Ýmsum rangfærslum er haldið á lofti á Íslandi um uppboð Færeyinga á fiskveiðiheimildum. Þetta segir Hermann Oskarsson, hagfræðingur og fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, í samtali við Stundina og vísar þar til ummæla sem birst hafa í fjölmiðlum, einkum frá hagsmunaaðilum og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
„Uppboðin hafa gengið vel og meirihluti Færeyinga er augljóslega hlynntur því að greitt sé fullt gjald fyrir fiskveiðiréttindi. Auðvitað hefðu útgerðarfyrirtækin áfram viljað fá aflaheimildum úthlutað ókeypis, en samt hafa þau tekið virkan þátt í uppboðunum og boðið svo hátt verð að það hefur komið hagfræðingum sem fylgjast með á óvart,“ segir Hermann og bætir við: „Þegar allur kvóti verður boðinn upp er reiknað með að tekjurnar muni duga til að standa straum af öllum heilbrigðisútgjöldum landsins og
Athugasemdir