Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, vill ekki að Alþingi taki sér lengri tíma til að ræða um skipun dómara í Landsrétt og telur að slíkt yrði til þess að umsækjendur um stöðu dómara hefðu áhrif á þingmenn og beittu þingið þrýstingi sem það stæðist ekki.
„Af hverju heldur þingmaðurinn að þrýstingur á þingmenn, að breyta þessari ákvörðun og það að búa til enn einn þriðja listann, muni ekki koma upp á þessum tíma?“ spurði Pawel eftir að Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hafði kallað eftir lengri tíma til umfjöllunar um skipun dómara í Landsrétt. „Heldur þingmaðurinn að valdaviljinn til að skipa í svona embætti verði eitthvað minni yfir sumartímann?“
Pawel spurði Jón Þór hvort hann væri ekki hræddur um að lengri tími til umfjöllunar yrði til þess að þingmenn létu undan þrýstingi frá umsækjendum um dómarastöður eða fólki handgengnu þeim. „Ég bað þingmanninn um að
Athugasemdir