Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Baldvin svarar ekki fyrir meinta áreitni í Hagaskóla

Jón Bald­vin Hanni­bals­son svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um Stund­ar­inn­ar um hvernig hann skýri sög­ur tveggja 13 og 14 ára stúlkna sem hann kenndi í Haga­skóla. Stunda­skrá stað­fest­ir kennslu hans við bekk­inn, sem hann hafði áð­ur sagt að eng­in gögn væru til um.

Jón Baldvin svarar ekki fyrir meinta áreitni í Hagaskóla
Jón Baldvin Hannibalsson Stundatafla sannar að Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson, sem tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni á rúmlega 50 ára tímabili, segist hafa svarað öllum þeim konum sem komið hafi fram undir nafni. Hann hefur hins vegar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar um meinta áreitni sem 13 og 14 ára nemendur sem hann kenndi í Hagaskóla árið 1967 lýstu undir nafni.

Í grein í Morgunblaðinu í gær skrifar ráðherrann fyrrverandi að hann hafi eytt kvöldstund í lestur þeirra 23 frásagna sem konur hafa birt og lýsa áreitni hans. Lesturinn hafi verið þarfur vegna væntanlegra málaferla hans.

„Annars vegar voru hinar hugrökku, sem sögðu til nafns,“ skrifar Jón Baldvin. „Þeim hef ég þegar svarað. Hinar voru sýnu fleiri sem földu sig bak við nafnleynd.“

Ósatt er að Jón Baldvin hafi þegar svarað konunum sem fram komu undir nafni. Í greinaskrifum sínum og sjónvarpsviðtölum hefur hann ekki brugðist við ásökunum Margrétar Schram, mágkonu Jóns Baldvins. Margrét sagði í viðtali við Stundina að hann hefði komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri í heimsókn hjá hjónunum í Edinborg.

Þá sagðist hann ekki mundu svara Matthildi Kristmannsdóttur og Maríu Alexandersdóttur, þar sem engin gögn sýndu að hann hefði kennt þeim í Hagaskóla árið 1967 þegar kynferðisleg áreitni hans gagnvart þeim á táningsaldri mun hafa átt sér stað.

„Engin gögn fyrirfinnast um að ég hafi kennt umræddum bekk,“ skrifaði Jón Baldvin í grein í Fréttablaðinu. „Meðan svo er, hef ég ekki meira um það að segja.“

Stundatöflur sanna kennslu Jóns Baldvins við bekkinn

Stundin hefur sýnt fram á að Jón Baldvin var vissulega kennari þeirra í íslensku það skólaárið og birt gögn úr Borgarskjalasafni því til staðfestingar. Stundatöflur frá Skólaskrifstofu, sem Jón Baldvin fékk afhentar frá safninu með tölvupósti á sama tíma og Stundin, staðfesta hins vegar kennslu hans í íslensku við bekkinn 2.X veturinn 1967 til 1968. Kenndi hann bekknum sex sinnum í viku. Bekkjarlisti, sem Borgarskjalasafn afhenti einnig, staðfestir að Matthildur og María voru báðar í bekknum, auk tveggja annarra kvenna sem Stundin hefur rætt við til staðfestingar á frásögnum þeirra.

Matthildur sagði í viðtali við Stundina að hún hefði farið að kvíða fyrir tímunum hjá Jóni Baldvini, þar sem hann hafi alltaf látið hana sitja eftir eina. Loks hafi Jón Baldvin farið að færa sig upp á skaftið. „Hann hélt áfram að strjúka mér og fór að troða sér aftan á stólinn hjá mér,“ sagði hún. „Þetta var svona gamall skólastóll með algjörlega beinu baki og beinu sæti. Honum tókst að troða sér fyrir aftan mig á milli mín og stólbaksins. Ég sat alveg á nippinu á stólnum. Hann var mjög grannur á þessum árum og ég líka og þetta tókst honum að gera. Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“

María Alexandersdóttir, bekkjarsystir Matthildar, lýsti einnig því sem hún upplifði sem áreiti Jóns Baldvins í Hagaskóla. Hann hafi strokið henni óþægilega og grúft sig upp við andlit hennar, sem henni hafi þótt óþægilegt. Framkoma hans hafi bundið enda á skólagöngu hennar. „Ég hef fengið viðbjóð, algjöran viðbjóð, að hann skuli hafa komist svona langt,“ sagði María. „Maður skilur þetta ekki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár