Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Baldvin svarar ekki fyrir meinta áreitni í Hagaskóla

Jón Bald­vin Hanni­bals­son svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um Stund­ar­inn­ar um hvernig hann skýri sög­ur tveggja 13 og 14 ára stúlkna sem hann kenndi í Haga­skóla. Stunda­skrá stað­fest­ir kennslu hans við bekk­inn, sem hann hafði áð­ur sagt að eng­in gögn væru til um.

Jón Baldvin svarar ekki fyrir meinta áreitni í Hagaskóla
Jón Baldvin Hannibalsson Stundatafla sannar að Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson, sem tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni á rúmlega 50 ára tímabili, segist hafa svarað öllum þeim konum sem komið hafi fram undir nafni. Hann hefur hins vegar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar um meinta áreitni sem 13 og 14 ára nemendur sem hann kenndi í Hagaskóla árið 1967 lýstu undir nafni.

Í grein í Morgunblaðinu í gær skrifar ráðherrann fyrrverandi að hann hafi eytt kvöldstund í lestur þeirra 23 frásagna sem konur hafa birt og lýsa áreitni hans. Lesturinn hafi verið þarfur vegna væntanlegra málaferla hans.

„Annars vegar voru hinar hugrökku, sem sögðu til nafns,“ skrifar Jón Baldvin. „Þeim hef ég þegar svarað. Hinar voru sýnu fleiri sem földu sig bak við nafnleynd.“

Ósatt er að Jón Baldvin hafi þegar svarað konunum sem fram komu undir nafni. Í greinaskrifum sínum og sjónvarpsviðtölum hefur hann ekki brugðist við ásökunum Margrétar Schram, mágkonu Jóns Baldvins. Margrét sagði í viðtali við Stundina að hann hefði komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri í heimsókn hjá hjónunum í Edinborg.

Þá sagðist hann ekki mundu svara Matthildi Kristmannsdóttur og Maríu Alexandersdóttur, þar sem engin gögn sýndu að hann hefði kennt þeim í Hagaskóla árið 1967 þegar kynferðisleg áreitni hans gagnvart þeim á táningsaldri mun hafa átt sér stað.

„Engin gögn fyrirfinnast um að ég hafi kennt umræddum bekk,“ skrifaði Jón Baldvin í grein í Fréttablaðinu. „Meðan svo er, hef ég ekki meira um það að segja.“

Stundatöflur sanna kennslu Jóns Baldvins við bekkinn

Stundin hefur sýnt fram á að Jón Baldvin var vissulega kennari þeirra í íslensku það skólaárið og birt gögn úr Borgarskjalasafni því til staðfestingar. Stundatöflur frá Skólaskrifstofu, sem Jón Baldvin fékk afhentar frá safninu með tölvupósti á sama tíma og Stundin, staðfesta hins vegar kennslu hans í íslensku við bekkinn 2.X veturinn 1967 til 1968. Kenndi hann bekknum sex sinnum í viku. Bekkjarlisti, sem Borgarskjalasafn afhenti einnig, staðfestir að Matthildur og María voru báðar í bekknum, auk tveggja annarra kvenna sem Stundin hefur rætt við til staðfestingar á frásögnum þeirra.

Matthildur sagði í viðtali við Stundina að hún hefði farið að kvíða fyrir tímunum hjá Jóni Baldvini, þar sem hann hafi alltaf látið hana sitja eftir eina. Loks hafi Jón Baldvin farið að færa sig upp á skaftið. „Hann hélt áfram að strjúka mér og fór að troða sér aftan á stólinn hjá mér,“ sagði hún. „Þetta var svona gamall skólastóll með algjörlega beinu baki og beinu sæti. Honum tókst að troða sér fyrir aftan mig á milli mín og stólbaksins. Ég sat alveg á nippinu á stólnum. Hann var mjög grannur á þessum árum og ég líka og þetta tókst honum að gera. Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“

María Alexandersdóttir, bekkjarsystir Matthildar, lýsti einnig því sem hún upplifði sem áreiti Jóns Baldvins í Hagaskóla. Hann hafi strokið henni óþægilega og grúft sig upp við andlit hennar, sem henni hafi þótt óþægilegt. Framkoma hans hafi bundið enda á skólagöngu hennar. „Ég hef fengið viðbjóð, algjöran viðbjóð, að hann skuli hafa komist svona langt,“ sagði María. „Maður skilur þetta ekki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár