Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Helgi Hrafn telur borðleggjandi að Sigríður segi af sér: „Tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lög“

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, tel­ur að Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra eigi að sjá sóma sinn í að segja af sér embætti vegna brota á lög­um við skip­un dóm­ara við Lands­rétt.

Helgi Hrafn telur borðleggjandi að Sigríður segi af sér: „Tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lög“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata fer fram á afsögn dómsmálaráðherra. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að sjá sóma sinn í að segja af sér embætti vegna brota á lögum við skipun dómara við Landsrétt. Lögbrotin hafi verið augljós og fyrirsjáanleg, enda hafi verið varað sérstaklega við þeim þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi undir liðnum störf þingsins nú á öðrum tímanum.

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu þann 19. desember að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefði brotið lög þegar hún fór framhjá mati hæfnisnefndar við skipun dómara í Landsrétt. Rannsókn ráðherra á hæfni umsækjenda var ófullnægjandi og málsmeðferðin þannig á skjön við 10. gr. stjórnsýslulaga um rannsóknarreglu stjórnvalda.

Fjöldi sérfræðinga hafði varað við því að með háttsemi sinni væri ráðherra og meirihluti Alþingis að brjóta lög, en engu að síður var málið keyrt í gegnum þingið á örfáum dögum með eins manns meirihluta.

Helgi Hrafn benti á það í ræðu sinni að í áliti minnihluta þingmanna í sumar hefði verið vísað til dómafordæmis sem benti eindregið til þess að málsmeðferðin hjá ráðherra væri á skjön við lög.

 

 

 

Fordæmið er dómur Hæstaréttar í máli nr. 412/2010 frá 14. apríl 2011 þar sem fram kom að ráðherra hefði, við skipan héraðsdómara í embætti, ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína. „Ljóst er að liggja þarf fyrir fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að þeir umsækjendur sem ráðherra leggur til séu a.m.k. jafnhæfir og þeir sem dómnefndin leggur til,“ sagði í áliti og bókun minnihlutans síðasta sumar, og er nýlegur dómur Hæstaréttar í samræmi við þetta.

„Það er sama fordæmi og Hæstiréttur vísar til nú, Það er ekkert nýtt í dómi Hæstaréttar, ekki neitt. Þetta lá allt fyrir 1. júní,“ sagði Helgi í ræðu sinni.

„Dómsmálaráðherra hæstvirtur tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lögin að mínu mati. Og það á ekkert að þurfa að kalla eftir því að hæstvirtir ráðherra axli þá ábyrgð. Þeir eiga að sjá það í sínum eigin sóma að bregðast við slíkum bersýnilegum og fyrirsjáanlegum mistökum sem varað var við á sömu efnisforsendum og Hæstiréttur hefur nú staðfest, að viðkomandi ráðherra axli ábyrgð og að sjálfsögðu segi af sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár