að hafa notað Jónshús sem heimilisfang þessa dótturfélags Kýpurfélags Samherja. Danska félagið var stofnað árið 2016  og var því slitið í fyrra án þess að nein starfsemi væri nokkru sinni í því.

„Hrannar viðurkenndi í samtali við undirritaðan að skráning félagsins í Jónshúsi hefði verið mistök og hugsunarleysi af hans hálfu og að hann hefði átt að finna aðra leið en að nota Øster Voldgade 12 sem heimilisfang og hefur hann beðist afsökunar á þessum gjörningi.“

Eins og Stundin hefur fjallað um notar Samherji Kýpur sem miðpunkt alþjóðlegra viðskipta sinna, meðal annars til að halda utan um eignarhald á útgerð í Afríku og selja þaðan fisk til landa í álfunni. Mikil viðskipti eiga sér stað á milli Kýpurfélaga Samherja og annarra félaga í eigu Samherja víðs vegar um heiminn, einnig á Íslandi, eins og greint hefur verið frá í blaðinu. Danska félagið átti því væntanlega að vera liður í þessu fyrirtækjaneti Samherja en útgerðin frá Akureyri á annað samnefnt dótturfélag í Færeyjum sem einnig er notað í alþjóðlegum viðskiptum Samherja. 

Bréfið í heild sinni

Bréf Þorsteins Magnússonar, formanns stjórnar Jónshúss, er birt hér í heild sinni:

„Til forsætisnefndar.

            Í dag birtist í prentútgáfu blaðsins Stundarinnar frétt undir fyrirsögninni „Dótturfélag Kýpurfélags Samherja skráð í Jónshúsi“          

            Í fréttinni segir að eignarhaldsfélag Samherja hafi átt danskt dótturfélag sem skrá var í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í Kaupmannahöfn og að stofnandi félagsins hafi verið Hrannar Hólm eiginmaður Höllu Benediktsdóttur forstöðumanns Jónshúss.

Í framhaldi af fréttinni ræddi ég við Höllu og Hrannar.

            Aðalatriðin eru þessi:

            1. Hrannar á og rekur eins-manns-fyrirtæki (d. enkeltmandsvirksomhed) sem heitir KEF 11 v/Hrannar Hólm. HH starfar að ýmis konar fyrirtækjaráðgjöf, ferðamálum og þjálfun.

            2. Í nóvember 2017 tók KEF 11 að sér verkefni fyrir félag sem heitir Esja Shipping sem hefur aðsetur á Kýpur og er í eigu Sæbóls Fjárfestingafélags á Íslandi. Það félag er síðan í eigu íslensku félagana Samherja, Fjárfestingafélagsins Fjarðar og Eignarhaldsfélagsins Steins. Verkefnið sem KEF 11 tók að sér fólst meðal annars í því að stofna nýtt félag sem hét Tindhólmur. HH var stofnandi félagsins, því stofnandi með danskt lögheimili varð að vera til staðar. HH var jafnframt stjórnarmaður í Tindhólmi. Lögheimilsskráning í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) var hugsuð sem bráðabirgðaráðstöfnun til að tryggja að póstur sem bærist félaginu kæmist í réttar hendur á stofnunartíma þess, en ætlunin var að Tindhólmur mundi fljótt opna skrifstofu í Kaupmannahöfn. En áður en til þess kom að opna skrifstofu og hefja starfsemi fékk HH fyrirmæli um að slíta félaginu og tók það ferli nokkrar vikur, en búið var að slíta því í mars 2018. Félagið var því aðeins skrá með lögheimili í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í fáeina mánuði og aldrei var nein starfsemi í félaginu.

            3. Í frétt Stundarinnar er rætt við Hrannar og þar kemur líka skýrt fram að engin starfsemi hafi verið í félaginu og að búið sé að slíta því.

            4. Hrannar viðurkenndi í samtali við undirritaðan að skráning félagsins í Jónshúsi hefði verið mistök og hugsunarleysi af hans hálfu og að hann hefði átt að finna aðra leið en að nota Øster Voldgade 12 sem heimilisfang og hefur hann beðist afsökunar á þessum gjörningi.

            5. Halla forstöðumanni hússins var algjörlega ókunnugt um skráningu áðurgreinds félags í Jónshúsi. Sama gildir um stjórn Jónshúss.

            6. Þessi frétt tengist því að Stundin mun vera að rannsaka starfsemi Samherja erlendis.

            Það má bæta því við að samtök sem hafa starfsemi í Jónshúsi, t.d. kórarnir og Íslendingafélagið hafa í gegnum tíðina fengið að skrá lögheimili sitt á Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í Kaupmannahöfn, enda eru þessi samtök hluti af þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu.

            Með kveðju,

Þorsteinn Magnússon“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár