Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Dóms­mála­ráð­herra fylg­ir ekki til­lög­um sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar í fjór­um til­vik­um við skip­un dóm­ara í nýj­an lands­rétt.

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt
Dómsmálaráðherra Valdi eiginkonu samflokksmanns í dómarastöðu, þótt hæfisnefnd teldi hana ekki hæfasta. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur ákveðið að nýta sér heimild í lögum til að sneiða hjá fjórum tillögum hæfisnefndar við skipan dómara í nýtt millidómsstig, Landsrétt.

Einn þeirra sem Sigríður vill skipa sem dómara, en var ekki metinn hæfastur af hæfisnefnd, er Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari, eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og samflokksmanns Sigríðar.

Vegna þess er Brynjar vanhæfur við umræðu málanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Vill ekki Ástráð

Einn þeirra sem var metinn hæfastur, en Sigríður vill ekki skipa, hefur verið tengdur við Vinstri græna. Ástráður Haraldsson, sem er reyndur lögmaður og hefur meðal annars verið dósent við Háskólann á Bifröst, hefur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna og Alþýðubandalagið. Hann sat í Háskólaráði á níunda áratugnum fyrir Félag vinstri manna, og var meðal annars kallaður „kommi“ í umfjöllun Viðskiptablaðsins árið 2012. 

Ástráður er barnsfaðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís er vegna þess einnig vanhæf við afgreiðslu málsins hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Aðrir sem Sigríður valdi ekki, en hæfisnefnd mælti með, eru Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Þeirra í stað valdi Sigríður héraðsdómarana Ásmund Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiði Bragadóttur. 

Lög gera ráð fyrir að fylgt sé hæfisnefnd

Samkvæmt lögum er dómsmálaráðherra óheimilt að skipa dómara, nema þann sem metinn hefur verið hæfastur af sérstakri hæfisnefnd. Er tilgangurinn að forðast pólitískar skipanir sem getur afmáð mörk milli framkvæmdavalds- og dómsvalds. Leið fram hjá því er hins vegar að sækja stuðning til löggjafarvaldsins.

„Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra ...

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.“

Málið verður væntanlega tekið fyrir á Alþingi á miðvikudag. 

Þeir sem eru á lista dómsmálaráðherra eru eftirfarandi: 

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Hæfisnefnd mat hins vegar eftirfarandi hæfust í stöðuna:

Aðalstein E. Jónasson hæstaréttarlögmann, Ástráð Haraldsson hæstaréttarlögmann, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Eirík Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Hervör Þorvaldsdóttur héraðsdómara, Ingveldur Einarsdóttir, settan hæstréttardómara, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmann, Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmann, Jón Höskuldsson héraðsdómara, Kristbjörg Stephensen borgarlögmann, Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Ragnheiði Harðardóttur héraðsdómara, Sigurð Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmann og Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár