Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Stærstu styrktarað­il­ar stjórn­mála­flokks­ins Við­reisn­ar á síð­asta ári voru Sig­urð­ur Arn­gríms­son, eig­andi fjöl­mið­ils­ins Hring­braut­ar, og Helgi Magnús­son fjár­fest­ir. Fé­lög í sjáv­ar­út­vegi lögðu flokkn­um einnig til styrki, en eig­ið fé Við­reisn­ar var nei­kvætt í árs­lok.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður flokksins styrkti Viðreisn um 300 þúsund krónur í fyrra.

Eigandi fjölmiðilsins Hringbrautar og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins voru stærstu styrktaraðilar stjórnmálaflokksins Viðreisnar á síðasta ári. Alls fékk Viðreisn tæpar 12 milljónir í styrki frá lögaðilum og tæpar 10 milljónir frá einkaaðilum. Þetta kemur fram í ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun birti í dag.

Saffron Holding ehf., félag Sigurðar Arngrímssonar, sem á og rekur fjölmiðilinn Hringbraut, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Sigurður styrkti flokkinn um aðrar 400 þúsund krónur á eigin nafni. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Varðberg ehf. og um sömu upphæð úr eigin vasa. Eignarhaldsfélag Þórðar Magnússonar, stofnanda Eyrir invest, styrkti einnig um hámarksupphæð.

Eigið fé flokksins neikvætt

Viðreisn hagnaðist um tæpa eina og hálfa milljón á síðasta ári. Skuldir félagsins voru rúmar 10 milljónir króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 9 milljónir í árslok. Þingmenn flokksins voru einnig á meðal styrktaraðila, meðal annars Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður, sem styrkti flokkinn sinn um 300 þúsund krónur. Framlög undir 200 þúsund krónum frá einstaklingum námu alls sex og hálfri milljón.

Nokkur félög í sjávarútvegi styrktu einnig Viðreisn. HB Grandi, Síldarvinnslan og Brim styrktu öll um hámarksupphæð.  Önnur félög í sjávarútvegi styrktu um lægri upphæð. Þá styrkti eldislaxfyrirtækið Arctic Fish viðreisn um 100 þúsund krónur, en mikið hefur verið fjallað um félagið að undanförnu eftir að rekstrarleyfi þess var afturkallað.

Einnig styrktu nokkur félög  í ferðaþjónustu Viðreisn. Þá styrkti Egilsson ehf., sem rekur skrifstofuvöruverslunina A4, um hámarksupphæð. Það sama gerðu Fjárfesting fasteignasala, Kjarnafæði, Samskip, Síminn, Svar tækni ehf. og Kvika banki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár