Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar

Banda­rík­in sögð sam­sek í þjóð­ern­is­hreins­un­um Er­dog­ans vegna „hjáróma gagn­rýni“ Trump-stjórn­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur ekki for­dæmt hern­að Tyrkja gegn Kúr­d­um op­in­ber­lega þótt fregn­ir hafi borist af því að Ís­lend­ing­ur hafi fall­ið í að­gerð­un­um.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar
Fordæma hernað Tyrkja Fjöldi fræðimanna fordæmir í opnu bréfi framferði Tyrkja í hernaði þeirra gegn Kúrdum í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands. Jafnframt segja þeir Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans Tyrklandsforseta, sökum þess að ríkisstjórn Donalds Trumps hafi ekki brugðist við hernaðinum og komið bandamönnum sínum í baráttunni gegn ISIS, Kúrdum, til hjálpar.

Árás Tyrkja á Afrin-hérað í norðurhluta Sýrlands er skýrt brot á alþjóðalögum rétt eins og þeir stríðsglæpir sem ríkisstjórn Bashar al-Assads í Sýrlandi hefur gerst sek um. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa með hjáróma og veigalitlum mótmælum sínum á framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi gerst meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans forseta Tyrklands. Einangra verður Tyrkland efnahagslega, diplómatískt og hernaðalega þar til hersveitir þess verða kallaðar til baka frá norðurhluta Sýrlands.

Mannúðarsinnaðir fræðimenn fordæma Trump

Þetta er efnislegt innihald opins bréfs sem ritað er af Neyðarnefndinni fyrir Rojava, félagsskap stofnuðum af hópi mannúðarsinnaðra fræðimanna víðs vegar að úr heiminum, með það að markmiði að hefja alþjóðlega herferð til stuðnings Kúrdum og til hjálpar Afrin-héraði.

Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Noam Chomsky, einn áhrifamesti málvísindamaður og samfélagsrýnir samtímans; Gloria Steinem, blaðamaður og einn þekktasti femíniski aðgerðarsinni heims; Judith Butler, þekktur femínískur heimspekingur, Sally Haslanger, prófessor í sálfræði sem hefur verið leiðandi í kvenna- og kynjafræðum undanfarin ár; Michael Walzer, heiðursprófessor í félagsvísindum sem er meðal annars höfundur bókarinnar Just and Unjust Wars; David Graeber, prófessor í mannfræði og anarkískur aktívisti; og Íslendingurinn Ásta Kristjana Sveinsdóttir, dósent í heimspeki við San Fransisco-háskóla.

Í bréfinu er rakið hvernig kúrdískar hersveitir SDF áttu mestan þátt í að ná sýrlensku borginni Raqqa úr höndum ISIS og að eftir það hafi menn talið hryðjuverkasamtökin svo gott sem sigruð. Í janúar réðust hins vegar tyrkneskar hersveitir inn í Afrin, sem er eitt þriggja héraða sem saman mynda Rojava, svæði sem er undir stjórn Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Það olli því að hermenn Kúrda sáu sig tilneydda að snúa heim til Afrin til að verjast tyrkneska hernum. Borgin Afrin féll eftir miklar loftárásir 18. mars síðastliðinn og olli það enn frekari hörmungum fyrir íbúa borgarinnar sem neyddust til að flýja undan hersveitum Tyrkja og Þjóðarhers Sýrlands.

„Margir þeirra sem flýðu Afrin sofa nú undir berum himni eða í tjaldborgum, án helstu nauðþurfta,“ segir í bréfinu. Þeir sem urðu eftir verða nú fyrir mismunum á grundvelli þjóðernis og kynferðislegu ofbeldi, líkt og ISIS sýndi af sér í Írak.

Engin ástæða var fyrir árásinni á Afrin segja bréfritarar enda hafi Afrin verið friðsamur griðastaður fyrir tugi þúsunda flóttamanna. Tyrkir haldi því hins vegar fram að ógn hafi staðið af Rojava því fólkið sem þar stýrir málum, Kúrdar sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna á baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi, séu „hryðjuverkamenn“.

Árás Tyrkja á Afrin er brot á alþjóðalögum og Bandaríkjastjórn hefur aðeins mótmælt framferði þeirra með lágróma röddu. Af þeim sökum, segja bréfritarar, eru Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans og áætlunum hans um að hrekja Kúrda burt af því svæði í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa búið árhundruðum saman. Til að stöðva þetta brjálæði verði að einangra Tyrkland efnahagslega, pólitískt og hernaðarlega.

Íslensk stjórnvöld gagnrýna ekki hernað Tyrkja opinberlega

Guðlaugur Þór Þórðarson

Í samhengi við þessa hörðu gagnrýni fræðafólks á Tyrki og aðgerðarleysi ríkisstjórnar Donalds Trumps í Bandaríkjunum má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt hernað Tyrkja í Rojava með afgerandi hætti. Þó hafa borist fregnir af því að Haukur Hilmarsson, íslenskur aktívisti, hafi fallið í aðgerðum Tyrkja.

Einu heimildir um að Ísland hafi hreyft mótbárum við aðgerðum Tyrkja eru þær að Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, lýsti því við fréttavefinn Eyjuna að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði eftir diplómatískum leiðum fordæmt framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Þá svaraði Guðlaugur Þór því einnig til í fyrirspurnartíma á Alþingi 22. mars síðastliðinn að það hefði hann gert fáeinum dögum eftir að hernaðurinn hófst 20. janúar síðastliðinn, og þá beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi.

Framferði Tyrkja hefur ekki verið fordæmt opinberlega af hálfu íslenskra stjórnvalda, svo sem í formi yfirlýsinga eins og dæmi eru um að gert sé vegna hernaðaraðgerða.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár