Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Helgi Hrafn telur borðleggjandi að Sigríður segi af sér: „Tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lög“

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, tel­ur að Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra eigi að sjá sóma sinn í að segja af sér embætti vegna brota á lög­um við skip­un dóm­ara við Lands­rétt.

Helgi Hrafn telur borðleggjandi að Sigríður segi af sér: „Tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lög“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata fer fram á afsögn dómsmálaráðherra. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að sjá sóma sinn í að segja af sér embætti vegna brota á lögum við skipun dómara við Landsrétt. Lögbrotin hafi verið augljós og fyrirsjáanleg, enda hafi verið varað sérstaklega við þeim þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi undir liðnum störf þingsins nú á öðrum tímanum.

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu þann 19. desember að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefði brotið lög þegar hún fór framhjá mati hæfnisnefndar við skipun dómara í Landsrétt. Rannsókn ráðherra á hæfni umsækjenda var ófullnægjandi og málsmeðferðin þannig á skjön við 10. gr. stjórnsýslulaga um rannsóknarreglu stjórnvalda.

Fjöldi sérfræðinga hafði varað við því að með háttsemi sinni væri ráðherra og meirihluti Alþingis að brjóta lög, en engu að síður var málið keyrt í gegnum þingið á örfáum dögum með eins manns meirihluta.

Helgi Hrafn benti á það í ræðu sinni að í áliti minnihluta þingmanna í sumar hefði verið vísað til dómafordæmis sem benti eindregið til þess að málsmeðferðin hjá ráðherra væri á skjön við lög.

 

 

 

Fordæmið er dómur Hæstaréttar í máli nr. 412/2010 frá 14. apríl 2011 þar sem fram kom að ráðherra hefði, við skipan héraðsdómara í embætti, ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína. „Ljóst er að liggja þarf fyrir fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að þeir umsækjendur sem ráðherra leggur til séu a.m.k. jafnhæfir og þeir sem dómnefndin leggur til,“ sagði í áliti og bókun minnihlutans síðasta sumar, og er nýlegur dómur Hæstaréttar í samræmi við þetta.

„Það er sama fordæmi og Hæstiréttur vísar til nú, Það er ekkert nýtt í dómi Hæstaréttar, ekki neitt. Þetta lá allt fyrir 1. júní,“ sagði Helgi í ræðu sinni.

„Dómsmálaráðherra hæstvirtur tók meðvitaða ákvörðun um að fara á svig við lögin að mínu mati. Og það á ekkert að þurfa að kalla eftir því að hæstvirtir ráðherra axli þá ábyrgð. Þeir eiga að sjá það í sínum eigin sóma að bregðast við slíkum bersýnilegum og fyrirsjáanlegum mistökum sem varað var við á sömu efnisforsendum og Hæstiréttur hefur nú staðfest, að viðkomandi ráðherra axli ábyrgð og að sjálfsögðu segi af sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár