Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Dóms­mála­ráð­herra fylg­ir ekki til­lög­um sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar í fjór­um til­vik­um við skip­un dóm­ara í nýj­an lands­rétt.

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt
Dómsmálaráðherra Valdi eiginkonu samflokksmanns í dómarastöðu, þótt hæfisnefnd teldi hana ekki hæfasta. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur ákveðið að nýta sér heimild í lögum til að sneiða hjá fjórum tillögum hæfisnefndar við skipan dómara í nýtt millidómsstig, Landsrétt.

Einn þeirra sem Sigríður vill skipa sem dómara, en var ekki metinn hæfastur af hæfisnefnd, er Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari, eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og samflokksmanns Sigríðar.

Vegna þess er Brynjar vanhæfur við umræðu málanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Vill ekki Ástráð

Einn þeirra sem var metinn hæfastur, en Sigríður vill ekki skipa, hefur verið tengdur við Vinstri græna. Ástráður Haraldsson, sem er reyndur lögmaður og hefur meðal annars verið dósent við Háskólann á Bifröst, hefur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna og Alþýðubandalagið. Hann sat í Háskólaráði á níunda áratugnum fyrir Félag vinstri manna, og var meðal annars kallaður „kommi“ í umfjöllun Viðskiptablaðsins árið 2012. 

Ástráður er barnsfaðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís er vegna þess einnig vanhæf við afgreiðslu málsins hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Aðrir sem Sigríður valdi ekki, en hæfisnefnd mælti með, eru Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Þeirra í stað valdi Sigríður héraðsdómarana Ásmund Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiði Bragadóttur. 

Lög gera ráð fyrir að fylgt sé hæfisnefnd

Samkvæmt lögum er dómsmálaráðherra óheimilt að skipa dómara, nema þann sem metinn hefur verið hæfastur af sérstakri hæfisnefnd. Er tilgangurinn að forðast pólitískar skipanir sem getur afmáð mörk milli framkvæmdavalds- og dómsvalds. Leið fram hjá því er hins vegar að sækja stuðning til löggjafarvaldsins.

„Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra ...

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.“

Málið verður væntanlega tekið fyrir á Alþingi á miðvikudag. 

Þeir sem eru á lista dómsmálaráðherra eru eftirfarandi: 

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Hæfisnefnd mat hins vegar eftirfarandi hæfust í stöðuna:

Aðalstein E. Jónasson hæstaréttarlögmann, Ástráð Haraldsson hæstaréttarlögmann, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Eirík Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Hervör Þorvaldsdóttur héraðsdómara, Ingveldur Einarsdóttir, settan hæstréttardómara, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmann, Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmann, Jón Höskuldsson héraðsdómara, Kristbjörg Stephensen borgarlögmann, Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Ragnheiði Harðardóttur héraðsdómara, Sigurð Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmann og Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár