Hvað á íslensk matarmenning sameiginlegt með matarmenningu hinna Norðurlandaþjóðanna? Sænski matreiðslumaðurinn Magnus Nilsson, sem rekur tveggja stjörnu Michelin-staðinn Fäviken í norðvesturhluta Svíþjóðar, reynir að teikna upp stóra mynd af þráðunum sem binda saman matarmenningu Norðurlandanna í nýrri bók sem hann kallar einfaldlega Nordisk kokbok. Bókin, sem er tæpar 800 blaðsíður, kom nýlega út hjá sænska bókaforlaginu Max Ström og fjallar Magnus mikið um Ísland og íslenskan mat í henni.
Magnus er einn frægasti kokkur Svíþjóðar og reyndar heimsins líklega. Hann var einn af kokkunum sem fjallað er um í fyrstu seríu Netflix um matreiðslumenn heimsins sem heitir Chef´s Table. Í þeim þætti var Magnus Nilsson heimsóttur á veitingastað sinn í norðurhluta Svíþjóðar og sést hann þar meðal annars blaða í gamalli bók um matarmenningu á Íslandi.
Grafísk lýsing á hákarlsáti
Bókin hefur …
Athugasemdir