Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Stærstu styrktarað­il­ar stjórn­mála­flokks­ins Við­reisn­ar á síð­asta ári voru Sig­urð­ur Arn­gríms­son, eig­andi fjöl­mið­ils­ins Hring­braut­ar, og Helgi Magnús­son fjár­fest­ir. Fé­lög í sjáv­ar­út­vegi lögðu flokkn­um einnig til styrki, en eig­ið fé Við­reisn­ar var nei­kvætt í árs­lok.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður flokksins styrkti Viðreisn um 300 þúsund krónur í fyrra.

Eigandi fjölmiðilsins Hringbrautar og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins voru stærstu styrktaraðilar stjórnmálaflokksins Viðreisnar á síðasta ári. Alls fékk Viðreisn tæpar 12 milljónir í styrki frá lögaðilum og tæpar 10 milljónir frá einkaaðilum. Þetta kemur fram í ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun birti í dag.

Saffron Holding ehf., félag Sigurðar Arngrímssonar, sem á og rekur fjölmiðilinn Hringbraut, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Sigurður styrkti flokkinn um aðrar 400 þúsund krónur á eigin nafni. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Varðberg ehf. og um sömu upphæð úr eigin vasa. Eignarhaldsfélag Þórðar Magnússonar, stofnanda Eyrir invest, styrkti einnig um hámarksupphæð.

Eigið fé flokksins neikvætt

Viðreisn hagnaðist um tæpa eina og hálfa milljón á síðasta ári. Skuldir félagsins voru rúmar 10 milljónir króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 9 milljónir í árslok. Þingmenn flokksins voru einnig á meðal styrktaraðila, meðal annars Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður, sem styrkti flokkinn sinn um 300 þúsund krónur. Framlög undir 200 þúsund krónum frá einstaklingum námu alls sex og hálfri milljón.

Nokkur félög í sjávarútvegi styrktu einnig Viðreisn. HB Grandi, Síldarvinnslan og Brim styrktu öll um hámarksupphæð.  Önnur félög í sjávarútvegi styrktu um lægri upphæð. Þá styrkti eldislaxfyrirtækið Arctic Fish viðreisn um 100 þúsund krónur, en mikið hefur verið fjallað um félagið að undanförnu eftir að rekstrarleyfi þess var afturkallað.

Einnig styrktu nokkur félög  í ferðaþjónustu Viðreisn. Þá styrkti Egilsson ehf., sem rekur skrifstofuvöruverslunina A4, um hámarksupphæð. Það sama gerðu Fjárfesting fasteignasala, Kjarnafæði, Samskip, Síminn, Svar tækni ehf. og Kvika banki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu