Indriði segir Bjarna á villigötum

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir að auk­in skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­hópa á kjör­tíma­bil­inu svari til þess að þeir greiði 7 millj­örð­um meira í skatt en ver­ið hefði að óbreyttri skatt­byrði. Fjár­mála­ráð­herra setji fram „stað­leys­ur ein­ar“.

Indriði segir Bjarna á villigötum

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra setja fram „staðleysur einar“ í Facebook-færslu þar sem ráðherrann bregst við umfjöllun um aukna skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks á tímabilinu 2012 til 2015. 

„Ráðherra heldur því fyrst fram að tekjuskattur hafi lækkað en viðurkennir í næsta orði að skatthlutfall (skattbyrði) hafi hækkað hjá flestum en fer ranglega með að þess hafi ekki verið getið í grein minni að það megi rekja til breytinga á tekjum,“ skrifar Indriði í pistli sem hann birti á vef sínum í kvöld.

Eins og fjallað er um í nýjasta tölublaði Stundarinnar hefur skattbyrði flestra tekjuhópa aukist á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Í grein eftir Indriða H. Þorláksson sem birtist í blaðinu er sýnt hvernig skattbyrði hefur aukist hjá 80 prósentum hjóna og sambúðarfólks en aðeins minnkað hjá tekjuhæstu 20 prósentunum. 

Bjarni Benediktsson brást við með Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði að meginástæðan fyrir aukinni skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks væri sú að laun hefðu hækkað. Hins vegar vék hann ekki að þeirri staðreynd að hjá tekjuhæstu 20 prósentunum hefur skattbyrðin minnkað jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest.

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

Indriði svarar málflutningi Bjarna í nýjum pistli á vefsíðu sinni

„Fjármálaráðherra virðist hafa komist að því við lestur greinar minnar um samanburð á skattlagninu tekna á árunum 1993 til 2015 að skattbyrði hefði vaxið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Athugasemdir ráðherra benda þó til þess að hann hafi ekki kynnt sér greinina nægilega vel. Með því hefði hann komist hjá að setja fram í þeim staðleysur einar,“ skrifar Indriði og bætir við:

„Ráðherra heldur því fyrst fram að tekjuskattur hafi lækkað en viðurkennir í næsta orði að skatthlutfall (skattbyrði) hafi hækkað hjá flestum en fer ranglega með að þess hafi ekki verið getið í grein minni að það megi rekja til breytinga á tekjum. Því næst kemur sú staðhæfing að skattar hafi fyrir flesta lækkað um 3,3 prósentustig. Slík hefði þýtt að skattar hjá samsköttuðum hefðu lækkað um ca 22 milljarða króna.“

„Hjá flestum hafa álagðir beinir skattar hækkað hlutfallslega meira en tekjur og það hefur leitt til hækkunar á skattbyrði“

Þá bendir Indriði á að frá 2012 til 2015 hafi álagðir beinir skattar hækkað hjá flestum, meðal annars vegna tekjuþróunar.

„Afgerandi staðreynd er að hjá flestum (ca 80% samskattaðra) hafa þeir hækkað hlutfallslega meira en tekjur og það hefur leitt til hækkunar á skattbyrði sem nemur um 1,2 prósentum af tekjum að jafnaði. Hjá tekjuhæstu 20% samskattaðra hafa beinir skattar hins vegar hækkað hlutfallslega minna en tekjur þeirra og hefur það leitt til lækkunar á skattbyrði sem nemur um 8,5 prósentum af tekjum,“ skrifar Indriði og bætir við að þetta sé að hluta til vegna brottfalls auðlegðarskatts og aukinna fjármagnstekna.

„Hækkun skattbyrði hjá 80% samskattaðra svarar til þess að þeir greiði 7 milljörðum króna meira í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði en ekki 22 milljörðum króna minna eins og staðhæfing ráðherra felur í sér. Tekjuhæstu 20% samskattaðra greiða um 8 milljörðum króna minna í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár