Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Stærstu styrktarað­il­ar stjórn­mála­flokks­ins Við­reisn­ar á síð­asta ári voru Sig­urð­ur Arn­gríms­son, eig­andi fjöl­mið­ils­ins Hring­braut­ar, og Helgi Magnús­son fjár­fest­ir. Fé­lög í sjáv­ar­út­vegi lögðu flokkn­um einnig til styrki, en eig­ið fé Við­reisn­ar var nei­kvætt í árs­lok.

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður flokksins styrkti Viðreisn um 300 þúsund krónur í fyrra.

Eigandi fjölmiðilsins Hringbrautar og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins voru stærstu styrktaraðilar stjórnmálaflokksins Viðreisnar á síðasta ári. Alls fékk Viðreisn tæpar 12 milljónir í styrki frá lögaðilum og tæpar 10 milljónir frá einkaaðilum. Þetta kemur fram í ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun birti í dag.

Saffron Holding ehf., félag Sigurðar Arngrímssonar, sem á og rekur fjölmiðilinn Hringbraut, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Sigurður styrkti flokkinn um aðrar 400 þúsund krónur á eigin nafni. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, styrkti Viðreisn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Varðberg ehf. og um sömu upphæð úr eigin vasa. Eignarhaldsfélag Þórðar Magnússonar, stofnanda Eyrir invest, styrkti einnig um hámarksupphæð.

Eigið fé flokksins neikvætt

Viðreisn hagnaðist um tæpa eina og hálfa milljón á síðasta ári. Skuldir félagsins voru rúmar 10 milljónir króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 9 milljónir í árslok. Þingmenn flokksins voru einnig á meðal styrktaraðila, meðal annars Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður, sem styrkti flokkinn sinn um 300 þúsund krónur. Framlög undir 200 þúsund krónum frá einstaklingum námu alls sex og hálfri milljón.

Nokkur félög í sjávarútvegi styrktu einnig Viðreisn. HB Grandi, Síldarvinnslan og Brim styrktu öll um hámarksupphæð.  Önnur félög í sjávarútvegi styrktu um lægri upphæð. Þá styrkti eldislaxfyrirtækið Arctic Fish viðreisn um 100 þúsund krónur, en mikið hefur verið fjallað um félagið að undanförnu eftir að rekstrarleyfi þess var afturkallað.

Einnig styrktu nokkur félög  í ferðaþjónustu Viðreisn. Þá styrkti Egilsson ehf., sem rekur skrifstofuvöruverslunina A4, um hámarksupphæð. Það sama gerðu Fjárfesting fasteignasala, Kjarnafæði, Samskip, Síminn, Svar tækni ehf. og Kvika banki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár