Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir ekki hægt að halda fram­boði Braga Guð­brands­son­ar til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna til streitu fyrr en mál­ið sem Stund­in fjall­aði um á föstu­dag hef­ur ver­ið upp­lýst að fullu.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í forsíðuumfjöllun Stundarinnar á föstudag sé brýnt að niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu verði birtar opinberlega sem allra fyrst. Ekki sé hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið hafi verið upplýst að fullu. 

Stundin sló á þráðinn til Þorsteins á föstudaginn, en Þorsteinn var félags- og jafnréttisráðherra þegar kvartanir barnaverndarnefnda komu inn á borð velferðarráðuneytisins í fyrra. 

„Þetta kom þangað inn um miðjan nóvember, hálfum mánuði áður en ég fór úr ráðuneytinu. Ég setti af stað formlega rannsókn, enda taldi ég málið svo alvarlegt að rannsaka þyrfti það ofan í kjölinn. Það sem þið [Stundin] fjallið um varðar eina af þeim kvörtunum en í nóvember var málið ekki komið fram af þeirri nákvæmni sem birtist hjá ykkur. Það var hins vegar alveg ljóst að þarna var full ástæða til að fara mjög vandlega, og með formlegum hætti, yfir málið af hálfu ráðuneytisins.“

Þorsteinn segist ekki hafa haft spurnir af vinnu ráðuneytisins eftir að hann hvarf úr ráðherraembætti. Hins vegar liggi fyrir að málið var í formlegum rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins við stjórnarskiptin. 

„Þessar upplýsingar lágu að hluta til fyrir í ráðuneytinu þá, og væntanlega var fyllt upp í það síðan eftir því sem rannsókninni vatt fram. Ég held að það sé eðlileg krafa að ráðuneytið birti niðurstöður þessarar rannsóknar. Auðvitað verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum, en þarna er um að ræða formlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda. Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið hafi lokið rannsókninni og það er fullkomlega eðlileg krafa að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar,“ segir Þorsteinn. 

Hann bendir á að um er að ræða opinbera stofnun og forstjóra hennar, afskipti sem gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við hvort séu eðlileg og innan ramma hans starfsskyldna. „Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti,“ segir Þorsteinn.

„Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík
skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja
að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti“

„Ég tel mjög eðlilegt, miðað við þær upplýsingar sem þarna hafa komið fram, að niðurstöður þessarar rannsóknar verði birtar og eðlilegt af hálfu velferðarnefndar að gera kröfu um að þessari leynd verði aflétt og niðurstöðurnar komi þá skýrt fram.“

Eins og Stundin greindi frá á föstudag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði frá 31. janúar 2018. Þann 26. febrúar sagði Ásmundur Einar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að Bragi hefði ekki brotið af sér með neinum hætti og væri frambærilegur kandídat til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi velferðarnefndar tveimur dögum síðar lét Ásmundur ósagt að Bragi Guðbrandsson hefði beitt barnaverndarstarfsmann þrýstingi á sama tíma og hann átti ítrekuð samskipti við föður málsaðila og tilvísunarbréf vegna sama máls gleymdist í pósthólfi Barnahúss sem heyrði óbeint undir Braga. Þá lagði ráðherra engin gögn fyrir nefndina þótt hann hefði kallað eftir því að nefndin færi rækilega yfir málið. 

„Sé það raunin að hann hafi ekki greint nefndinni frá málinu með réttum hætti og haldið upplýsingum vísvitandi leyndum, þá er það gríðarlega alvarlegt. Sér í lagi í ljósi yfirlýsinga sinna í óundirbúnum fyrirspurnatíma tveimur dögum fyrr um að það væri mjög mikilvægt að nefndin færi mjög ítarlega yfir þetta mál,“ segir Þorsteinn. „Hann verður að standa skil á því gagnvart þinginu hver hin efnislega niðurstaða ráðuneytisins var og hverju það sætir að hann hafi ekki greint þingmönnum frá þessu á þessum tímapunkti.“

Þorsteinn segir mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Það hlýtur að vera augljós krafa að það sé enginn slíkur skuggi hangandi yfir framboði Braga til þessa mikilvæga embættis, og þá er þeim mun mikilvægara að ráðuneytið birti niðurstöður sínar í þessari rannsókn svo menn geti lagst yfir þá efnislegu niðurstöðu og þann rökstuðning sem liggur að baki,“ segir hann.

„Hann verður að standa skil á því
gagnvart þinginu hver hin efnislega
niðurstaða ráðuneytisins var“

„Ráðuneytið hlýtur að hafa farið mjög vandlega efnislega yfir þær ásakanir sem þarna eru bornar fram og tekið afstöðu til þeirra. Ég tel liggja í augum uppi að ekki er hægt að halda þessu framboði til streitu án þess að málið sé upplýst að fullu og það sé þá skýrt að þarna hafi allt verið með eðlilegum hætti – sem ég held að megi allavega setja verulegar efasemdir við, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Aðspurður hvort hann telji þetta mál eiga eitthvað sammerkt með því máli sem varð síðustu ríkisstjórn að falli segir Þorsteinn:

„Mér finnst þessi mál vera fyllilega sambærileg og þetta mál jafnvel alvarlegra ef raunin er sú að ráðherra leyndi þingið þessum upplýsingum vísvitandi, og það þrátt fyrir að hafa mætt fyrir velferðarnefnd sérstaklega til að gera grein fyrir málinu. Þeirri stöðu var aldrei til að dreifa í málinu sem kom upp í fyrra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár