Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Einn best rekni ríkissjóður í Evrópu“ rekinn með halla í miðri uppsveiflu

Halli á rík­is­sjóði nam tæp­um 6 millj­örð­um króna í fyrra og verð­ur enn meiri í ár ef lit­ið er fram­hjá ein­skipt­is­greiðsl­um. Frá­far­andi rík­is­stjórn vék frá eig­in fjár­mála­áætl­un með tug­millj­arða út­gjalda­skuld­bind­ing­um rétt fyr­ir kosn­ing­ar sem munu að öllu óbreyttu koma fram í sam­svar­andi halla­rekstri á næsta ári.

„Einn best rekni ríkissjóður í Evrópu“ rekinn með halla í miðri uppsveiflu

Fráfarandi ríkisstjórn vék frá eigin ríkisfjármálaáætlun með útgjaldafrekum lagabreytingum og skuldbindingum rétt fyrir kosningar. Á þetta er bent í Peningamálariti Seðlabankans sem kom út í síðustu viku. 

Fram kemur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi vikið frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok kjörtímabilsins, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun sinni og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar séu ófjármagnaðar, en um er að ræða tugi milljarða sem munu valda því að ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað.

„Það voru samþykkt ýmis fjár­út­lát á síðustu vik­um þings­ins sem ekki var gert ráð fyr­ir í rík­is­fjár­mála­áætl­un. Það mun­ar ein­hverj­um tug­um millj­arða,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar í viðtali við Mbl.is í morgun. Þá var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna á RÚV í gær, að staðan í ríkisfjármálum væri þrengri en áður hefði litið út fyrir. 

Í aðdraganda kosninga keyrði Sjálfstæðisflokkurinn á sterkri stöðu ríkissjóðs. Fullyrti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland væri með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu. „Við erum líklega með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu, það eru fá ríki með viðlíka frumjöfnuð og við,“ sagði hann í leiðtogaumræðum á RÚV þann 4. október.

Í Peningamálum Seðlabankans kemur hins vegar fram að halli á ríkissjóði nam tæpum 6 ma.kr. í fyrra eða sem nemur 0,3% af landsframleiðslu og að samkvæmt grunnspá séu horfur á að hallinn verði enn meiri í ár þegar horft er framhjá einskiptisáhrifum uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja á afkomu ríkissjóðs. Fullyrt er að slökun hafi verið á aðhaldi ríkisfjármála þrjú ár í röð og að skuldir ríkisins lækki minna og hægar en áður stóð til. Afkomuhorfur hafi versnað og frumjöfnuður muni minnka.

Vegna skuldbindinganna sem fráfarandi stjórnarmeirihluti samþykkti á Alþingi rétt fyrir kosningar mun ríkissjóður einnig verða rekinn með halla á árinu 2017 nema ný ríkisstjórn grípi til aukinnar tekjuöflunar. „Samanlögð kostnaðaráhrif af breytingum á samgönguáætlun og almannatryggingum nema rúmlega 20 ma.kr. á ári eða tæplega 1% af landsframleiðslu. Afkomuhorfur versna því frá fyrra mati Seðlabankans sem birt var í Peningamálum 2016/2 í maí sl. Óvíst er hvort gripið verði til sértækra tekjuöflunaraðgerða til að fjármagna þessar aðgerðir og er því gert ráð fyrir að halli verði á rekstri ríkissjóðs og hins opinbera út spátímann,“ segir í Peningamálum.

Þrátt fyrir þetta ýjar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að því að tal um að staða ríkissjóðs sé þrengri en látið hafi verið í veðri vaka sé „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta“. Hann birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook í dag:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár