Örvar Þór Guðmundsson hlustaði fyrir fimm árum á útvarpsviðtal við einstæða móður sem átti um 2.000 krónur til að lifa af allan desembermánuð og halda jól.
„Ég þekkti hana ekki en hún heillaði mig. Ég hef alltaf sjálfur haft fín jól, jólatré, fullt af pökkum, góður matur og allir að njóta. Mér varð mjög brugðið þegar ég heyrði viðtalið við þessa konu og ég gat ekki hugsað mér að setjast niður á aðfangadagskvöld með nautalundina mína eða annað og vita af henni eiga ömurlegan desembermánuð. Það fékk mig til að fara af stað til að að byrja með. Ég setti í gang söfnun fyrir hana í gegnum Facebook-síðuna mína og náði ég að safna um 150.000 krónum fyrir hana. Svo pældi ég ekkert meira í þessu.“
Safnað fyrir tólf fjölskyldur
Kunningjakona Örvars hvatti hann síðan um ári síðar til að endurtaka leikinn fyrir næstu jól.
„Þá fann ég tvær fjölskyldur …
Athugasemdir