Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Bjarni Bene­dikts­son vill ekki svara spurn­ing­um um hags­muna­skrán­ingu sína á Al­þingi. Fað­ir Bjarna er enn­þá stór hlut­hafi í tveim­ur stór­um rekstr­ar­fé­lög­um í ferða- og ræst­inga­þjón­ustu.

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Vill ekki persónugera kerfislæg vandamál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra með þeim hætti að ekki sé rétt að persónugera kerfislæg vandamál í íslensku samfélaginu á árunum 2002 til 2008 í honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hvaða afleiðingar hafa upplýsingar um viðskiptaumsvif Bjarna Benediktssonar úr Glitnisskjölunum? 

Skjölin sýna að Bjarni og fjölskylda hans höfðu greiðan aðgang að lánsfé í

Íslandsbanka/Glitni á árunum fyrir hrunið og að Bjarni var sjálfur, og fyrir hönd fjölskyldu, mjög virkur fjárfestir samhliða þingmennsku á árunum 2003 til 2008. Þá náðu Bjarni og fjölskylda hans að bjarga umtalsverðum eignum í aðdraganda hrunsins, bæði hlutabréfum sem þau áttu í Glitni og eins fjármunum sem voru bundnir í sjóðum eins og Sjóði 9. Samtals seldu Bjarni Benediktsson, Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, hlutabréf í Glitni og hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 fyrir 3.250 milljónir króna frá því í febrúar 2008 og fram að hruninu það ár.

Bjarni Benediktsson náði einnig sjálfur að losna undan persónulegum skuldum við bankann upp á 67 milljónir króna með snúningi þar sem lánið var fært yfir eignarhaldsfélag föður hans. …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ljósmæður, meðganga og hjátrú
Þjóðhættir#71

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verð­ur um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins spenn­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tveir nem­end­ur í þjóð­fræði, Birta Diljá Ög­mund­ar­dótt­ir og Kári Thayer, unnu síð­ast­lið­ið sum­ar í sam­starfi við Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safn Ís­lands, Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og Evu Þór­dísi Ebenezer­dótt­ur, doktorsnema í þjóð­fræði. Verk­efn­ið var styrkt af Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Kári og Birta segja okk­ur frá því hvernig þau nálg­uð­ust þetta verk­efni en það fólst í því að taka við­töl við ljós­mæð­ur um störf þeirra og reynslu og skoða hjá­trú sem fylg­ir því að starfa á þessu sviði. Rann­sókn­in er unn­in í beinu fram­haldi af spurn­inga­skrá sem að Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safns Ís­lands sendi ný­lega frá sér sem ber heit­ið: Með­ganga, fæð­ing og fyrstu mán­uð­ir barns­ins. Í ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu var lögð áhersla að ná ut­an um reynslu ljós­mæðra, hvernig þær upp­lifa hjá­trú í tengsl­um við störf sín og reynslu en í við­töl­un­um kom margt áhuga­vert í ljós. Þjóð­hætt­ir er hlað­varp sem fjall­ar um nýj­ar rann­sókn­ir og fjöl­breytta miðl­un í þjóð­fræði. Um­sjón hafa dr. Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir og Sig­ur­laug Dags­dótt­ir, kenn­ar­ar í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands

Mest lesið undanfarið ár