Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra svarar opnu bréfi vina Hauks - Mælir gegn því að vinir hans fari til Sýrlands

Seg­ir ekk­ert hafa kom­ið fram sem geti varp­að ljósi á hvarf Hauks. Áfram verði unn­ið að því að finna hann. Tyrk­ir neiti því að hafa Hauk í haldi.

Forsætisráðherra svarar opnu bréfi vina Hauks - Mælir gegn því að vinir hans fari til Sýrlands
Katrín svarar vinum Hauks Segir ekkert hafa komið fram um hvarf Hauks en áfram verði unnið að málinu. Ræður vinum hans frá því að ferðast til Sýrlands í leit að Hauki. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur birt svar við opnu bréfi vegna máls Hauks Hilmarssonar á Facebook-síðu sinni. 400 manns birtu í gær opið bréf til Katrínar þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum Hauks, sem týndur er í Sýrlandi, og lýstu þeirri skoðun að íslensk stjórnvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu með aðgerðarleysi sínu við leitina að Hauki.

Í bréfinu, sem undirritað var af fjölda þjóðþekktra einstaklingra og annarra, var skorað á Katrínu að beita sér tafarlaust í máli Hauks með því að reyna með öllum tiltækum leiðum að komast að því hvaðan Tyrkneskir fjölmiðlar hefðu fengið þær upplýsingar að senda ætti lík Hauks heim til Íslands, sem og hvaðan þær upplýsingar væru komnar að lík Hauks væri í höndum Tyrklandshers. Leita ætti til óháðra aðila til að komast að því hvort þær upplýsingar ættu við rök að styðjast. Þá var skorað á Katrínu að beita fullum þunga við að fá Hauk, lífs eða liðinn, heim til Íslands væri hann í höndum Tyrkja. Þess var einnig krafist að aðstandendur Hauks fengju fullnægjandi aðgang að gögnum um rannsókn yfirvalda á hvarfi Hauks og að íslensk stjórnvöld sæktu formlega um leyfi frá tyrkneskum stjórnvöldum til að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fengju að ferðast óáreittir til Afrin að leita hans þar.

Haukur HilmarssonEkkert hefur spurst til Hauks í tvo mánuði en hann hvarf eftir bardaga í Afrin-héraði í Sýrlandi seint í mars.

Katrín svarar á Facebook-síðu sinni og fer yfir þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í til að grennslast fyrir um hvarf Hauks. Leitað hafi verið eftir upplýsingum hjá tyrkneskum stjórnvöldum og öðrum til þess bærum yfirvöldum þar í landi, auk mannúðarsamtaka á svæðinu. Tyrknesk yfirvöld hafi gerið þær upplýsingar að Tyrkir hafi Hauk ekki í haldi og að hans verði leitað meðal fallinna og særðra á svæðinu.
Þá hafi verið leitað til vinaþjóða Íslands með beiðni um að afla upplýsinga um málið, og íslensk lögregluyfirvöld hafi í samstarfi við norræna og evrópska kollega sína kannað það einnig.

Enn hafi hins vegar ekkert komið fram sem varpað geti ljósi á hvað orðið hafi um Hauk en áfram verði unnið að málinu. Ekki sé unnt að afhenda öll gögn sökum þess að um þau ríki trúnaður um milliríkjasamskipti.

Þá segir einnig að íslensk stjórnvöld geti ekki mælt með því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem þeim geti stafað mikil hætta af þeim átökum sem þar geisi. 

Svar Katrínar er svohljóðandi:

Vegna opins bréfs um mál Hauks Hilmarssonar

Mál Hauks Hilmarssonar hefur verið í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu frá því það kom upp. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hefur verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu Hauks.

Um leið og fregnir bárust af því að Tyrkir kynnu að hafa Hauk í haldi var haft samband við Tyrki.

Í fyrsta lagi var það gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló sem er æðsti fulltrúi tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi.

Í öðru lagi hafa íslensk og tyrknesk stjórnvöld, þ.m.t. hermálayfirvöld, verið í stöðugu sambandi eftir ýmsum leiðum frá þeim degi.

Í þriðja lagi hefur mál Hauks hefur verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þær upplýsingar hafa fengist á því að Tyrkir hafi Hauk ekki í haldi og að hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu.

Í fjórða lagi hefur verið leitað eftir upplýsingum í gegnum óformlegri samskipti, s.s. við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu.

Í fimmta lagi hafa lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, rannsakað málið, m.a. í gegnum norrænt og evrópskt samstarf lögregluyfirvalda.

Í sjötta lagi hefur verið haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig staðið sé að svipuðum borgaraþjónustumálum. Þessi ríki hafa öll áréttað að staðan sé einstaklega flókin, og erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara að veita aðstoð. Aðrar upplýsingar liggja því miður ekki fyrir að svo stöddu.

Í sjöunda lagi ræddi ég málið við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Í kjölfarið áttu íslenskir embættismenn samskipti við þýska embættismenn.

Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga.

Ekki er unnt að afhenda öll gögn sem til eru um framgang og niðurstöður íslenskra stjórnvalda á hvarfi Hauks. Ástæður þess eru að trúnaður ríkir um milliríkjasamskipti. Einnig er það þannig að sum gögn sem tengjast máli Hauks innihalda upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur hans hafa hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið.

Íslensk stjórnvöld geta ekki mælt með því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins, þar sem þeim getur stafað mikil hætta af þeim átökum sem geisa á svæðinu.

Hermálayfirvöld, mannúðarsamtök og borgaraþjónustur samstarfsríkja hafa sagt ástandið á svæðinu mjög óöruggt og hafa raunar ekki haft aðgang að því um nokkurra vikna skeið.

Öll ríkin ráða borgurum sínum frá ferðalögum til Sýrlands almennt enda er geta þeirra til að veita borgaraþjónustu mjög takmörkuð. Ferðaviðvaranir, þar sem varað er við öllum ferðum til Sýrlands vegna ríkjandi ástands, eru því í fullu gildi.

Katrín Jakobsdóttir.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár