Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir ekki hægt að halda fram­boði Braga Guð­brands­son­ar til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna til streitu fyrr en mál­ið sem Stund­in fjall­aði um á föstu­dag hef­ur ver­ið upp­lýst að fullu.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í forsíðuumfjöllun Stundarinnar á föstudag sé brýnt að niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu verði birtar opinberlega sem allra fyrst. Ekki sé hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið hafi verið upplýst að fullu. 

Stundin sló á þráðinn til Þorsteins á föstudaginn, en Þorsteinn var félags- og jafnréttisráðherra þegar kvartanir barnaverndarnefnda komu inn á borð velferðarráðuneytisins í fyrra. 

„Þetta kom þangað inn um miðjan nóvember, hálfum mánuði áður en ég fór úr ráðuneytinu. Ég setti af stað formlega rannsókn, enda taldi ég málið svo alvarlegt að rannsaka þyrfti það ofan í kjölinn. Það sem þið [Stundin] fjallið um varðar eina af þeim kvörtunum en í nóvember var málið ekki komið fram af þeirri nákvæmni sem birtist hjá ykkur. Það var hins vegar alveg ljóst að þarna var full ástæða til að fara mjög vandlega, og með formlegum hætti, yfir málið af hálfu ráðuneytisins.“

Þorsteinn segist ekki hafa haft spurnir af vinnu ráðuneytisins eftir að hann hvarf úr ráðherraembætti. Hins vegar liggi fyrir að málið var í formlegum rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins við stjórnarskiptin. 

„Þessar upplýsingar lágu að hluta til fyrir í ráðuneytinu þá, og væntanlega var fyllt upp í það síðan eftir því sem rannsókninni vatt fram. Ég held að það sé eðlileg krafa að ráðuneytið birti niðurstöður þessarar rannsóknar. Auðvitað verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum, en þarna er um að ræða formlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda. Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið hafi lokið rannsókninni og það er fullkomlega eðlileg krafa að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar,“ segir Þorsteinn. 

Hann bendir á að um er að ræða opinbera stofnun og forstjóra hennar, afskipti sem gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við hvort séu eðlileg og innan ramma hans starfsskyldna. „Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti,“ segir Þorsteinn.

„Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík
skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja
að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti“

„Ég tel mjög eðlilegt, miðað við þær upplýsingar sem þarna hafa komið fram, að niðurstöður þessarar rannsóknar verði birtar og eðlilegt af hálfu velferðarnefndar að gera kröfu um að þessari leynd verði aflétt og niðurstöðurnar komi þá skýrt fram.“

Eins og Stundin greindi frá á föstudag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði frá 31. janúar 2018. Þann 26. febrúar sagði Ásmundur Einar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að Bragi hefði ekki brotið af sér með neinum hætti og væri frambærilegur kandídat til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi velferðarnefndar tveimur dögum síðar lét Ásmundur ósagt að Bragi Guðbrandsson hefði beitt barnaverndarstarfsmann þrýstingi á sama tíma og hann átti ítrekuð samskipti við föður málsaðila og tilvísunarbréf vegna sama máls gleymdist í pósthólfi Barnahúss sem heyrði óbeint undir Braga. Þá lagði ráðherra engin gögn fyrir nefndina þótt hann hefði kallað eftir því að nefndin færi rækilega yfir málið. 

„Sé það raunin að hann hafi ekki greint nefndinni frá málinu með réttum hætti og haldið upplýsingum vísvitandi leyndum, þá er það gríðarlega alvarlegt. Sér í lagi í ljósi yfirlýsinga sinna í óundirbúnum fyrirspurnatíma tveimur dögum fyrr um að það væri mjög mikilvægt að nefndin færi mjög ítarlega yfir þetta mál,“ segir Þorsteinn. „Hann verður að standa skil á því gagnvart þinginu hver hin efnislega niðurstaða ráðuneytisins var og hverju það sætir að hann hafi ekki greint þingmönnum frá þessu á þessum tímapunkti.“

Þorsteinn segir mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Það hlýtur að vera augljós krafa að það sé enginn slíkur skuggi hangandi yfir framboði Braga til þessa mikilvæga embættis, og þá er þeim mun mikilvægara að ráðuneytið birti niðurstöður sínar í þessari rannsókn svo menn geti lagst yfir þá efnislegu niðurstöðu og þann rökstuðning sem liggur að baki,“ segir hann.

„Hann verður að standa skil á því
gagnvart þinginu hver hin efnislega
niðurstaða ráðuneytisins var“

„Ráðuneytið hlýtur að hafa farið mjög vandlega efnislega yfir þær ásakanir sem þarna eru bornar fram og tekið afstöðu til þeirra. Ég tel liggja í augum uppi að ekki er hægt að halda þessu framboði til streitu án þess að málið sé upplýst að fullu og það sé þá skýrt að þarna hafi allt verið með eðlilegum hætti – sem ég held að megi allavega setja verulegar efasemdir við, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Aðspurður hvort hann telji þetta mál eiga eitthvað sammerkt með því máli sem varð síðustu ríkisstjórn að falli segir Þorsteinn:

„Mér finnst þessi mál vera fyllilega sambærileg og þetta mál jafnvel alvarlegra ef raunin er sú að ráðherra leyndi þingið þessum upplýsingum vísvitandi, og það þrátt fyrir að hafa mætt fyrir velferðarnefnd sérstaklega til að gera grein fyrir málinu. Þeirri stöðu var aldrei til að dreifa í málinu sem kom upp í fyrra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár