Fráfarandi ríkisstjórn vék frá eigin ríkisfjármálaáætlun með útgjaldafrekum lagabreytingum og skuldbindingum rétt fyrir kosningar. Á þetta er bent í Peningamálariti Seðlabankans sem kom út í síðustu viku.
Fram kemur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi vikið frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok kjörtímabilsins, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun sinni og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar séu ófjármagnaðar, en um er að ræða tugi milljarða sem munu valda því að ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað.
„Það voru samþykkt ýmis fjárútlát á síðustu vikum þingsins sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun. Það munar einhverjum tugum milljarða,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar í viðtali við Mbl.is í morgun. Þá var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna á RÚV í gær, að staðan í ríkisfjármálum væri þrengri en áður hefði litið út fyrir.

Í aðdraganda kosninga keyrði Sjálfstæðisflokkurinn á sterkri stöðu ríkissjóðs. Fullyrti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland væri með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu. „Við erum líklega með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu, það eru fá ríki með viðlíka frumjöfnuð og við,“ sagði hann í leiðtogaumræðum á RÚV þann 4. október.
Í Peningamálum Seðlabankans kemur hins vegar fram að halli á ríkissjóði nam tæpum 6 ma.kr. í fyrra eða sem nemur 0,3% af landsframleiðslu og að samkvæmt grunnspá séu horfur á að hallinn verði enn meiri í ár þegar horft er framhjá einskiptisáhrifum uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja á afkomu ríkissjóðs. Fullyrt er að slökun hafi verið á aðhaldi ríkisfjármála þrjú ár í röð og að skuldir ríkisins lækki minna og hægar en áður stóð til. Afkomuhorfur hafi versnað og frumjöfnuður muni minnka.
Vegna skuldbindinganna sem fráfarandi stjórnarmeirihluti samþykkti á Alþingi rétt fyrir kosningar mun ríkissjóður einnig verða rekinn með halla á árinu 2017 nema ný ríkisstjórn grípi til aukinnar tekjuöflunar. „Samanlögð kostnaðaráhrif af breytingum á samgönguáætlun og almannatryggingum nema rúmlega 20 ma.kr. á ári eða tæplega 1% af landsframleiðslu. Afkomuhorfur versna því frá fyrra mati Seðlabankans sem birt var í Peningamálum 2016/2 í maí sl. Óvíst er hvort gripið verði til sértækra tekjuöflunaraðgerða til að fjármagna þessar aðgerðir og er því gert ráð fyrir að halli verði á rekstri ríkissjóðs og hins opinbera út spátímann,“ segir í Peningamálum.
Þrátt fyrir þetta ýjar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að því að tal um að staða ríkissjóðs sé þrengri en látið hafi verið í veðri vaka sé „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta“. Hann birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook í dag:
Athugasemdir