Samherjamálinu, rannsóknum og athugunum Seðlabanka Íslands og sérstaks saksóknara á meintum ólöglegum gjaldeyrisviðskiptum útgerðarfyrirtækisins, lauk líklega endanlega nú í byrjun nóvember með þeirri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands að Seðlabankanum hafi ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á útgerðina.
Samherjamálið snýst í einföldu máli um það hvort Samherji hafi brotið gegn gjaldeyrishaftalögum og brotið þau ákvæði um skilaskyldu á gjaldeyri sem sett voru á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Seðlabankinn gerði Samherja að greiða 15 milljóna stjórnvaldssekt vegna meintra brota á þessum lögum og reglum en Hæstiréttur dæmdi þessa sekt óheimila.
Í viðtali við Stundina árið 2015 sagði Þorsteinn Már um sakarefnin gegn sér: „Ég er ásakaður um það að pólskt fyrirtæki, sem hefur starfað frá 1996 og er með skrifstofur í Varsjá og Gdansk, hafi ekki skilað gjaldeyri að upphæð níu milljarða króna. En það eru ekki til nein gögn um þetta og enginn rökstuðningur. Ekkert. Þetta er dótturfyrirtæki Samherja …
Athugasemdir