Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einlæg og persónuleg mynd sonar af föður sínum

Thor Vil­hjálms­son var þekkt­ur mað­ur í ís­lensku þjóð­lífi um ára­bil. Í nýrri bók um hann lýs­ir son­ur hans, Guð­mund­ur Andri Thors­son, hon­um á ein­læg­an og per­sónu­leg­an hátt sem jafn­framt er gagn­rýn­inn.

Einlæg og persónuleg mynd sonar af föður sínum
Stór karakter Thor Vilhjálmsson var mikill karakter og eftirminnilegur þeim sem kynntust honum og hittu. Guðmundur Andri dregur upp einlæga, persónulega en jafnframt gagnrýna mynd af föður sínum í bókinni.

Og svo tjöllum við okkur í rallið: Bókin um Thor

Guðmundur Andri Thorsson

JPV Útgáfa

180 blaðsíður

**** (fjórar og hálf stjarna)

Bók Guðmundar Andra Thorssonar um pabba sinn, Thor Vilhjálmsson, er sérlega falleg, persónuleg og vel skrifuð. Kannski er þetta ein besta bók Guðmundur Andra - man í raun bara eftir Íslenska draumnum sem kemst nálægt henni. Hann hefur hér frá svo mörgu að segja því hann skrifar um föður sinn, frásögnin er tilfinningaleg á köflum og lífshlaup Thors gæti auðvitað alveg orðið efni í ævisögu í framtíðinni. Thor var stór karakter, nánast eins og skáldsagnapersóna úr skáldsögu eftir einhvern suðrænan höfund. 

En kannski þarf enga ævisögu um Thor eftir þessa bók; að minnsta kosti ekki til að draga upp mynd af manninum sjálfum af því Guðmundur Andri er auðvitað í svo góðri stöðu til að lýsa honum.  Bókin er byggð upp af ljósmyndum af Thor og skrifar Guðmundur Andri texta um hverja mynd og tengd efni. 

Guðmundur Andri skrifar hlýjan stíl og mjúkan; þíðan og fallegan stíl sem mér finnst vera á öllu sem hann gerir sama hvort það eru blaðagreinar eða bækur. Mér finnst alltaf eins og hann sé að klappa mér með orðum þegar ég les hann því það er svo mikil stilling yfir textanum hans. Allt er á sínum stað og hann hefur svo góð tök á því sem hann vill segja. Að mínu mati hefur enginn núlifandi höfundur sömu tæknilegu tök og vald á íslensku máli í prósa og Guðmundur Andri. Mér finnst Guðmundur Andri jafnframt vera bestur þegar hann skrifar non-fiction en ekki skáldsögur því hann er fyrst og fremst frábær essayisti.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár