Vitnisburður um kynferðislega áreitni sem 35 ára kona segist hafa orðið fyrir í störfum sínum hjá símafyrirtækinu Tali var ekki hluti af fyrirliggjandi upplýsingum sem stjórn Íbúðalánasjóðs hafði aðgang að þegar núverandi forstjóri sjóðsins var ráðinn til sjóðsins árið 2015. Forstjórinn, Hermann Jónasson, lét af störfum í Arion banka árið 2011 eftir að hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjórum konum og lét bankinn gera sérstaka rannsókn á ásökununum og var það niðurstaða hennar að ekki væri fótur fyrir þeim. Áður hafði Hermann verið forstjóri Tals.
Stjórn Íbúðalánasjóðs leitaði meðal annars til Arion banka eftir mati á Hermanni áður en hann var ráðinn en bankinn hafði ekki fengið vitnisburð konunnar inn á borð til sín þegar mál Hermanns var rannsakað. Konan sem starfaði hjá Tali sendi fyrirtækinu sem gerði rannsóknina samt vitnisburð sinn. Að auki barst annar vitnisburður frá annarri konu, samkvæmt svari Arion banka, og var því um …
Athugasemdir