Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Einn best rekni ríkissjóður í Evrópu“ rekinn með halla í miðri uppsveiflu

Halli á rík­is­sjóði nam tæp­um 6 millj­örð­um króna í fyrra og verð­ur enn meiri í ár ef lit­ið er fram­hjá ein­skipt­is­greiðsl­um. Frá­far­andi rík­is­stjórn vék frá eig­in fjár­mála­áætl­un með tug­millj­arða út­gjalda­skuld­bind­ing­um rétt fyr­ir kosn­ing­ar sem munu að öllu óbreyttu koma fram í sam­svar­andi halla­rekstri á næsta ári.

„Einn best rekni ríkissjóður í Evrópu“ rekinn með halla í miðri uppsveiflu

Fráfarandi ríkisstjórn vék frá eigin ríkisfjármálaáætlun með útgjaldafrekum lagabreytingum og skuldbindingum rétt fyrir kosningar. Á þetta er bent í Peningamálariti Seðlabankans sem kom út í síðustu viku. 

Fram kemur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi vikið frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok kjörtímabilsins, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun sinni og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar séu ófjármagnaðar, en um er að ræða tugi milljarða sem munu valda því að ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað.

„Það voru samþykkt ýmis fjár­út­lát á síðustu vik­um þings­ins sem ekki var gert ráð fyr­ir í rík­is­fjár­mála­áætl­un. Það mun­ar ein­hverj­um tug­um millj­arða,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar í viðtali við Mbl.is í morgun. Þá var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna á RÚV í gær, að staðan í ríkisfjármálum væri þrengri en áður hefði litið út fyrir. 

Í aðdraganda kosninga keyrði Sjálfstæðisflokkurinn á sterkri stöðu ríkissjóðs. Fullyrti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland væri með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu. „Við erum líklega með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu, það eru fá ríki með viðlíka frumjöfnuð og við,“ sagði hann í leiðtogaumræðum á RÚV þann 4. október.

Í Peningamálum Seðlabankans kemur hins vegar fram að halli á ríkissjóði nam tæpum 6 ma.kr. í fyrra eða sem nemur 0,3% af landsframleiðslu og að samkvæmt grunnspá séu horfur á að hallinn verði enn meiri í ár þegar horft er framhjá einskiptisáhrifum uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja á afkomu ríkissjóðs. Fullyrt er að slökun hafi verið á aðhaldi ríkisfjármála þrjú ár í röð og að skuldir ríkisins lækki minna og hægar en áður stóð til. Afkomuhorfur hafi versnað og frumjöfnuður muni minnka.

Vegna skuldbindinganna sem fráfarandi stjórnarmeirihluti samþykkti á Alþingi rétt fyrir kosningar mun ríkissjóður einnig verða rekinn með halla á árinu 2017 nema ný ríkisstjórn grípi til aukinnar tekjuöflunar. „Samanlögð kostnaðaráhrif af breytingum á samgönguáætlun og almannatryggingum nema rúmlega 20 ma.kr. á ári eða tæplega 1% af landsframleiðslu. Afkomuhorfur versna því frá fyrra mati Seðlabankans sem birt var í Peningamálum 2016/2 í maí sl. Óvíst er hvort gripið verði til sértækra tekjuöflunaraðgerða til að fjármagna þessar aðgerðir og er því gert ráð fyrir að halli verði á rekstri ríkissjóðs og hins opinbera út spátímann,“ segir í Peningamálum.

Þrátt fyrir þetta ýjar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að því að tal um að staða ríkissjóðs sé þrengri en látið hafi verið í veðri vaka sé „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta“. Hann birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook í dag:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár