Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Stærstu styrktarað­il­ar stjórn­mála­flokks­ins Við­reisn­ar á síð­asta ári voru Sig­urð­ur Arn­gríms­son, eig­andi fjöl­mið­ils­ins Hring­braut­ar, og Helgi Magnús­son fjár­fest­ir. Fé­lög í sjáv­ar­út­vegi lögðu flokkn­um einnig til styrki, en eig­ið fé Við­reisn­ar var nei­kvætt í árs­lok.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður flokksins styrkti Viðreisn um 300 þúsund krónur í fyrra.

Eigandi fjölmiðilsins Hringbrautar og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins voru stærstu styrktaraðilar stjórnmálaflokksins Viðreisnar á síðasta ári. Alls fékk Viðreisn tæpar 12 milljónir í styrki frá lögaðilum og tæpar 10 milljónir frá einkaaðilum. Þetta kemur fram í ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun birti í dag.

Saffron Holding ehf., félag Sigurðar Arngrímssonar, sem á og rekur fjölmiðilinn Hringbraut, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Sigurður styrkti flokkinn um aðrar 400 þúsund krónur á eigin nafni. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Varðberg ehf. og um sömu upphæð úr eigin vasa. Eignarhaldsfélag Þórðar Magnússonar, stofnanda Eyrir invest, styrkti einnig um hámarksupphæð.

Eigið fé flokksins neikvætt

Viðreisn hagnaðist um tæpa eina og hálfa milljón á síðasta ári. Skuldir félagsins voru rúmar 10 milljónir króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 9 milljónir í árslok. Þingmenn flokksins voru einnig á meðal styrktaraðila, meðal annars Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður, sem styrkti flokkinn sinn um 300 þúsund krónur. Framlög undir 200 þúsund krónum frá einstaklingum námu alls sex og hálfri milljón.

Nokkur félög í sjávarútvegi styrktu einnig Viðreisn. HB Grandi, Síldarvinnslan og Brim styrktu öll um hámarksupphæð.  Önnur félög í sjávarútvegi styrktu um lægri upphæð. Þá styrkti eldislaxfyrirtækið Arctic Fish viðreisn um 100 þúsund krónur, en mikið hefur verið fjallað um félagið að undanförnu eftir að rekstrarleyfi þess var afturkallað.

Einnig styrktu nokkur félög  í ferðaþjónustu Viðreisn. Þá styrkti Egilsson ehf., sem rekur skrifstofuvöruverslunina A4, um hámarksupphæð. Það sama gerðu Fjárfesting fasteignasala, Kjarnafæði, Samskip, Síminn, Svar tækni ehf. og Kvika banki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár