Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Afkoma ríkissjóðs „í járnum“ ef leiðrétt fyrir hagsveiflunni

Fjár­mála­ráð bend­ir á að með af­námi milli­þreps­ins í tekju­skatt­s­kerf­inu um síð­ustu ára­mót hafi sjálf­virk sveiflu­jöfn­un hins op­in­bera ver­ið veikt. Mik­il­vægt sé að horfa til hagsveiflu­leið­réttr­ar af­komu af reglu­leg­um rekstri hins op­in­bera til að fá sem gleggsta mynd af stöðu rík­is­fjár­mála.

Afkoma ríkissjóðs „í járnum“ ef leiðrétt fyrir hagsveiflunni

Rekstur ríkissjóðs er í járnum sé litið til afkomu af reglulegum rekstri hins opinbera og hún leiðrétt fyrir hagsveiflunni. Frávik frá hagspám gætu leitt til þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar verði eins og spennitreyja. Þetta kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram í formi þingsályktunartillögu í janúar á grundvelli laga um opinber fjármál. 

Fjármálaráð bendir á að mikilvægt sé að fjalla um opinber fjármál með hliðsjón af hagsveiflunni. Í fjármálastefnunni séu sett fram markmið um heildarafkomu hins opinbera en æskilegt væri að setja afkomumarkmiðin einnig fram hagsveifluleiðrétt eins og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Til að meta aðhaldsstig opinberra fjármála verði að líta til hagsveifluleiðrétts frumjafnaðar en hann ræðst af því hver afkoma af reglulegum rekstri hins opinbera er við þau skilyrði þegar hvorki er þensla né samdráttur. „Ef leiðrétt væri fyrir hagsveiflunni væri afkoma ríkissjóðs í járnum, sem að öðru óbreyttu gefur til kynna hlutlaust aðhald,“ segir í áliti fjármálaráðs. 

Í umsögn Seðlabanka Íslands um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar er einnig bent á að gert sé ráð fyrir að heildarjöfnuður slakni á tímabilinu og fyrir vikið að afgangur á frumjöfnuði ríkissjóðs minnki. Þetta sé vísbending um slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála og að sjálfvirkum sveiflujöfnurum hafi ekki verið leyft að virka eins og til sé ætlast. Aðhaldsstigið hefur minnkað talsvert undanfarin tvö ár, eða um 2 prósent af landsframleiðslu, bæði vegna skattalækkana og útgjaldaaukningar. 

Fjármálaráð gagnrýnir hagstjórnina á sams konar forsendum og bendir á að með afnámi milliþrepsins í tekjuskattskerfinu um síðustu áramót hafi sjálfvirk sveiflujöfnun hins opinbera verið veikt.  Þar var um að ræða sértæka lækkun tekna sem ekki hélst í hendur við samsvarandi útgjaldalækkun og var því til þess fallin að draga úr hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði og aðhaldi.

„Hvað aðhald snertir skiptir miklu hver afkoman er hjá hinu opinbera þegar hvorki er þensla né samdráttur. Ákjósanlegt væri að aðhaldið kæmi ekki fram í sértækum aðgerðum í útgjöldum eða á tekjuhlið heldur myndi hin innbyggða sveiflujöfnun ráða för,“ segir í áliti fjármálaráðs. Bent er á að samkvæmt greinargerð með fjármálastefnunni sé gert ráð fyrir að bæði tekjur og gjöld vaxi í takt við nafnvöxt landsframleiðslu á fimm ára tímabili fjármálastefnunnar og að hlutföllin haldist því nokkuð föst yfir hagvaxtarskeiðið. Þetta feli í sér „aftengingu sjálfvirkra sveiflujafnara sem að öðru óbreyttu væri vísbending um slakað væri á aðhaldi“. 

Fram kemur að stefnan byggi á hagfelldri en óvissri efnahagsspá og afkoman sé næm fyrir breytingum á framvindu efnahagsmála. „Lítið frávik frá spánni getur leitt til þess að heildarafkoma, án frekari aðgerða, verði nálægt núlli og jafnvel neikvæð. (…) Að sama skapi er ljóst, líkt og með afkomumarkmiðið, að ef hagvöxtur reynist lægri en spár gera ráð fyrir gæti reynst erfitt að ná markmiði um útgjöld án aukins aðhalds. (…) Samkvæmt þessu geta stjórnvöld lent í spennitreyju fjármálastefnu sinnar ef atburðarásin reynist önnur en efnahagsspáin gerir ráð fyrir,“ segir í álitsgerð fjármálaráðs. 

Seðlabankinn fjallaði einnig um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í nýjasta hefti Peningamála sem kom út í síðustu viku. „Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir afgangi á ríkissjóði felur fjármálastefnan í sér nokkra slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála þegar tekið hefur verið tillit til hagsveiflunnar. Miðað við grunnspá bankans hefði afkoman þurft að vera sem nemur ½% af landsframleiðslu betri í ár en áformað er í fjármálastefnunni til að aðhaldsstigið slakni ekki frá því sem það var í fyrra. Áformað er að afkoman batni um ½% af landsframleiðslu á næsta ári og gangi það eftir verður aðhaldsstigið þá orðið svipað og það var í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár