Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svona blekktu þau síðast

Fimm dæmi um hvernig Sjálf­stæð­is­menn hagræddu sann­leik­an­um fyr­ir Al­þing­is­kosn­ing­arn­ar 2016.

Svona blekktu þau síðast

1. „Einn best rekni ríkissjóður í heimi“ 

Sjálfstæðisflokkurinn keyrði síðustu kosningabaráttu á fullyrðingum um sterka fjárhagsstöðu ríkisins, hallalausan rekstur „eins best rekna ríkissjóðs í Evrópu“ eins og formaðurinn orðaði það í kosningaþætti.

Rétt eftir kosningarnar, þann 16. nóvember, birti Seðlabanki Íslands rit sitt um Peningamál þar sem bent var á að halli á ríkissjóði hefði numið tæpum 6 milljörðum á árinu 2015 og yrði enn meiri á árinu 2016 þegar horft væri framhjá einskiptisáhrifum stöðugleikaframlaga á ríkisbúskapinn (þetta stangast auðvitað á við orð Bjarna í leiðtogaumræðunum í gærkvöldi þegar hann sagðist aldrei hafa skilað ríkissjóði með halla).

Svo virðist sem jafnvel leiðtogar annarra flokka hafi látið gabbast fyrir kosningarnar í fyrra. „Menn höfðu talað býsna fjálg­lega um hvað staða rík­is­sjóðs væri góð en svo kem­ur í ljós að hún er þrengri en menn áætluðu,“ sagði Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, þegar fimmflokkaviðræðurnar stóðu yfir í lok nóvember 2016. 

Nokkrum vikum síðar benti Fjármálaráð á að rekstur ríkissjóðs væri í járnum þegar litið væri til afkomu af reglulegum rekstri hins opinbera og hún leiðrétt fyrir hagsveiflunni. Slík hagsveiflujöfnun er almennt viðurkennd sem gagnleg leið til að gefa raunsanna mynd af rekstri ríkissjóðs. 

Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er viðurkennt að veiking tekjustofna hins opinbera á undanförnum árum sé farin að segja til sín. Þunginn sé orðinn mikill á meginskattstofna eins og virðisaukaskatt, tekjuskatt einstaklinga og tryggingagjald. „Það felur í sér að þegar um hægist í efnahagslífinu taka tekjurnar mun stærri dýfu en útgjöldin með tilheyrandi áhrifum á afkomu til hins verra og skuldasöfnun hefst að nýju,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Hagdeild ASÍ tekur undir þetta og dregur þá ályktun í nýjustu hagspá sinni að tekjur ríkissjóðs muni tæpast duga til að fjármagna núverandi útgjaldastig þegar hægir á í efnahagslífinu. Þá muni niðurskurður eða aukin skattheimta blasa við, þvert á hagsveifluna. „Einn best rekni ríkissjóður í heimi“ er nefnilega ekki betur rekinn en svo. 

2. Sagði fæsta borga tekjuskatt.

Þann 27. október síðastliðinn fullyrti Bjarni Benediktsson ranglega í stöðuuppfærslu á Facebook að einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda stæðu undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. 

Ummælin voru hrakin og sýnt fram á að a.m.k. tekjuhæstu 50 prósent framteljenda standa undir kerfinu. Þannig varð ljóst að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins hafði haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki tekjuskatt.

Hin röngu ummæli Bjarna, sem kunna að hafa sprottið af misskilningi, voru nær eina framlag hans til umræðunnar um misskiptingaráhrif skattastefnu þáverandi ríkisstjórnar í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Fjórir nýkjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins deildu rangfærslunni á samfélagsmiðlum og tóku þannig þátt í að dreifa villandi upplýsingum til kjósenda þar sem ýjað var að því að fámennur fjársterkur hópur tæki á sig allar byrðar tekjuskattkerfisins og þáttaka lágtekju- og millitekjuhópa í fjármögnun samneyslunnar þurrkuð út.

Eins og áður hefur verið bent á minntu ummæli Bjarna dálítið á orð sem forsetaframbjóðandinn Mitt Romney lét falla á lokuðum fundi með styrktaraðilum Repúblikanaflokksins árið 2012, þegar hann sagði 47 prósent bandarískra kjósenda ekki greiða tekjuskatt; vera eins konar bagga á samfélaginu. Ummæli Romneys, sem voru groddalega sett fram en virðast þó hafa byggt á réttum tölum, gerðu allt vitlaust Vestanhafs, rötuðu í flesta fjölmiðla, þóttu til marks um veruleikafirringu Romneys og skort á samhygð, og voru e.t.v. ein af ástæðum þess að hann varð aldrei forseti. Ummæli Bjarna, sem voru beinlínis röng, vöktu hins vegar litla athygli og hann þurfti aldrei að svara fyrir þau. 

3. Afvegaleiddi umræðu um uppboðsleiðina

Í aðdraganda síðustu þingkosninga fór fram mikil og hávær umræða um uppboð fiskveiðiheimilda og gjaldtöku í sjávarútvegi.

Þegar Bjarni sat fyrir svörum í Forystusætinu á RÚV þann 11. október 2016 gaf hann villandi mynd af uppboði Færeyinga á fiskveiðiheimildum til að rökstyðja þá skoðun sína að óæskilegt væri fyrir Íslendinga að fara slíka leið. 

„Þú ert að tala um heimildirnar sem voru seldar útlendingunum, sem fóru til eins fyrirtækis,“ sagði Bjarni þegar spyrill minntist á reynslu Færeyinga af uppboði í tilraunaskyni. 

Hið rétta er að fiskveiðiheimildirnar í Færeyjum voru ekki seldar einu fyrirtæki heldur mörgum auk þess sem aðeins færeysk fyrirtæki, það er félög í meirihlutaeigu Færeyinga, gátu tekið þátt í uppboðinu.

Bjarni sagði einnig: „Eru menn í alvörunni að tala um það að við eigum núna að taka þessa fiskveiðiauðlind sem skapar störf úti um allt land og bjóða hana til útlendinga?“

Raunin er hins vegar sú að á Íslandi eru í gildi lög um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri sem setja aðkomu útlendinga að fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða mjög þröngar skorður. Enginn af talsmönnum uppboðsleiðar á Íslandi hefur mælst til þess að þessar reglur verði afnumdar eða að fiskveiðiauðlindin verði sérstaklega boðin útlendingum. 

4. Samgönguáætlunin var ófjármagnað kosningaplagg

Á lokadögum þingsins 2016 var kosningabaráttan í algleymingi. Athygli vakti þegar þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, véku í veigamiklum atriðum frá fjármálaáætlun sinni og samþykktu umtalsverðar útgjaldaskuldbindingar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þar, meðal annars samgönguáætlun þar sem mælt var fyrir um viðbótarfjárfestingar upp á hátt í 20 milljarða. 

Kjósendur, t.d. íbúar í kjördæmum þar sem vegir og samgöngumannvirki eru að niðurlotum komin, fengu þannig skýr skilaboð um að Sjálfstæðisflokkurinn væri viljugur til að ráðast í veglegar samgöngubætur og finna fjármagn til að standa undir þeim. Þetta skipti máli í kosningabaráttu þar sem talað var um fátt annað en uppbyggingu innviða og Sjálfstæðisflokkurinn lá undir ámæli fyrir að hafa ekki sýnt nægilegan metnað í málaflokknum. Samgönguáætlunin var merki um að samgönguinnviðir yrðu efldir, sama hvort við tæki við vinstristjórn eða stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. 

Strax varð þó ljóst að lítill vilji var til að fjármagna áætlunina. Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð, flokkum sem einnig höfðu lofað tugmilljarða innviðauppbyggingu í kosningabaráttunni, en samt reyndist lífsins ómögulegt að fylgja samgönguáætluninni eftir og finna fjármuni til verkefnanna. Í staðinn var sett af stað vinna við að skoða kosti ólíkra fjármögnunarleiða, svosem vegtolla. Allt að einu verður ekki betur séð en að breytingarnar á samgönguáætlun haustið 2016, og atkvæði Sjálfstæðismanna með þeim, hafi verið kosningastönt frekar en raunveruleg viljayfirlýsing um innviðauppbyggingu.

5. Sagðist ranglega hafa staðið við loforðin

Þann 23. september 2016 sakaði Bjarni Benediktsson Sigríði Hagalín Björnsdóttur, umsjónarmann leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins, um rangfærslu þegar hún benti á að hann hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda þingkosninganna 2013.

Sigríður vísaði til bréfs Bjarna til eldri borgara þar sem fram kom að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn myndi „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. Bjarni svaraði: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið.“

Hið rétta er að tekjutenging ellilífeyris er enn hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Þetta vita auðvitað eldri borgarar manna best. Við loforðin var aldrei staðið. 

Nú gefur Sjálfstæðisflokkurinn eldri borgurum aftur loforð, að þessu sinni um að hækka frítekjumarkið sem hann lækkaði eftir að hafa verið kosinn til valda í krafti loforða um að afnema hvers kyns tekjutengingar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár