Hvaða afleiðingar hafa upplýsingar um viðskiptaumsvif Bjarna Benediktssonar úr Glitnisskjölunum?
Skjölin sýna að Bjarni og fjölskylda hans höfðu greiðan aðgang að lánsfé í
Íslandsbanka/Glitni á árunum fyrir hrunið og að Bjarni var sjálfur, og fyrir hönd fjölskyldu, mjög virkur fjárfestir samhliða þingmennsku á árunum 2003 til 2008. Þá náðu Bjarni og fjölskylda hans að bjarga umtalsverðum eignum í aðdraganda hrunsins, bæði hlutabréfum sem þau áttu í Glitni og eins fjármunum sem voru bundnir í sjóðum eins og Sjóði 9. Samtals seldu Bjarni Benediktsson, Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, hlutabréf í Glitni og hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 fyrir 3.250 milljónir króna frá því í febrúar 2008 og fram að hruninu það ár.
Bjarni Benediktsson náði einnig sjálfur að losna undan persónulegum skuldum við bankann upp á 67 milljónir króna með snúningi þar sem lánið var fært yfir eignarhaldsfélag föður hans. …
Athugasemdir