Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar

Banda­rík­in sögð sam­sek í þjóð­ern­is­hreins­un­um Er­dog­ans vegna „hjáróma gagn­rýni“ Trump-stjórn­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur ekki for­dæmt hern­að Tyrkja gegn Kúr­d­um op­in­ber­lega þótt fregn­ir hafi borist af því að Ís­lend­ing­ur hafi fall­ið í að­gerð­un­um.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar
Fordæma hernað Tyrkja Fjöldi fræðimanna fordæmir í opnu bréfi framferði Tyrkja í hernaði þeirra gegn Kúrdum í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands. Jafnframt segja þeir Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans Tyrklandsforseta, sökum þess að ríkisstjórn Donalds Trumps hafi ekki brugðist við hernaðinum og komið bandamönnum sínum í baráttunni gegn ISIS, Kúrdum, til hjálpar.

Árás Tyrkja á Afrin-hérað í norðurhluta Sýrlands er skýrt brot á alþjóðalögum rétt eins og þeir stríðsglæpir sem ríkisstjórn Bashar al-Assads í Sýrlandi hefur gerst sek um. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa með hjáróma og veigalitlum mótmælum sínum á framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi gerst meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans forseta Tyrklands. Einangra verður Tyrkland efnahagslega, diplómatískt og hernaðalega þar til hersveitir þess verða kallaðar til baka frá norðurhluta Sýrlands.

Mannúðarsinnaðir fræðimenn fordæma Trump

Þetta er efnislegt innihald opins bréfs sem ritað er af Neyðarnefndinni fyrir Rojava, félagsskap stofnuðum af hópi mannúðarsinnaðra fræðimanna víðs vegar að úr heiminum, með það að markmiði að hefja alþjóðlega herferð til stuðnings Kúrdum og til hjálpar Afrin-héraði.

Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Noam Chomsky, einn áhrifamesti málvísindamaður og samfélagsrýnir samtímans; Gloria Steinem, blaðamaður og einn þekktasti femíniski aðgerðarsinni heims; Judith Butler, þekktur femínískur heimspekingur, Sally Haslanger, prófessor í sálfræði sem hefur verið leiðandi í kvenna- og kynjafræðum undanfarin ár; Michael Walzer, heiðursprófessor í félagsvísindum sem er meðal annars höfundur bókarinnar Just and Unjust Wars; David Graeber, prófessor í mannfræði og anarkískur aktívisti; og Íslendingurinn Ásta Kristjana Sveinsdóttir, dósent í heimspeki við San Fransisco-háskóla.

Í bréfinu er rakið hvernig kúrdískar hersveitir SDF áttu mestan þátt í að ná sýrlensku borginni Raqqa úr höndum ISIS og að eftir það hafi menn talið hryðjuverkasamtökin svo gott sem sigruð. Í janúar réðust hins vegar tyrkneskar hersveitir inn í Afrin, sem er eitt þriggja héraða sem saman mynda Rojava, svæði sem er undir stjórn Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Það olli því að hermenn Kúrda sáu sig tilneydda að snúa heim til Afrin til að verjast tyrkneska hernum. Borgin Afrin féll eftir miklar loftárásir 18. mars síðastliðinn og olli það enn frekari hörmungum fyrir íbúa borgarinnar sem neyddust til að flýja undan hersveitum Tyrkja og Þjóðarhers Sýrlands.

„Margir þeirra sem flýðu Afrin sofa nú undir berum himni eða í tjaldborgum, án helstu nauðþurfta,“ segir í bréfinu. Þeir sem urðu eftir verða nú fyrir mismunum á grundvelli þjóðernis og kynferðislegu ofbeldi, líkt og ISIS sýndi af sér í Írak.

Engin ástæða var fyrir árásinni á Afrin segja bréfritarar enda hafi Afrin verið friðsamur griðastaður fyrir tugi þúsunda flóttamanna. Tyrkir haldi því hins vegar fram að ógn hafi staðið af Rojava því fólkið sem þar stýrir málum, Kúrdar sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna á baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi, séu „hryðjuverkamenn“.

Árás Tyrkja á Afrin er brot á alþjóðalögum og Bandaríkjastjórn hefur aðeins mótmælt framferði þeirra með lágróma röddu. Af þeim sökum, segja bréfritarar, eru Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans og áætlunum hans um að hrekja Kúrda burt af því svæði í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa búið árhundruðum saman. Til að stöðva þetta brjálæði verði að einangra Tyrkland efnahagslega, pólitískt og hernaðarlega.

Íslensk stjórnvöld gagnrýna ekki hernað Tyrkja opinberlega

Guðlaugur Þór Þórðarson

Í samhengi við þessa hörðu gagnrýni fræðafólks á Tyrki og aðgerðarleysi ríkisstjórnar Donalds Trumps í Bandaríkjunum má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt hernað Tyrkja í Rojava með afgerandi hætti. Þó hafa borist fregnir af því að Haukur Hilmarsson, íslenskur aktívisti, hafi fallið í aðgerðum Tyrkja.

Einu heimildir um að Ísland hafi hreyft mótbárum við aðgerðum Tyrkja eru þær að Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, lýsti því við fréttavefinn Eyjuna að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði eftir diplómatískum leiðum fordæmt framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Þá svaraði Guðlaugur Þór því einnig til í fyrirspurnartíma á Alþingi 22. mars síðastliðinn að það hefði hann gert fáeinum dögum eftir að hernaðurinn hófst 20. janúar síðastliðinn, og þá beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi.

Framferði Tyrkja hefur ekki verið fordæmt opinberlega af hálfu íslenskra stjórnvalda, svo sem í formi yfirlýsinga eins og dæmi eru um að gert sé vegna hernaðaraðgerða.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár